Lögmaður Trump neitar að bera vitni Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 12:10 Cohen hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Klámmyndaleikkona hefur stefnt honum og alríkislögreglan rannsakar hann. Vísir/AFP Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að nýta rétt sinn til að bera ekki vitni í máli sem klámmyndaleikkona höfðaði til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hann gerði við hana. Cohen telur að vitnisburður sinn gæti haft áhrif á sakamálarannsókn á viðskiptum hans. Stephanie Clifford, betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að geta tjáð sig um kynferðislegt samband sitt við Trump fyrir rúmum áratug. Cohen greiddi henni 130.000 dollara, að sögn úr eigin vasa, til að þegja um framhjáhaldið rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Síðan þá hefur komið í ljós að alríkislögreglan FBI hefur Cohen til rannsóknar, meðal annars vegna greiðslunnar til Clifford. Húsleit var gerð á skrifstofu, heimili og hótelherbergi Cohen fyrr í mánuðinum. Cohen sagði dómaranum í máli Clifford í gær að hann bæri fyrir sig fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og neitaði að bera vitni. Viðaukinn kveður á um rétt fólks til að bendla ekki sjálft sig við glæp. Vísaði hann til alríkisrannsóknarinnar á sér. Lögmenn Cohen hafa jafnframt óskað eftir því að gert verði níutíu daga hlé á meðferð málsins.Gagnrýndi aðstoðarmenn Clinton fyrir að neita að bera vitni Þegar uppvíst varð um greiðslu Cohen til Clifford bar lögmaðurinn því við að hann hefði greitt féð úr eigin vasa án þess að forsetinn hefði endurgreitt honum. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að greiðslan hafi brotið gegn lögum um kosningaframlög og hvort að Cohen hafi fengið lán fyrir greiðslunni á fölskum forsendum.Washington Post segir ekki óalgengt að sakborningar sem standa bæði frammi fyrir opinberri rannsókn og einkamáli óski eftir hléi í einkamálinu til að forðast að bera vitni eiðsvarnir og að afhenda skjöl sem gætu bendlað þá við glæpi. Hins vegar hefur verið rifjað upp að Trump var afar gagnrýninn á aðstoðarmenn Hillary Clinton, mótherja hans í kosningunum árið 2016, sem neituðu að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakaði tölvupósta hennar þegar hún var utanríkisráðherra. „Mafían notar fimmta viðaukann. Ef þú ert saklaus, hvers vegna ertu að nota fimmta viðaukann?“ sagði Trump við stuðningsmenn sína á kosningafundi í aðdraganda kosninganna. Washington Post segir að Trump hafi sjálfur borið fyrir sig fimmta viðaukanum til að forðast að svara 97 spurningum í vitnisburði í tengslum við skilnað árið 1990. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að nýta rétt sinn til að bera ekki vitni í máli sem klámmyndaleikkona höfðaði til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hann gerði við hana. Cohen telur að vitnisburður sinn gæti haft áhrif á sakamálarannsókn á viðskiptum hans. Stephanie Clifford, betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að geta tjáð sig um kynferðislegt samband sitt við Trump fyrir rúmum áratug. Cohen greiddi henni 130.000 dollara, að sögn úr eigin vasa, til að þegja um framhjáhaldið rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Síðan þá hefur komið í ljós að alríkislögreglan FBI hefur Cohen til rannsóknar, meðal annars vegna greiðslunnar til Clifford. Húsleit var gerð á skrifstofu, heimili og hótelherbergi Cohen fyrr í mánuðinum. Cohen sagði dómaranum í máli Clifford í gær að hann bæri fyrir sig fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og neitaði að bera vitni. Viðaukinn kveður á um rétt fólks til að bendla ekki sjálft sig við glæp. Vísaði hann til alríkisrannsóknarinnar á sér. Lögmenn Cohen hafa jafnframt óskað eftir því að gert verði níutíu daga hlé á meðferð málsins.Gagnrýndi aðstoðarmenn Clinton fyrir að neita að bera vitni Þegar uppvíst varð um greiðslu Cohen til Clifford bar lögmaðurinn því við að hann hefði greitt féð úr eigin vasa án þess að forsetinn hefði endurgreitt honum. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að greiðslan hafi brotið gegn lögum um kosningaframlög og hvort að Cohen hafi fengið lán fyrir greiðslunni á fölskum forsendum.Washington Post segir ekki óalgengt að sakborningar sem standa bæði frammi fyrir opinberri rannsókn og einkamáli óski eftir hléi í einkamálinu til að forðast að bera vitni eiðsvarnir og að afhenda skjöl sem gætu bendlað þá við glæpi. Hins vegar hefur verið rifjað upp að Trump var afar gagnrýninn á aðstoðarmenn Hillary Clinton, mótherja hans í kosningunum árið 2016, sem neituðu að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakaði tölvupósta hennar þegar hún var utanríkisráðherra. „Mafían notar fimmta viðaukann. Ef þú ert saklaus, hvers vegna ertu að nota fimmta viðaukann?“ sagði Trump við stuðningsmenn sína á kosningafundi í aðdraganda kosninganna. Washington Post segir að Trump hafi sjálfur borið fyrir sig fimmta viðaukanum til að forðast að svara 97 spurningum í vitnisburði í tengslum við skilnað árið 1990.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29