Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 11:56 Mótmælandi innflytjendastefnu Trump snýr út úr þekktasta slagorði hans með spjaldi sem segir innflytjendur gera Bandaríkin frábær. Vísir/AFP Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Donalds Trump forseta um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið „gerræðisleg og duttlungafull“. Stjórnvöld þurfa að halda í áætlunina og opna aftur fyrir umsóknir. DACA-áætlunin svonefnda hefur orðið að pólitísku bitbeini repúblikana og demókrata síðustu mánuðina. Áætluninni var komið á í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til að tryggja stöðu hóps innflytjenda sem hafði vissulega komið ólöglega til landsins en hafði ekki þekkt neitt annað heimaland en Bandaríkin. Trump ákvað að afnema áætlunina í haust og fól þinginu að finna út úr hvað yrði um skjólstæðinga áætlunarinnar. Hvorki hefur gengið né rekið með það en Trump hefur ekki viljað samþykkja neina lausn fyrir DACA-skjólstæðinga nema að hún feli í sér verulegan samdrátt á löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og fjármögnun á umdeildum landamæramúr hans við Mexíkó.Fá þrjá mánuði til að standa fyrir máli sínu Þrátt fyrir það hefur almennur stuðningur verið við það að skjólstæðingar DACA, sem nefndir eru dreymendur [e. Dreamers]. Svo umdeild var ákvörðun Trump að Obama, sem hefur að mestu haldið sig til hlés eftir að hann lét af embætti forseta, rauf þögn sína og gagnrýndi hana harðlega. Nú hefur alríkisdómstóll í Washington-borg úrskurðað að áætlunin verði að vera áfram í gildi og að yfirvöld verði að taka við nýjum umsóknum um vernd á grundvelli hennar. Dómarinn taldi að ákvörðunin um afnám DACA hafi byggst á „nánast óútskýrðum“ forsendum um að áætlunin „stæðist ekki lög“. Bandarísk stjórnvöld hafa engu að síður níutíu daga til þess að gera betur grein fyrir ákvörðuninni áður en úrskurðurinn tekur gildi, að sögn New York Times. Tveir aðrir alríkisdómstólar höfðu áður úrskurðað að áætlunin yrði að halda áfram í gildi en hvorugur þeirra kvað á um að taka þyrfti við nýjum umsóknum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Donalds Trump forseta um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið „gerræðisleg og duttlungafull“. Stjórnvöld þurfa að halda í áætlunina og opna aftur fyrir umsóknir. DACA-áætlunin svonefnda hefur orðið að pólitísku bitbeini repúblikana og demókrata síðustu mánuðina. Áætluninni var komið á í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til að tryggja stöðu hóps innflytjenda sem hafði vissulega komið ólöglega til landsins en hafði ekki þekkt neitt annað heimaland en Bandaríkin. Trump ákvað að afnema áætlunina í haust og fól þinginu að finna út úr hvað yrði um skjólstæðinga áætlunarinnar. Hvorki hefur gengið né rekið með það en Trump hefur ekki viljað samþykkja neina lausn fyrir DACA-skjólstæðinga nema að hún feli í sér verulegan samdrátt á löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og fjármögnun á umdeildum landamæramúr hans við Mexíkó.Fá þrjá mánuði til að standa fyrir máli sínu Þrátt fyrir það hefur almennur stuðningur verið við það að skjólstæðingar DACA, sem nefndir eru dreymendur [e. Dreamers]. Svo umdeild var ákvörðun Trump að Obama, sem hefur að mestu haldið sig til hlés eftir að hann lét af embætti forseta, rauf þögn sína og gagnrýndi hana harðlega. Nú hefur alríkisdómstóll í Washington-borg úrskurðað að áætlunin verði að vera áfram í gildi og að yfirvöld verði að taka við nýjum umsóknum um vernd á grundvelli hennar. Dómarinn taldi að ákvörðunin um afnám DACA hafi byggst á „nánast óútskýrðum“ forsendum um að áætlunin „stæðist ekki lög“. Bandarísk stjórnvöld hafa engu að síður níutíu daga til þess að gera betur grein fyrir ákvörðuninni áður en úrskurðurinn tekur gildi, að sögn New York Times. Tveir aðrir alríkisdómstólar höfðu áður úrskurðað að áætlunin yrði að halda áfram í gildi en hvorugur þeirra kvað á um að taka þyrfti við nýjum umsóknum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44