Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 17:29 Tíst eins og þau sem Trump sendi frá sér í morgun hafa gjarnan komið þegar hann hefur nægan frítíma og glápir á sjónvarpið. Forsetinn hefur verið í fríi í Mar-a-Lago yfir páskana. Vísir/AFP Ekkert samkomulag verður gert til að tryggja stöðu fólks sem flutt var ólöglega til Bandaríkjanna sem börn og fríverslunarsamningnum NAFTA verður rift nema Mexíkóar herði landamæraeftirlit. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í morgun og virtist þar enduróma umfjöllun á Fox News-sjónvarpsstöðinni. Trump batt enda á DACA-áætlunina svonefnda í haust en hún hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til landsins sem börn fyrir brottvísun. Síðan þá hafa repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi glímt við að ná samkomulagi heildarendurskoðun innflytjendamála, meðal annars með það fyrir augum að skýra framtíð DACA-skjólstæðinga. Þrándur í Götu þessara viðræðna hefur verið krafa Hvíta hússins um að samkomulag um framtíð DACA fylgi einnig verulegur samdráttur í komum löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.Trump hefur hafnað öllum sáttahugmyndum sem fjármagna ekki landamæravegg hans eða honum finnst ekki ganga nógu langt í að takmarka komur fólks til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til þess að taka upp málið í tístum frá sveitasetri sínu á Flórída þar sem hann er í fríi í morgun. „ÞAÐ VERÐUR ENGINN DACA-SAMNINGUR!“ sagði forsetinn í einu tístanna þar sem hann hvatti repúblikana einnig til þess að breyta þingsköpum í Bandaríkjaþingi til að samþykkja einhliða hert lög um innflytjendur. Þar fullyrti Trump ennfremur að landamærin að Mexíkó væru að verða hættulegri og að „bílalestir“ innflytjenda væru á leiðinni inn í Bandaríkin.Washington Post segir að svo virðist sem að þar hafi Trump verið að vísa til umfjöllunar á Fox News í morgun þar sem fyrirsögnin „Bílalestir ólöglegra innflytjenda á leiðinni til Bandaríkjanna“ sást meðal annars. Trump tístir reglulega um málefni sem hann sér fjallað um á Fox News sem hann horfir á löngum stundum.Kallar NAFTA „peningavél“ MexíkóaStjórnvöld í Mexíkó fengu einnig að kenna á gremju Trump. Í öðru tísti hótaði forsetinn því að binda enda á NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, vegna þess að mexíkósk yfirvöld gerðu ekki nóg til að tryggja landamærin við Bandaríkin. „Mexíkó gerir mjög lítið, ef ekki EKKERT, til að stoppa flæði fólks inn í Mexíkó yfir suðurlandamæri þeirra og síðan inn í Bandaríkin. Þeir hlæja að heimsku innflytjendalögunum okkar. Þeir verða að stoppa stór eiturlyf og flæði fólks eða ég stoppa peningavélina, NAFTA. ÞARF VEGG!“ sagði í öðru tísti. Ekki er ljóst hvort að tístunum fylgi raunverulegar aðgerðir eða hvort að um rosta í Trump sé að ræða sem Hvíta húsið og repúblikanar bera til baka á næstu dögum eins og gerst hefur áður. Orðræða Trump gagnvart NAFTA er í anda hugmynda hans um fríverslunarsamninga Bandaríkjanna almennt. Hann hefur talið þá skaðlega fyrir Bandaríkin og að önnur ríki notfæri sér þau. Þannig batt hann enda á fríverslunarsamninga Kyrrahafsríkja og hefur tilkynnt um verndartolla á ýmsar innflutningsvörur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Ekkert samkomulag verður gert til að tryggja stöðu fólks sem flutt var ólöglega til Bandaríkjanna sem börn og fríverslunarsamningnum NAFTA verður rift nema Mexíkóar herði landamæraeftirlit. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í morgun og virtist þar enduróma umfjöllun á Fox News-sjónvarpsstöðinni. Trump batt enda á DACA-áætlunina svonefnda í haust en hún hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til landsins sem börn fyrir brottvísun. Síðan þá hafa repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi glímt við að ná samkomulagi heildarendurskoðun innflytjendamála, meðal annars með það fyrir augum að skýra framtíð DACA-skjólstæðinga. Þrándur í Götu þessara viðræðna hefur verið krafa Hvíta hússins um að samkomulag um framtíð DACA fylgi einnig verulegur samdráttur í komum löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.Trump hefur hafnað öllum sáttahugmyndum sem fjármagna ekki landamæravegg hans eða honum finnst ekki ganga nógu langt í að takmarka komur fólks til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til þess að taka upp málið í tístum frá sveitasetri sínu á Flórída þar sem hann er í fríi í morgun. „ÞAÐ VERÐUR ENGINN DACA-SAMNINGUR!“ sagði forsetinn í einu tístanna þar sem hann hvatti repúblikana einnig til þess að breyta þingsköpum í Bandaríkjaþingi til að samþykkja einhliða hert lög um innflytjendur. Þar fullyrti Trump ennfremur að landamærin að Mexíkó væru að verða hættulegri og að „bílalestir“ innflytjenda væru á leiðinni inn í Bandaríkin.Washington Post segir að svo virðist sem að þar hafi Trump verið að vísa til umfjöllunar á Fox News í morgun þar sem fyrirsögnin „Bílalestir ólöglegra innflytjenda á leiðinni til Bandaríkjanna“ sást meðal annars. Trump tístir reglulega um málefni sem hann sér fjallað um á Fox News sem hann horfir á löngum stundum.Kallar NAFTA „peningavél“ MexíkóaStjórnvöld í Mexíkó fengu einnig að kenna á gremju Trump. Í öðru tísti hótaði forsetinn því að binda enda á NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, vegna þess að mexíkósk yfirvöld gerðu ekki nóg til að tryggja landamærin við Bandaríkin. „Mexíkó gerir mjög lítið, ef ekki EKKERT, til að stoppa flæði fólks inn í Mexíkó yfir suðurlandamæri þeirra og síðan inn í Bandaríkin. Þeir hlæja að heimsku innflytjendalögunum okkar. Þeir verða að stoppa stór eiturlyf og flæði fólks eða ég stoppa peningavélina, NAFTA. ÞARF VEGG!“ sagði í öðru tísti. Ekki er ljóst hvort að tístunum fylgi raunverulegar aðgerðir eða hvort að um rosta í Trump sé að ræða sem Hvíta húsið og repúblikanar bera til baka á næstu dögum eins og gerst hefur áður. Orðræða Trump gagnvart NAFTA er í anda hugmynda hans um fríverslunarsamninga Bandaríkjanna almennt. Hann hefur talið þá skaðlega fyrir Bandaríkin og að önnur ríki notfæri sér þau. Þannig batt hann enda á fríverslunarsamninga Kyrrahafsríkja og hefur tilkynnt um verndartolla á ýmsar innflutningsvörur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29