Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 11:56 Mótmælandi innflytjendastefnu Trump snýr út úr þekktasta slagorði hans með spjaldi sem segir innflytjendur gera Bandaríkin frábær. Vísir/AFP Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Donalds Trump forseta um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið „gerræðisleg og duttlungafull“. Stjórnvöld þurfa að halda í áætlunina og opna aftur fyrir umsóknir. DACA-áætlunin svonefnda hefur orðið að pólitísku bitbeini repúblikana og demókrata síðustu mánuðina. Áætluninni var komið á í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til að tryggja stöðu hóps innflytjenda sem hafði vissulega komið ólöglega til landsins en hafði ekki þekkt neitt annað heimaland en Bandaríkin. Trump ákvað að afnema áætlunina í haust og fól þinginu að finna út úr hvað yrði um skjólstæðinga áætlunarinnar. Hvorki hefur gengið né rekið með það en Trump hefur ekki viljað samþykkja neina lausn fyrir DACA-skjólstæðinga nema að hún feli í sér verulegan samdrátt á löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og fjármögnun á umdeildum landamæramúr hans við Mexíkó.Fá þrjá mánuði til að standa fyrir máli sínu Þrátt fyrir það hefur almennur stuðningur verið við það að skjólstæðingar DACA, sem nefndir eru dreymendur [e. Dreamers]. Svo umdeild var ákvörðun Trump að Obama, sem hefur að mestu haldið sig til hlés eftir að hann lét af embætti forseta, rauf þögn sína og gagnrýndi hana harðlega. Nú hefur alríkisdómstóll í Washington-borg úrskurðað að áætlunin verði að vera áfram í gildi og að yfirvöld verði að taka við nýjum umsóknum um vernd á grundvelli hennar. Dómarinn taldi að ákvörðunin um afnám DACA hafi byggst á „nánast óútskýrðum“ forsendum um að áætlunin „stæðist ekki lög“. Bandarísk stjórnvöld hafa engu að síður níutíu daga til þess að gera betur grein fyrir ákvörðuninni áður en úrskurðurinn tekur gildi, að sögn New York Times. Tveir aðrir alríkisdómstólar höfðu áður úrskurðað að áætlunin yrði að halda áfram í gildi en hvorugur þeirra kvað á um að taka þyrfti við nýjum umsóknum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Donalds Trump forseta um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið „gerræðisleg og duttlungafull“. Stjórnvöld þurfa að halda í áætlunina og opna aftur fyrir umsóknir. DACA-áætlunin svonefnda hefur orðið að pólitísku bitbeini repúblikana og demókrata síðustu mánuðina. Áætluninni var komið á í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til að tryggja stöðu hóps innflytjenda sem hafði vissulega komið ólöglega til landsins en hafði ekki þekkt neitt annað heimaland en Bandaríkin. Trump ákvað að afnema áætlunina í haust og fól þinginu að finna út úr hvað yrði um skjólstæðinga áætlunarinnar. Hvorki hefur gengið né rekið með það en Trump hefur ekki viljað samþykkja neina lausn fyrir DACA-skjólstæðinga nema að hún feli í sér verulegan samdrátt á löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og fjármögnun á umdeildum landamæramúr hans við Mexíkó.Fá þrjá mánuði til að standa fyrir máli sínu Þrátt fyrir það hefur almennur stuðningur verið við það að skjólstæðingar DACA, sem nefndir eru dreymendur [e. Dreamers]. Svo umdeild var ákvörðun Trump að Obama, sem hefur að mestu haldið sig til hlés eftir að hann lét af embætti forseta, rauf þögn sína og gagnrýndi hana harðlega. Nú hefur alríkisdómstóll í Washington-borg úrskurðað að áætlunin verði að vera áfram í gildi og að yfirvöld verði að taka við nýjum umsóknum um vernd á grundvelli hennar. Dómarinn taldi að ákvörðunin um afnám DACA hafi byggst á „nánast óútskýrðum“ forsendum um að áætlunin „stæðist ekki lög“. Bandarísk stjórnvöld hafa engu að síður níutíu daga til þess að gera betur grein fyrir ákvörðuninni áður en úrskurðurinn tekur gildi, að sögn New York Times. Tveir aðrir alríkisdómstólar höfðu áður úrskurðað að áætlunin yrði að halda áfram í gildi en hvorugur þeirra kvað á um að taka þyrfti við nýjum umsóknum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44