Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2018 06:48 Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity og lögmaðurinn Michael Cohen á góðri stund. Twitter Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen.Cohen þessi er jafnframt lögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur verið í eldlínunni undanfarnar vikur - ekki síst vegna 130 þúsund dala greiðslu sem hann innti af hendi til kaupa þögn klámmyndastjörnu sem sængaði hjá Trump. Talið er að greiðslan brjóti gegn lögum um fjármögnun framboða. Fulltrúar alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit hjá Cohen fyrr í þessum mánuði. Þeir telja að lögmaðurinn búi yfir mikilvægum upplýsingum sem kunna að varða forsetakosningarnar 2016 og meint tengsl framboðs Trump við Rússa.Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta.Vísir/gettyFyrrnefndur Hannity starfar á Fox-sjónvarpsstöðinni og hefur varið Bandríkjaforseta með kjafti og klóm allt frá því að hann tók við embætti. Lýsti hann meðal annars húsleit alríkislögreglunnar sem árás á forsetann og að hún græfi undan öllu því sem Bandaríkin stæðu fyrir. Cohen mætti fyrir rétt í New York í gær og sagði að hann hafi einungis veitt þremur einstaklingum lagalega ráðgjöf á síðastliðnu ári. Einn þeirra væri forsetinn og annar væri áhrifamaður í Repúblikanaflokknum. Hann neitaði hins vegar að gefa upp nafn þess þriðja. Dómarinn í málinu, Kimba Wood, tók það hins vegar ekki í mál og krafðist þess að Cohen gæfi upp nafn þriðja skjólstæðings síns. Kom þá upp úr krafsinu að um sjónvarpsmanninn Hannity væri að ræða. Hann hefur áður neitað að tengjast lögmanni forsetans með nokkrum hætti og þvertekur fyrir að hann sé skjólstæðingur hans. Hannity segist aðeins einu sinni hafa beðið Cohen um lagalegar ráðleggingar en aldrei ráðið hann til starfa. Á samfélagsmiðlum ítrekar Hannity að hann hafi ekkert með málin sem nú eru í deiglunni að gera. Tengsl hans við Cohen séu „ekkert stórmál.“Michael Cohen has never represented me in any matter. I never retained him, received an invoice, or paid legal fees. I have occasionally had brief discussions with him about legal questions about which I wanted his input and perspective.— Sean Hannity (@seanhannity) April 16, 2018 Alríkislögreglumennirnir lögðu hald á trúnaðarupplýsingar um það sem farið hefur á milli Cohen og skjólstæðinga hans. Lögmaðurinn barðist hatrammlega gegn því að þeir fengju aðgang að þessum upplýsingum en Wood dómari heimilaði haldlagninguna. Ekki er vitað hvers vegna Hannity leitaði ráðgjafar hjá Cohen. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen.Cohen þessi er jafnframt lögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur verið í eldlínunni undanfarnar vikur - ekki síst vegna 130 þúsund dala greiðslu sem hann innti af hendi til kaupa þögn klámmyndastjörnu sem sængaði hjá Trump. Talið er að greiðslan brjóti gegn lögum um fjármögnun framboða. Fulltrúar alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit hjá Cohen fyrr í þessum mánuði. Þeir telja að lögmaðurinn búi yfir mikilvægum upplýsingum sem kunna að varða forsetakosningarnar 2016 og meint tengsl framboðs Trump við Rússa.Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta.Vísir/gettyFyrrnefndur Hannity starfar á Fox-sjónvarpsstöðinni og hefur varið Bandríkjaforseta með kjafti og klóm allt frá því að hann tók við embætti. Lýsti hann meðal annars húsleit alríkislögreglunnar sem árás á forsetann og að hún græfi undan öllu því sem Bandaríkin stæðu fyrir. Cohen mætti fyrir rétt í New York í gær og sagði að hann hafi einungis veitt þremur einstaklingum lagalega ráðgjöf á síðastliðnu ári. Einn þeirra væri forsetinn og annar væri áhrifamaður í Repúblikanaflokknum. Hann neitaði hins vegar að gefa upp nafn þess þriðja. Dómarinn í málinu, Kimba Wood, tók það hins vegar ekki í mál og krafðist þess að Cohen gæfi upp nafn þriðja skjólstæðings síns. Kom þá upp úr krafsinu að um sjónvarpsmanninn Hannity væri að ræða. Hann hefur áður neitað að tengjast lögmanni forsetans með nokkrum hætti og þvertekur fyrir að hann sé skjólstæðingur hans. Hannity segist aðeins einu sinni hafa beðið Cohen um lagalegar ráðleggingar en aldrei ráðið hann til starfa. Á samfélagsmiðlum ítrekar Hannity að hann hafi ekkert með málin sem nú eru í deiglunni að gera. Tengsl hans við Cohen séu „ekkert stórmál.“Michael Cohen has never represented me in any matter. I never retained him, received an invoice, or paid legal fees. I have occasionally had brief discussions with him about legal questions about which I wanted his input and perspective.— Sean Hannity (@seanhannity) April 16, 2018 Alríkislögreglumennirnir lögðu hald á trúnaðarupplýsingar um það sem farið hefur á milli Cohen og skjólstæðinga hans. Lögmaðurinn barðist hatrammlega gegn því að þeir fengju aðgang að þessum upplýsingum en Wood dómari heimilaði haldlagninguna. Ekki er vitað hvers vegna Hannity leitaði ráðgjafar hjá Cohen.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29