FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 17:00 Cohen hefur verið lögmaður Trump um árabil. Hann hefur verið lýst sem reddara fyrir auðkýfinginn. Vísir/AFP Alríkislögreglumennirnir sem gerðu húsleitir hjá lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta voru að leita að skjölum um greiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá eru þeir sagðir hafa verið á höttunum eftir gögnum um aðkomu útgefanda æsifréttablaðsins National Enquirer að því að þagga niður í annarri þeirra.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að leitarheimild alríkislögreglunnar FBI hafi varðað mál Stephanie Clifford, klámmyndaleikkona, og Karen McDougal, Playboy-fyrirsætu, en þær segjast báðar hafa átt í sambandi við Trump árið 2006. Báðum var greitt til að þegja um samböndin rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Michael Cohen, lögmaður Trump, segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa fyrir þagmælsku hennar. Trump hefur sagt að hann hafi ekkert vitað af greiðslunni. Útgefandi National Enquirer, vinur Trump, gerði samkomulag við McDougal um kaup á sögu henni. Blaðið sagði hins vegar aldrei frá áskökunum hennar. Þá segir New York Times að það hafi verið Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem veitti persónulega heimild fyrir rassíunum á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen. Rosenstein hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu og hefur Trump gagnrýnt Rosenstein harðlega síðustu mánuði vegna hennar. Það var ríkissaksóknari Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að húsleitunum í gær. Greint hefur verið frá því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi komið upplýsingum til hans áfram sem hafi svo verið tilefni rassíanna. Trump brást ókvæða við húsleitunum í gær og í morgun. Hann sagði fréttamönnum í gær, áður en fréttir af rassíunum voru á allra vitorði, að þær væru „árás á landið okkar“. Á Twitter í morgun fullyrti forsetinn að trúnaðarsamband lögmanns og skjóstæðings væri dautt í Bandaríkjunum vegna húsleitanna. „ALGERAR NORNAVEIÐAR!!!“ básúnaði Trump einnig í tísti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Alríkislögreglumennirnir sem gerðu húsleitir hjá lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta voru að leita að skjölum um greiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá eru þeir sagðir hafa verið á höttunum eftir gögnum um aðkomu útgefanda æsifréttablaðsins National Enquirer að því að þagga niður í annarri þeirra.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að leitarheimild alríkislögreglunnar FBI hafi varðað mál Stephanie Clifford, klámmyndaleikkona, og Karen McDougal, Playboy-fyrirsætu, en þær segjast báðar hafa átt í sambandi við Trump árið 2006. Báðum var greitt til að þegja um samböndin rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Michael Cohen, lögmaður Trump, segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa fyrir þagmælsku hennar. Trump hefur sagt að hann hafi ekkert vitað af greiðslunni. Útgefandi National Enquirer, vinur Trump, gerði samkomulag við McDougal um kaup á sögu henni. Blaðið sagði hins vegar aldrei frá áskökunum hennar. Þá segir New York Times að það hafi verið Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem veitti persónulega heimild fyrir rassíunum á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen. Rosenstein hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu og hefur Trump gagnrýnt Rosenstein harðlega síðustu mánuði vegna hennar. Það var ríkissaksóknari Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að húsleitunum í gær. Greint hefur verið frá því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi komið upplýsingum til hans áfram sem hafi svo verið tilefni rassíanna. Trump brást ókvæða við húsleitunum í gær og í morgun. Hann sagði fréttamönnum í gær, áður en fréttir af rassíunum voru á allra vitorði, að þær væru „árás á landið okkar“. Á Twitter í morgun fullyrti forsetinn að trúnaðarsamband lögmanns og skjóstæðings væri dautt í Bandaríkjunum vegna húsleitanna. „ALGERAR NORNAVEIÐAR!!!“ básúnaði Trump einnig í tísti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22