Lula hefur í tvígang áfríjað handtökuskipunum á hendur sér til hæstaréttar, en hann heldur fram sakleysi sínu. Hann hefur haldið til í aðalstöðvum verkalýðsfélags stálverkamanna í heimabæ sínum.
Í gær komu stuðningsmenn Lula saman og ávarpaði fyrrum forsetinn þá stuðningsmenn sína og tilkynnti að hann ætlaði að gefa sig fram og hefja afplánun sína. Stuðningsmenn Lula reyndu að koma í veg fyrir að hann gæfi sig fram með því að loka fyrir bifreið hans. Því var ákveðið að hann færi þaðan í lögreglufylgd og var flogið í burtu í þyrlu, samkvæmt frétt BBC.
