Erlent

Fyrrverandi forseti Brasilíu þarf að hefja afplánun

Kjartan Kjartansson skrifar
Lula er á leiðinni í tukthúsið, að minnsta kosti þangað til fjallað hefur verið um áfrýjun hans á spillingardómi.
Lula er á leiðinni í tukthúsið, að minnsta kosti þangað til fjallað hefur verið um áfrýjun hans á spillingardómi. Vísir/AFP
Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði í gær að Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti landsins, þurfi að hefja afplánun í fangelsi á meðan hann áfrýjar dómi sem hann hlaut fyrir spillingu. Lula á yfir höfði sér tólf ára fangelsisvist fyrir að þiggja mútur.

Hann hafði óskað eftir því að fá að ganga laus á meðan dómnum væri áfrýjað að því synjaði dómstóllinn. Lula hefur fullyrt að dómurinn hafi verið pólitískur og ætlað að koma í veg fyrir að hann byði sig fram til forseta aftur í október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Lula var forseti frá 2003 til 2011 og er 72 ára gamall. Hann hefur mælst með forystu í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.