„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2018 12:17 Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. VÍSIR/AFP Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Fimmti dagur réttarhaldanna yfir Madsen, sem ákærður er fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall í fyrra, hófst í dag og gert er ráð fyrir að 37 vitni verði yfirheyrð áður en dagurinn er úti. Tvær ástkonur Madsens hafa nú þegar verið yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Myndband af því þegar maður var hálshöggvinn í tölvu Madsens Karlmaður sem starfaði hjá Copenhagen Suborbitals-rannsóknarstofunni, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014, var yfirheyrður á eftir konunum tveimur. Hann sagðist hafa aðstoðað Madsen með tölvuna hans og setti auk þess upp Windows-stýrikerfið árið 2012 eða 13. Við þá vinnu sagðist maðurinn hafa fundið myndband í tölvunni af því þegar maður var hálshöggvinn. „Þetta var myndband í mjög lélegum gæðum af einhverju sem líktist hálshöggi. Það var verið að skera mann á háls. Hann hvíldi höfuð sitt á steini.“ Maðurinn kannaðist ekki við að hafa séð frekara efni af þessu tagi í tölvu Madsens. „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Annað vitni sagði Madsen hafa sýnt sér myndband þar sem sást hvernig maður var kyrktur. Vitnið sagðist hafa setið að sumbli á vinnustofu sinni og farið svo yfir á vinnustofu Madsens um kvöldið. Þar hafi Madsen sýnt sér og fleiri viðstöddum ofbeldisfull myndbönd. „Þetta var ofbeldisfullt myndband. Því lauk með því að maður var kyrktur með vír. Þetta var ofbeldisfullt og ég er annars vanur að sjá ofbeldisfullt efni. Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár.“ Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Réttarhöldin yfir honum halda áfram í dag en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Fimmti dagur réttarhaldanna yfir Madsen, sem ákærður er fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall í fyrra, hófst í dag og gert er ráð fyrir að 37 vitni verði yfirheyrð áður en dagurinn er úti. Tvær ástkonur Madsens hafa nú þegar verið yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Myndband af því þegar maður var hálshöggvinn í tölvu Madsens Karlmaður sem starfaði hjá Copenhagen Suborbitals-rannsóknarstofunni, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014, var yfirheyrður á eftir konunum tveimur. Hann sagðist hafa aðstoðað Madsen með tölvuna hans og setti auk þess upp Windows-stýrikerfið árið 2012 eða 13. Við þá vinnu sagðist maðurinn hafa fundið myndband í tölvunni af því þegar maður var hálshöggvinn. „Þetta var myndband í mjög lélegum gæðum af einhverju sem líktist hálshöggi. Það var verið að skera mann á háls. Hann hvíldi höfuð sitt á steini.“ Maðurinn kannaðist ekki við að hafa séð frekara efni af þessu tagi í tölvu Madsens. „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Annað vitni sagði Madsen hafa sýnt sér myndband þar sem sást hvernig maður var kyrktur. Vitnið sagðist hafa setið að sumbli á vinnustofu sinni og farið svo yfir á vinnustofu Madsens um kvöldið. Þar hafi Madsen sýnt sér og fleiri viðstöddum ofbeldisfull myndbönd. „Þetta var ofbeldisfullt myndband. Því lauk með því að maður var kyrktur með vír. Þetta var ofbeldisfullt og ég er annars vanur að sjá ofbeldisfullt efni. Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár.“ Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Réttarhöldin yfir honum halda áfram í dag en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04