Erlent

Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Mikill áhugi er á réttarhöldunum yfir Madsen.
Mikill áhugi er á réttarhöldunum yfir Madsen. Vísir/EPA

Peter Madsen á að hafa stungið sænsku blaðakonuna Kim Wall með oddhvössum hlut á meðan að hún var enn á lífi. Þetta kom fram í framburði réttarmeinafræðingsins Christinu Jacobsen við réttahöldin yfir Madsen, sem héldu áfram í dag. Jacobsen tók þó fram að ekki væri hægt að fullyrða hver dánarorsök Wall væri. Það væri mögulegt að hún hefði verið skorin á háls eða pyntuð.

Framburður Christinu Jacobsen var mjög ítarlegur samkvæmt textalýsingu danskra fjölmiðla. Lesendur eru varaðir við því að lýsingar í þessari frétt kunna að vekja óhug.

Vatnið gerði réttarmeinafræðingum erfitt fyrir

Wall var stungin nokkrum sinnum í kynfærin og telur ákæruvaldið að Madsen hafi með því beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Madsen hefur viðurkennt að hafa stungið Wall en að hann hafi gert það eftir að hún var látin, til þess að tryggja að líkið myndi sökkva.

Það sem gerði réttarmeinafræðingum erfitt fyrir í máli Wall var hversu lengi líkamshlutarnir hefðu legið í vatni. Jacobsen benti á að réttarmeinafræðingar í Danmörku hefðu reynslu af málum sem þessum.

Réttarhöldin munu halda áfram kl. 12:35 að íslenskum tíma og þá koma fjögur vitni fyrir dóminn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.