Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2018 10:04 Mikill áhugi er á réttarhöldunum yfir Madsen. Vísir/EPA Danski uppfinningamaðurinn Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag í Kaupmannahöfn eftir tæplega tveggja vikna hlé. Áfram var haldið þaðan sem frá var horfið þann 8. mars þegar réttarhöldin hófust. Þá gaf Madsen þær skýringar að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna kolsýringseitrunar í aðstæðum sem sköpuðust þegar Madsen fór upp á þilfar en gat ekki opnað hlera kafbátsins til þess að komast niður aftur vegna þrýstingsfalls. Gaf hann þá einnig þá skýringu að hann hafi þurft að búta niður lík Wall til þess að koma henni úr kafbátnum, hann hafi reynt að koma henni upp í heilu lagi en það hafi ekki tekist. „Þetta var hræðilegt“ Saksóknarni málsins tók í dag upp þráðinn og hélt áfram að spyrja Madsen út í það hvernig hann hefði bútað lík Wall niður. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. „Við erum að tala um manneskju og ég held að þú ættir að spyrja sérfræðingana,“ svaraði Madsen er saksóknarinn spurði hann út í þetta. „Þetta var hræðilegt og ég vil ekki þurfa að lýsa því.“ Sagði Madsen að hans eina hugsun á þessum tímapunkti hafði verið að koma líkinu úr bátnum og útbyrðis en í réttarhöldunum lýsti Madsen því hvernig hann taldi að lífi sínu væri lokið, eftir að Wall lést um borð í kafbátnum. Madsen stakk einnig göt á lík Wall en niðurstaða krufningar benti til þess að stungusár á brjósti og klofi hennar hafi komið eftir að hún lést. Aðspurður um það svaraði Madsen að hann hafi stungið nokkur göt hér á þar á líkið til þess að koma í veg fyrir að gasmyndun í líkinu yrði til þess að það myndi fljóta upp á yfirborðið. Saksóknarinn spurði hann sérstaklega út í stungusárin í klofi Wall og hvort að þar hefði eitthvað kynferðislegt búið að baki? „Nei, það er ekkert kynferðislegt,“ svaraði Madsen. „Ég veit ekki hvort að þér finnist það eitthavð kynferðislegt, þér finnst það kannski, en ekki mér.“ Réttarhöldin halda áfram í dag en síðar í dag mun verjandi Madsen fá tækifæri til þess að spyrja hann spurninga. Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag í Kaupmannahöfn eftir tæplega tveggja vikna hlé. Áfram var haldið þaðan sem frá var horfið þann 8. mars þegar réttarhöldin hófust. Þá gaf Madsen þær skýringar að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna kolsýringseitrunar í aðstæðum sem sköpuðust þegar Madsen fór upp á þilfar en gat ekki opnað hlera kafbátsins til þess að komast niður aftur vegna þrýstingsfalls. Gaf hann þá einnig þá skýringu að hann hafi þurft að búta niður lík Wall til þess að koma henni úr kafbátnum, hann hafi reynt að koma henni upp í heilu lagi en það hafi ekki tekist. „Þetta var hræðilegt“ Saksóknarni málsins tók í dag upp þráðinn og hélt áfram að spyrja Madsen út í það hvernig hann hefði bútað lík Wall niður. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. „Við erum að tala um manneskju og ég held að þú ættir að spyrja sérfræðingana,“ svaraði Madsen er saksóknarinn spurði hann út í þetta. „Þetta var hræðilegt og ég vil ekki þurfa að lýsa því.“ Sagði Madsen að hans eina hugsun á þessum tímapunkti hafði verið að koma líkinu úr bátnum og útbyrðis en í réttarhöldunum lýsti Madsen því hvernig hann taldi að lífi sínu væri lokið, eftir að Wall lést um borð í kafbátnum. Madsen stakk einnig göt á lík Wall en niðurstaða krufningar benti til þess að stungusár á brjósti og klofi hennar hafi komið eftir að hún lést. Aðspurður um það svaraði Madsen að hann hafi stungið nokkur göt hér á þar á líkið til þess að koma í veg fyrir að gasmyndun í líkinu yrði til þess að það myndi fljóta upp á yfirborðið. Saksóknarinn spurði hann sérstaklega út í stungusárin í klofi Wall og hvort að þar hefði eitthvað kynferðislegt búið að baki? „Nei, það er ekkert kynferðislegt,“ svaraði Madsen. „Ég veit ekki hvort að þér finnist það eitthavð kynferðislegt, þér finnst það kannski, en ekki mér.“ Réttarhöldin halda áfram í dag en síðar í dag mun verjandi Madsen fá tækifæri til þess að spyrja hann spurninga. Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55
Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57