Manchester United búið að reka Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 09:54 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. Manchester United sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að portúgalski stjórinn hafi yfirgefið félagið. Manchester United þakkaði Mourinho fyrir vinnu sína sem stjóri Manchester United en hann tók við liðinu sumarið 2016. Honum er einnig óskað góðs gengis í framtíðinni. Manchester United has announced that Jose Mourinho has left the Club. We would like to thank him for his work during his time at Manchester United and wish him success in the future. #MUFC — Manchester United (@ManUtd) December 18, 2018 Manchester United er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool eftir 3-1 tap á Anfield um síðustu helgi. Liverpool yfirspilaði United-liðið stærsta hluta leiksins. Það kemur fram í fréttatilkynningunni að Manchester United mun ekki ráða framtíðarstjóra strax heldur verður stjóri ráðinn tímabundið til að klára þetta tímabil. United vann aðeins einu sinni í síðustu sex deildarleikjum sínum undir stjórn Mourinho og gerði þar jafntefli við bæði Southampton og Crystal Palace. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar en það eru ellefu stig í fjórða og síðasta sætið sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester United er hinsvegar komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir franska liðinu Paris Saint Germain í febrúar og mars. 26 - Manchester United have picked up 26 points after their first 17 league games this season under Jose Mourinho; their worst points haul in the top-flight at this stage since 1990-91 (also 26 points). Dip. pic.twitter.com/I9iHo1uqVQ — OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2018Hinn 55 ára gamli Jose Mourinho var rekinn frá Chelsea 17. desember 2015 aðeins sjö mánuðum eftir að hann gerði félagið að Englandsmeisturum í þriðja sinn. Hann hafði áður hætt óvænt hjá Chelsea 20. september 2007 en það var sagt vera sameiginleg ákvörðun. Það munaði því aðeins einum degi að Mourinho hafi verið rekinn tvisvar frá ensku úrvalsdeildarliði á sama mánaðardegi. Ákvörðunin um þennan brottrekstur var þó væntanlega tekin í gær 17. desember 2018. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. Manchester United sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að portúgalski stjórinn hafi yfirgefið félagið. Manchester United þakkaði Mourinho fyrir vinnu sína sem stjóri Manchester United en hann tók við liðinu sumarið 2016. Honum er einnig óskað góðs gengis í framtíðinni. Manchester United has announced that Jose Mourinho has left the Club. We would like to thank him for his work during his time at Manchester United and wish him success in the future. #MUFC — Manchester United (@ManUtd) December 18, 2018 Manchester United er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool eftir 3-1 tap á Anfield um síðustu helgi. Liverpool yfirspilaði United-liðið stærsta hluta leiksins. Það kemur fram í fréttatilkynningunni að Manchester United mun ekki ráða framtíðarstjóra strax heldur verður stjóri ráðinn tímabundið til að klára þetta tímabil. United vann aðeins einu sinni í síðustu sex deildarleikjum sínum undir stjórn Mourinho og gerði þar jafntefli við bæði Southampton og Crystal Palace. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar en það eru ellefu stig í fjórða og síðasta sætið sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester United er hinsvegar komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir franska liðinu Paris Saint Germain í febrúar og mars. 26 - Manchester United have picked up 26 points after their first 17 league games this season under Jose Mourinho; their worst points haul in the top-flight at this stage since 1990-91 (also 26 points). Dip. pic.twitter.com/I9iHo1uqVQ — OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2018Hinn 55 ára gamli Jose Mourinho var rekinn frá Chelsea 17. desember 2015 aðeins sjö mánuðum eftir að hann gerði félagið að Englandsmeisturum í þriðja sinn. Hann hafði áður hætt óvænt hjá Chelsea 20. september 2007 en það var sagt vera sameiginleg ákvörðun. Það munaði því aðeins einum degi að Mourinho hafi verið rekinn tvisvar frá ensku úrvalsdeildarliði á sama mánaðardegi. Ákvörðunin um þennan brottrekstur var þó væntanlega tekin í gær 17. desember 2018.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira