Engar vísbendingar um stöðvun kjarnorkuvopnaáætlunar

Í skýrslunni segir að áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og yfirlýsingar Norður-Kóreu valdi miklum áhyggjum, samkvæmt AFP fréttaveitunni.
Eftirlitsaðilum stofnunarinnar var vikið úr landi árið 2009 og síðan þá hefur þeim ekki verið hleypt aftur inn í Norður-Kóreu. Því hafa starfsmenn IEAE snúið sér í meira mæli að gervihnattamyndum og annars konar heimildum. Tekið er fram í skýrslunni að vitneskja stofnunarinnar sé takmörkuð og hún fari versnandi með umfangsmeiri aðgerðum í Norður-Kóreu.
Auk þess hafa ekki séð ummerki um aflagningu kjarnorkuvopnaáætlunarinnar hefur stofnunin hefur sömuleiðis komist á snoðir um áframhaldandi auðgun úrans í Norður-Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar og leyniþjónustur Bandaríkjanna höfðu áður sakað Norður-Kóreu um að halda þróun kjarnorkuvopna áfram. Sömuleiðis hefur ríkið verið sakað um framleiðslu nýrra eldflauga.
Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur að undanförnu kvartað verulega yfir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hafi ekki verið felldar niður í kjölfar fundar Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr fyrr í sumar. Þar skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag sem Bandaríkin segja að hafi verið um að Norður-Kórea myndi losa sig við kjarnorkuvopn sín.
Tengdar fréttir

Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna
Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu.

Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu
Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar.

Segir Norður-Kóreu eiga langt í land
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga
Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun.

Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu
Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu.

Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir
Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín.

Kim og félagar vilja losna við þvinganir
Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum.