Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. apríl 2018 05:15 Um sjötuíu fórust í árásinni í Sýrlandi á laugardag. Vísir/epa Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. Stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, er kennt um árásina. Rússar koma bandamönnum sínum til varnar. Fundað var um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Ýmsir aðilar á svæðinu, allt frá góðgerðarsamtökum til eftirlitssamtaka og aktívista, halda því fram að tugir hafi farist í árásinni og rúmlega 500 særst. Ómögulegt hefur þó reynst að sannreyna þetta. Hart hefur verið barist um Austur-Ghouta og hefur stjórnarherinn sölsað svæðið undir sig að mestu, þó ekki án þess að fella á annað þúsund almennra borgara. Undanfarna daga hafði rýming Douma staðið yfir enda hafa uppreisnarmenn á svæðinu komist að samkomulagi við stjórnarliða og Rússa um uppgjöf og rýmingu.Sjá einnig: Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assads Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Assad skepnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Trumps og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, segir að von sé á sterkum, sameiginlegum viðbrögðum Bandaríkjamanna og Frakka. „Sérfræðingar rússneska hersins hafa nú heimsótt svæðið, ásamt starfsmönnum sýrlenska Rauða hálfmánans, og fundu engin ummerki um að klórgasi eða öðru efnavopni hefði verið beitt gegn almennum borgurum,“ sagði hins vegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. Þá sagði Lavrov að yfirvöld í Moskvu vildu heiðarlega rannsókn. Þau væru andsnúin því að kenna nokkrum um án sönnunargagna. Rússneski herinn hafi varað við því að verið væri að undirbúa einhverja „ögrun“ sem í fælist að kenna stjórnarliðum um efnavopnaárás. Mismunandi aðilar hafa greint frá yfir 70 efnavopnaárásum í þessari sjö ára styrjöld. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. Stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, er kennt um árásina. Rússar koma bandamönnum sínum til varnar. Fundað var um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Ýmsir aðilar á svæðinu, allt frá góðgerðarsamtökum til eftirlitssamtaka og aktívista, halda því fram að tugir hafi farist í árásinni og rúmlega 500 særst. Ómögulegt hefur þó reynst að sannreyna þetta. Hart hefur verið barist um Austur-Ghouta og hefur stjórnarherinn sölsað svæðið undir sig að mestu, þó ekki án þess að fella á annað þúsund almennra borgara. Undanfarna daga hafði rýming Douma staðið yfir enda hafa uppreisnarmenn á svæðinu komist að samkomulagi við stjórnarliða og Rússa um uppgjöf og rýmingu.Sjá einnig: Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assads Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Assad skepnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Trumps og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, segir að von sé á sterkum, sameiginlegum viðbrögðum Bandaríkjamanna og Frakka. „Sérfræðingar rússneska hersins hafa nú heimsótt svæðið, ásamt starfsmönnum sýrlenska Rauða hálfmánans, og fundu engin ummerki um að klórgasi eða öðru efnavopni hefði verið beitt gegn almennum borgurum,“ sagði hins vegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. Þá sagði Lavrov að yfirvöld í Moskvu vildu heiðarlega rannsókn. Þau væru andsnúin því að kenna nokkrum um án sönnunargagna. Rússneski herinn hafi varað við því að verið væri að undirbúa einhverja „ögrun“ sem í fælist að kenna stjórnarliðum um efnavopnaárás. Mismunandi aðilar hafa greint frá yfir 70 efnavopnaárásum í þessari sjö ára styrjöld.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16