Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. apríl 2018 05:15 Um sjötuíu fórust í árásinni í Sýrlandi á laugardag. Vísir/epa Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. Stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, er kennt um árásina. Rússar koma bandamönnum sínum til varnar. Fundað var um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Ýmsir aðilar á svæðinu, allt frá góðgerðarsamtökum til eftirlitssamtaka og aktívista, halda því fram að tugir hafi farist í árásinni og rúmlega 500 særst. Ómögulegt hefur þó reynst að sannreyna þetta. Hart hefur verið barist um Austur-Ghouta og hefur stjórnarherinn sölsað svæðið undir sig að mestu, þó ekki án þess að fella á annað þúsund almennra borgara. Undanfarna daga hafði rýming Douma staðið yfir enda hafa uppreisnarmenn á svæðinu komist að samkomulagi við stjórnarliða og Rússa um uppgjöf og rýmingu.Sjá einnig: Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assads Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Assad skepnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Trumps og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, segir að von sé á sterkum, sameiginlegum viðbrögðum Bandaríkjamanna og Frakka. „Sérfræðingar rússneska hersins hafa nú heimsótt svæðið, ásamt starfsmönnum sýrlenska Rauða hálfmánans, og fundu engin ummerki um að klórgasi eða öðru efnavopni hefði verið beitt gegn almennum borgurum,“ sagði hins vegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. Þá sagði Lavrov að yfirvöld í Moskvu vildu heiðarlega rannsókn. Þau væru andsnúin því að kenna nokkrum um án sönnunargagna. Rússneski herinn hafi varað við því að verið væri að undirbúa einhverja „ögrun“ sem í fælist að kenna stjórnarliðum um efnavopnaárás. Mismunandi aðilar hafa greint frá yfir 70 efnavopnaárásum í þessari sjö ára styrjöld. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. Stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, er kennt um árásina. Rússar koma bandamönnum sínum til varnar. Fundað var um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Ýmsir aðilar á svæðinu, allt frá góðgerðarsamtökum til eftirlitssamtaka og aktívista, halda því fram að tugir hafi farist í árásinni og rúmlega 500 særst. Ómögulegt hefur þó reynst að sannreyna þetta. Hart hefur verið barist um Austur-Ghouta og hefur stjórnarherinn sölsað svæðið undir sig að mestu, þó ekki án þess að fella á annað þúsund almennra borgara. Undanfarna daga hafði rýming Douma staðið yfir enda hafa uppreisnarmenn á svæðinu komist að samkomulagi við stjórnarliða og Rússa um uppgjöf og rýmingu.Sjá einnig: Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assads Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Assad skepnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Trumps og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, segir að von sé á sterkum, sameiginlegum viðbrögðum Bandaríkjamanna og Frakka. „Sérfræðingar rússneska hersins hafa nú heimsótt svæðið, ásamt starfsmönnum sýrlenska Rauða hálfmánans, og fundu engin ummerki um að klórgasi eða öðru efnavopni hefði verið beitt gegn almennum borgurum,“ sagði hins vegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. Þá sagði Lavrov að yfirvöld í Moskvu vildu heiðarlega rannsókn. Þau væru andsnúin því að kenna nokkrum um án sönnunargagna. Rússneski herinn hafi varað við því að verið væri að undirbúa einhverja „ögrun“ sem í fælist að kenna stjórnarliðum um efnavopnaárás. Mismunandi aðilar hafa greint frá yfir 70 efnavopnaárásum í þessari sjö ára styrjöld.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16