Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2018 20:00 Trump fordæmdi efnavopnaárásina í Sýrlandi í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. John Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi sést sitja fyrir aftan forsetann. Vísir/EPA „Mig langar til að byrja á því að fordæma þessa ógeðfelldu árás á saklausa Sýrlendinga með ólöglegum efnavopnum,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. Fyrir aftan Trump sat nýr þjóðaröryggisráðgjafi hans, hinn herskái John Bolton, en talið er að ráðgjöf hans muni hafa mikil áhrif á viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni. Forsetinn hét því að ákvörðun yrði tekin innan 24 eða 48 klukkustunda. „Hvort sem sökudólgurinn sé Rússland, Sýrland, Íran eða öll ríkin þrjú þá munum við komast að sannleikanum og að niðurstöðu fljótlega,“ sagði Trump. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá á blaðamannafundi í dag að hann útilokaði ekki árás á Sýrland. Efnavopnaárásin mun hafa verið gerð á bæinn Douma í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að um 70 manns létust, þar af mörg börn. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ísraelskar F-15 orrustuþotur hafi í kjölfarið svarað árásinni. Þær munu hafa flogið í gegn um líbanska lofthelgi og varpað sprengjum á herflugvöllinn Tiyas austan borgarinnar Homs í Sýrlandi. Talið er að nokkrir tugir hafi fallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar þá í dag vegna árásanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagði að engin sönnunargögn væru til staðar um að efnavopnaárás hefði verið framin í Douma. Fordæmdi hann þá árásina á herflugvöllinn Tiyas og sagði árásina veita vafasamt fordæmi. „Það þarf auðvitað að rannsaka loftárásirnar og þetta er afar vafasöm þróun mála,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Tadsíkistan í morgun. „Ég vona að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra átti sig að minnsta kosti á því.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
„Mig langar til að byrja á því að fordæma þessa ógeðfelldu árás á saklausa Sýrlendinga með ólöglegum efnavopnum,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. Fyrir aftan Trump sat nýr þjóðaröryggisráðgjafi hans, hinn herskái John Bolton, en talið er að ráðgjöf hans muni hafa mikil áhrif á viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni. Forsetinn hét því að ákvörðun yrði tekin innan 24 eða 48 klukkustunda. „Hvort sem sökudólgurinn sé Rússland, Sýrland, Íran eða öll ríkin þrjú þá munum við komast að sannleikanum og að niðurstöðu fljótlega,“ sagði Trump. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá á blaðamannafundi í dag að hann útilokaði ekki árás á Sýrland. Efnavopnaárásin mun hafa verið gerð á bæinn Douma í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að um 70 manns létust, þar af mörg börn. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ísraelskar F-15 orrustuþotur hafi í kjölfarið svarað árásinni. Þær munu hafa flogið í gegn um líbanska lofthelgi og varpað sprengjum á herflugvöllinn Tiyas austan borgarinnar Homs í Sýrlandi. Talið er að nokkrir tugir hafi fallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar þá í dag vegna árásanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagði að engin sönnunargögn væru til staðar um að efnavopnaárás hefði verið framin í Douma. Fordæmdi hann þá árásina á herflugvöllinn Tiyas og sagði árásina veita vafasamt fordæmi. „Það þarf auðvitað að rannsaka loftárásirnar og þetta er afar vafasöm þróun mála,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Tadsíkistan í morgun. „Ég vona að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra átti sig að minnsta kosti á því.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira