Höskuldur Þórhallsson íhugar framboð til formanns KSÍ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2017 12:15 Höskuldur í formanninn? vísir/ernir Höskuldur Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar þessa dagana framboð til formanns KSÍ. Þetta kemur fram á mbl.is. Formannsslagurinn stendur eins og er á milli Guðna Bergssonar, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns, og Björns Einarssonar, formanns Víkings í Reykjavík. Geir Þorsteinsson, sitjandi formaður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í næstu kosningum sem fara fram í febrúar. Höskuldur segir við mbl.is að hjólin hafi farið að snúast eftir að Geir ákvað að bjóða sig ekki fram. Hann hefur þó ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann fari fram eða ekki. „Það er rétt að félög utan af landi hafa verið í sambandi við mig og ég get staðfest að ég er að skoða það,“ segir Höskuldur. Aðspurður hvenær ákvörðunar megi vænta svarar hann: „Það verður tíminn að leiða í ljós.“Framboðsfrestur til formanns rennur út þann 28. janúar. Félög innan KSÍ utan höfuðborgarsvæðisins eru áhyggjufull yfir stöðunni að sögn Höskuldar. „Ég held að menn sjái tækifæri í því að breyta aðeins til og hafa formann sem kemur af landsbyggðinni. Það hefur myndast viss gjá á milli liða á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi,“ segir Höskuldur Þórhallsson. Kosið verður til formanns KSÍ 11. febrúar á ársþingi sambandsins. Höskuldur spilaði á sínum tíma bæði með KA og Fram en hann lék ellefu leiki með Fram í efstu deild sumarið 1999 áður en hann lagði skóna á hilluna. KSÍ Tengdar fréttir Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Vill bjóða sig fram til stjórnar FIFA, ef forysta KSÍ leggur blessun sína yfir það. 4. janúar 2017 19:00 Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18 Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar þessa dagana framboð til formanns KSÍ. Þetta kemur fram á mbl.is. Formannsslagurinn stendur eins og er á milli Guðna Bergssonar, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns, og Björns Einarssonar, formanns Víkings í Reykjavík. Geir Þorsteinsson, sitjandi formaður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í næstu kosningum sem fara fram í febrúar. Höskuldur segir við mbl.is að hjólin hafi farið að snúast eftir að Geir ákvað að bjóða sig ekki fram. Hann hefur þó ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann fari fram eða ekki. „Það er rétt að félög utan af landi hafa verið í sambandi við mig og ég get staðfest að ég er að skoða það,“ segir Höskuldur. Aðspurður hvenær ákvörðunar megi vænta svarar hann: „Það verður tíminn að leiða í ljós.“Framboðsfrestur til formanns rennur út þann 28. janúar. Félög innan KSÍ utan höfuðborgarsvæðisins eru áhyggjufull yfir stöðunni að sögn Höskuldar. „Ég held að menn sjái tækifæri í því að breyta aðeins til og hafa formann sem kemur af landsbyggðinni. Það hefur myndast viss gjá á milli liða á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi,“ segir Höskuldur Þórhallsson. Kosið verður til formanns KSÍ 11. febrúar á ársþingi sambandsins. Höskuldur spilaði á sínum tíma bæði með KA og Fram en hann lék ellefu leiki með Fram í efstu deild sumarið 1999 áður en hann lagði skóna á hilluna.
KSÍ Tengdar fréttir Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Vill bjóða sig fram til stjórnar FIFA, ef forysta KSÍ leggur blessun sína yfir það. 4. janúar 2017 19:00 Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18 Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Vill bjóða sig fram til stjórnar FIFA, ef forysta KSÍ leggur blessun sína yfir það. 4. janúar 2017 19:00
Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18
Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53