Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2017 14:45 Eitt þessara þriggja gæti verið næsti formaður KSÍ. Þau þurfa að tilkynna um framboð formlega til KSÍ í síðasta lagi 28. janúar. Vísir Frestur til að tilkynna kjör til formanns Knattspyrnusambands Íslands rennur út laugardaginn 28. janúar eða eftir rétt rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að landslagið hafi gjörbreyst varðandi baráttuna um formannskjörið eftir að Geir Þorsteinsson, formaður frá árinu 2007, tilkynnti öllum að óvörum í gær að hann væri hættur við framboð sitt. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, tilkynnti framboð sitt um miðjan desember. Í ítarlegu viðtali við Vísi kom meðal annars fram að Guðni ætlar að þiggja laun fyrir starfið, sem í dag eru um ein og hálf milljón króna. Þá vilji hann nýjan þjóðarleikvang og breyta störfum landsliðsnefndar karla. Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG Ziemsen, hefur ýjað sterklega að framboði og á fréttastofa von á því að Björn tilkynni framboð sitt innan tíðar. Hann hefur sagst vilja breytt umhverfi hjá KSÍ, bæta ímynd sambandsins og ætlar ekki að þiggja laun verði hann kjörinn.Guðrún Inga og Halla útiloka ekkert Björn og Guðni hafa báðir kynnt sínar hugmyndir um formannsembætti KSÍ fyrir Íslenskum Toppfótbolta, samtökum félaganna í efstu deild karla sem formenn knattspyrnudeilda félaganna skipa.Þá segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og stjórnarmaður undanfarin tíu ár, ekki útiloka framboð til formanns í samtali við Fótbolta.net. Guðrún Inga yrði fyrsta konan til að gegna formannsstöðu hjá KSÍ frá stofnun en einu sinni hefur kona boðið sig fram til að gegna embættinu. Það var Halla Gunnarsdóttir árið 2007 en hún hefur sömuleiðis sagst ekki útiloka að bjóða sig fram á nýjan leik.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í símtali við Vísi sömuleiðis ekki útiloka neitt varðandi framboð frekar en nokkuð annað. Hún hafi þó ekki gengið með formannsdraum í maganum. Formaður KSÍ er kjörinn í atkvæðagreiðslu fulltrúa aðildafélagnna á ársþingi KSÍ. Félögin hafa mismörg atkvæði eftir því hvaða deildum þau spila. Þannig hafa félögin í efstu deild fjögur atkvæði en svo minni eftir því sem neðar er farið í deildarkeppninni. Í kringum 120-130 fulltrúar hafa greitt atkvæði á undanförnum ársþingum. Frestur til að skila tillögum að breytingum á lögum eða reglugerðum KSÍ rennur út miðvikudaginn 11. janúar.Frétt uppfærð klukkan 15:15 KSÍ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Frestur til að tilkynna kjör til formanns Knattspyrnusambands Íslands rennur út laugardaginn 28. janúar eða eftir rétt rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að landslagið hafi gjörbreyst varðandi baráttuna um formannskjörið eftir að Geir Þorsteinsson, formaður frá árinu 2007, tilkynnti öllum að óvörum í gær að hann væri hættur við framboð sitt. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, tilkynnti framboð sitt um miðjan desember. Í ítarlegu viðtali við Vísi kom meðal annars fram að Guðni ætlar að þiggja laun fyrir starfið, sem í dag eru um ein og hálf milljón króna. Þá vilji hann nýjan þjóðarleikvang og breyta störfum landsliðsnefndar karla. Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG Ziemsen, hefur ýjað sterklega að framboði og á fréttastofa von á því að Björn tilkynni framboð sitt innan tíðar. Hann hefur sagst vilja breytt umhverfi hjá KSÍ, bæta ímynd sambandsins og ætlar ekki að þiggja laun verði hann kjörinn.Guðrún Inga og Halla útiloka ekkert Björn og Guðni hafa báðir kynnt sínar hugmyndir um formannsembætti KSÍ fyrir Íslenskum Toppfótbolta, samtökum félaganna í efstu deild karla sem formenn knattspyrnudeilda félaganna skipa.Þá segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og stjórnarmaður undanfarin tíu ár, ekki útiloka framboð til formanns í samtali við Fótbolta.net. Guðrún Inga yrði fyrsta konan til að gegna formannsstöðu hjá KSÍ frá stofnun en einu sinni hefur kona boðið sig fram til að gegna embættinu. Það var Halla Gunnarsdóttir árið 2007 en hún hefur sömuleiðis sagst ekki útiloka að bjóða sig fram á nýjan leik.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í símtali við Vísi sömuleiðis ekki útiloka neitt varðandi framboð frekar en nokkuð annað. Hún hafi þó ekki gengið með formannsdraum í maganum. Formaður KSÍ er kjörinn í atkvæðagreiðslu fulltrúa aðildafélagnna á ársþingi KSÍ. Félögin hafa mismörg atkvæði eftir því hvaða deildum þau spila. Þannig hafa félögin í efstu deild fjögur atkvæði en svo minni eftir því sem neðar er farið í deildarkeppninni. Í kringum 120-130 fulltrúar hafa greitt atkvæði á undanförnum ársþingum. Frestur til að skila tillögum að breytingum á lögum eða reglugerðum KSÍ rennur út miðvikudaginn 11. janúar.Frétt uppfærð klukkan 15:15
KSÍ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira