Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 10:30 Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Vísir/AFP Ein af þeim 26 sem létu lífið í árás Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas á sunnudag var hin 71 árs gamla Lula White, amma eiginkonu Kelley. Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. Tengdamóðir Kelley var ekki viðstödd sunnudagsmessuna um helgina þar sem mesta fjöldamorðið í sögu Texas ríkis var framið. Bandarískir fjölmiðlar – CNN og CBS News þeirra á meðal – greina hins vegar frá að móðir tengdamóður Kelley hafi verið í kirkjunni og látið þar lífið. White á lengi að hafa starfað sem sjálfboðaliði innan kirkjunnar. Mary Mishler Clyburn, systir White, segir hana hafa verið æðislega og ástríka manneskju sem hafi elskað guð sinn. „Hún elskaði kirkju sína. Þau voru öll bestu vinir hennar,“ segir Clyburn. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að bandaríska flughernum hafi láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr hernum með skömm. Með slíkan dóm á bakinu hefði hann ekki átt að geta keypt sér skotvopn, en vegna mistaka var FBI aldrei tilkynnt um dóminn. Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Fórnarlömb Kelley voru á aldrinum átján mánaða til 77 ára. Þegar Kelley yfirgaf kirkjuna lenti hann í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford. Lögreglan segir Willeford hafa sært Kelley áður en honum tókst að flýja af vettvangi. Willeford og Johnny Langendorf, annar heimamaður, eltu Kelley á bíl. Kelley hringdi í föður sinn úr bílnum og sagði að hann myndi ekki lifa þetta af og mun svo hafa skotið sig, samkvæmt lögreglu. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Ein af þeim 26 sem létu lífið í árás Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas á sunnudag var hin 71 árs gamla Lula White, amma eiginkonu Kelley. Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. Tengdamóðir Kelley var ekki viðstödd sunnudagsmessuna um helgina þar sem mesta fjöldamorðið í sögu Texas ríkis var framið. Bandarískir fjölmiðlar – CNN og CBS News þeirra á meðal – greina hins vegar frá að móðir tengdamóður Kelley hafi verið í kirkjunni og látið þar lífið. White á lengi að hafa starfað sem sjálfboðaliði innan kirkjunnar. Mary Mishler Clyburn, systir White, segir hana hafa verið æðislega og ástríka manneskju sem hafi elskað guð sinn. „Hún elskaði kirkju sína. Þau voru öll bestu vinir hennar,“ segir Clyburn. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að bandaríska flughernum hafi láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr hernum með skömm. Með slíkan dóm á bakinu hefði hann ekki átt að geta keypt sér skotvopn, en vegna mistaka var FBI aldrei tilkynnt um dóminn. Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Fórnarlömb Kelley voru á aldrinum átján mánaða til 77 ára. Þegar Kelley yfirgaf kirkjuna lenti hann í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford. Lögreglan segir Willeford hafa sært Kelley áður en honum tókst að flýja af vettvangi. Willeford og Johnny Langendorf, annar heimamaður, eltu Kelley á bíl. Kelley hringdi í föður sinn úr bílnum og sagði að hann myndi ekki lifa þetta af og mun svo hafa skotið sig, samkvæmt lögreglu.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45
Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15