Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2017 10:14 Crystal Holcombe lét lífið í árásinni í Sutherland Springs í gær. Á myndinni er hún með John, eiginmanni sínum. John lést ekki í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort að hann hafi verið í kirkjunni þegar árásin var gerð eður ei. Facebook 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. Í hópi látinna var Crystal Holcombe, ólétt fimm barna móðir, þrjú börn hennar og tengdaforeldrar. Kelley hóf skothríð fyrir utan kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hélt svo inn þegar sunnudagsmessa stóð þar yfir. Lögregla í Texas hefur staðfest að fórnarlömbin hafi verið á aldrinum fimm til 72 ára og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt að fjölmennar fjölskyldur, ömmur og afar, mæður og feður og lítil börn hafi verið saman komin í kirkjunni þegar árásin var gerð.Þrjú barna Crystal létu lífiðAP hefur eftir Nick Uhrig að Crystal Holcombe og tengdaforeldrar hennar, Karla Holcombe og Bryan Holcombe, hafi öll verið drepin í árásinni. Uhrig er tengdur Holcombe fjölskylduböndum. Crystal var móðir fimm barna og létu þrjú barnanna lífið í gær. Hin börnin tvö særðust í árásinni, meðal annars þriggja ára drengur. Crystal var barnshafandi og gengin um átta mánuði á leið.Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Texas „Hún drakk ekki einu sinni, reykti ekki,“ segir Uhrig um Crystal. „Hún sá bara um börnin, ræktaði geitur og bjó til heimalagaðan ost. Hún var þannig, þú skilur. Þau fara ekki út að dansa eða neitt þannig. Þau eru mjög gamaldags, jarðbundin,“ sagði Uhrig. Uhlig segist sjálfur ekki hafa mætt í messuna í gær þar sem hann hafi verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Hann segir að Bryan Holcombe, tengdafaðir Crystal, hafi reglulega spilað á úkúlele og sungið fyrir fanga í nálægu fangelsi.Dóttir prestsins drepin Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að dóttir prests safnaðarins, hin fjórtán ára Annabelle Pomeroy, hafi einnig látið lífið í árásinni. Presturinn Frank Pomeroy og eiginkona hans, Sherri, voru ekki stödd í bænum þegar árásin var gerð. Presturinn lýsir dóttur sinni sem „mjög fallegu og sérstöku barni“ í samtali við ABC. „Við misstum fjórtán ára gamla dóttur okkar og marga vini,“ segir Sherri Pomeroy í samtali við AP. Tengdar fréttir Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. Í hópi látinna var Crystal Holcombe, ólétt fimm barna móðir, þrjú börn hennar og tengdaforeldrar. Kelley hóf skothríð fyrir utan kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hélt svo inn þegar sunnudagsmessa stóð þar yfir. Lögregla í Texas hefur staðfest að fórnarlömbin hafi verið á aldrinum fimm til 72 ára og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt að fjölmennar fjölskyldur, ömmur og afar, mæður og feður og lítil börn hafi verið saman komin í kirkjunni þegar árásin var gerð.Þrjú barna Crystal létu lífiðAP hefur eftir Nick Uhrig að Crystal Holcombe og tengdaforeldrar hennar, Karla Holcombe og Bryan Holcombe, hafi öll verið drepin í árásinni. Uhrig er tengdur Holcombe fjölskylduböndum. Crystal var móðir fimm barna og létu þrjú barnanna lífið í gær. Hin börnin tvö særðust í árásinni, meðal annars þriggja ára drengur. Crystal var barnshafandi og gengin um átta mánuði á leið.Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Texas „Hún drakk ekki einu sinni, reykti ekki,“ segir Uhrig um Crystal. „Hún sá bara um börnin, ræktaði geitur og bjó til heimalagaðan ost. Hún var þannig, þú skilur. Þau fara ekki út að dansa eða neitt þannig. Þau eru mjög gamaldags, jarðbundin,“ sagði Uhrig. Uhlig segist sjálfur ekki hafa mætt í messuna í gær þar sem hann hafi verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Hann segir að Bryan Holcombe, tengdafaðir Crystal, hafi reglulega spilað á úkúlele og sungið fyrir fanga í nálægu fangelsi.Dóttir prestsins drepin Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að dóttir prests safnaðarins, hin fjórtán ára Annabelle Pomeroy, hafi einnig látið lífið í árásinni. Presturinn Frank Pomeroy og eiginkona hans, Sherri, voru ekki stödd í bænum þegar árásin var gerð. Presturinn lýsir dóttur sinni sem „mjög fallegu og sérstöku barni“ í samtali við ABC. „Við misstum fjórtán ára gamla dóttur okkar og marga vini,“ segir Sherri Pomeroy í samtali við AP.
Tengdar fréttir Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15
Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41