Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2017 10:14 Crystal Holcombe lét lífið í árásinni í Sutherland Springs í gær. Á myndinni er hún með John, eiginmanni sínum. John lést ekki í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort að hann hafi verið í kirkjunni þegar árásin var gerð eður ei. Facebook 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. Í hópi látinna var Crystal Holcombe, ólétt fimm barna móðir, þrjú börn hennar og tengdaforeldrar. Kelley hóf skothríð fyrir utan kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hélt svo inn þegar sunnudagsmessa stóð þar yfir. Lögregla í Texas hefur staðfest að fórnarlömbin hafi verið á aldrinum fimm til 72 ára og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt að fjölmennar fjölskyldur, ömmur og afar, mæður og feður og lítil börn hafi verið saman komin í kirkjunni þegar árásin var gerð.Þrjú barna Crystal létu lífiðAP hefur eftir Nick Uhrig að Crystal Holcombe og tengdaforeldrar hennar, Karla Holcombe og Bryan Holcombe, hafi öll verið drepin í árásinni. Uhrig er tengdur Holcombe fjölskylduböndum. Crystal var móðir fimm barna og létu þrjú barnanna lífið í gær. Hin börnin tvö særðust í árásinni, meðal annars þriggja ára drengur. Crystal var barnshafandi og gengin um átta mánuði á leið.Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Texas „Hún drakk ekki einu sinni, reykti ekki,“ segir Uhrig um Crystal. „Hún sá bara um börnin, ræktaði geitur og bjó til heimalagaðan ost. Hún var þannig, þú skilur. Þau fara ekki út að dansa eða neitt þannig. Þau eru mjög gamaldags, jarðbundin,“ sagði Uhrig. Uhlig segist sjálfur ekki hafa mætt í messuna í gær þar sem hann hafi verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Hann segir að Bryan Holcombe, tengdafaðir Crystal, hafi reglulega spilað á úkúlele og sungið fyrir fanga í nálægu fangelsi.Dóttir prestsins drepin Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að dóttir prests safnaðarins, hin fjórtán ára Annabelle Pomeroy, hafi einnig látið lífið í árásinni. Presturinn Frank Pomeroy og eiginkona hans, Sherri, voru ekki stödd í bænum þegar árásin var gerð. Presturinn lýsir dóttur sinni sem „mjög fallegu og sérstöku barni“ í samtali við ABC. „Við misstum fjórtán ára gamla dóttur okkar og marga vini,“ segir Sherri Pomeroy í samtali við AP. Tengdar fréttir Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. Í hópi látinna var Crystal Holcombe, ólétt fimm barna móðir, þrjú börn hennar og tengdaforeldrar. Kelley hóf skothríð fyrir utan kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hélt svo inn þegar sunnudagsmessa stóð þar yfir. Lögregla í Texas hefur staðfest að fórnarlömbin hafi verið á aldrinum fimm til 72 ára og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt að fjölmennar fjölskyldur, ömmur og afar, mæður og feður og lítil börn hafi verið saman komin í kirkjunni þegar árásin var gerð.Þrjú barna Crystal létu lífiðAP hefur eftir Nick Uhrig að Crystal Holcombe og tengdaforeldrar hennar, Karla Holcombe og Bryan Holcombe, hafi öll verið drepin í árásinni. Uhrig er tengdur Holcombe fjölskylduböndum. Crystal var móðir fimm barna og létu þrjú barnanna lífið í gær. Hin börnin tvö særðust í árásinni, meðal annars þriggja ára drengur. Crystal var barnshafandi og gengin um átta mánuði á leið.Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Texas „Hún drakk ekki einu sinni, reykti ekki,“ segir Uhrig um Crystal. „Hún sá bara um börnin, ræktaði geitur og bjó til heimalagaðan ost. Hún var þannig, þú skilur. Þau fara ekki út að dansa eða neitt þannig. Þau eru mjög gamaldags, jarðbundin,“ sagði Uhrig. Uhlig segist sjálfur ekki hafa mætt í messuna í gær þar sem hann hafi verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Hann segir að Bryan Holcombe, tengdafaðir Crystal, hafi reglulega spilað á úkúlele og sungið fyrir fanga í nálægu fangelsi.Dóttir prestsins drepin Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að dóttir prests safnaðarins, hin fjórtán ára Annabelle Pomeroy, hafi einnig látið lífið í árásinni. Presturinn Frank Pomeroy og eiginkona hans, Sherri, voru ekki stödd í bænum þegar árásin var gerð. Presturinn lýsir dóttur sinni sem „mjög fallegu og sérstöku barni“ í samtali við ABC. „Við misstum fjórtán ára gamla dóttur okkar og marga vini,“ segir Sherri Pomeroy í samtali við AP.
Tengdar fréttir Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15
Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41