Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2017 10:14 Crystal Holcombe lét lífið í árásinni í Sutherland Springs í gær. Á myndinni er hún með John, eiginmanni sínum. John lést ekki í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort að hann hafi verið í kirkjunni þegar árásin var gerð eður ei. Facebook 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. Í hópi látinna var Crystal Holcombe, ólétt fimm barna móðir, þrjú börn hennar og tengdaforeldrar. Kelley hóf skothríð fyrir utan kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hélt svo inn þegar sunnudagsmessa stóð þar yfir. Lögregla í Texas hefur staðfest að fórnarlömbin hafi verið á aldrinum fimm til 72 ára og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt að fjölmennar fjölskyldur, ömmur og afar, mæður og feður og lítil börn hafi verið saman komin í kirkjunni þegar árásin var gerð.Þrjú barna Crystal létu lífiðAP hefur eftir Nick Uhrig að Crystal Holcombe og tengdaforeldrar hennar, Karla Holcombe og Bryan Holcombe, hafi öll verið drepin í árásinni. Uhrig er tengdur Holcombe fjölskylduböndum. Crystal var móðir fimm barna og létu þrjú barnanna lífið í gær. Hin börnin tvö særðust í árásinni, meðal annars þriggja ára drengur. Crystal var barnshafandi og gengin um átta mánuði á leið.Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Texas „Hún drakk ekki einu sinni, reykti ekki,“ segir Uhrig um Crystal. „Hún sá bara um börnin, ræktaði geitur og bjó til heimalagaðan ost. Hún var þannig, þú skilur. Þau fara ekki út að dansa eða neitt þannig. Þau eru mjög gamaldags, jarðbundin,“ sagði Uhrig. Uhlig segist sjálfur ekki hafa mætt í messuna í gær þar sem hann hafi verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Hann segir að Bryan Holcombe, tengdafaðir Crystal, hafi reglulega spilað á úkúlele og sungið fyrir fanga í nálægu fangelsi.Dóttir prestsins drepin Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að dóttir prests safnaðarins, hin fjórtán ára Annabelle Pomeroy, hafi einnig látið lífið í árásinni. Presturinn Frank Pomeroy og eiginkona hans, Sherri, voru ekki stödd í bænum þegar árásin var gerð. Presturinn lýsir dóttur sinni sem „mjög fallegu og sérstöku barni“ í samtali við ABC. „Við misstum fjórtán ára gamla dóttur okkar og marga vini,“ segir Sherri Pomeroy í samtali við AP. Tengdar fréttir Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. Í hópi látinna var Crystal Holcombe, ólétt fimm barna móðir, þrjú börn hennar og tengdaforeldrar. Kelley hóf skothríð fyrir utan kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hélt svo inn þegar sunnudagsmessa stóð þar yfir. Lögregla í Texas hefur staðfest að fórnarlömbin hafi verið á aldrinum fimm til 72 ára og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt að fjölmennar fjölskyldur, ömmur og afar, mæður og feður og lítil börn hafi verið saman komin í kirkjunni þegar árásin var gerð.Þrjú barna Crystal létu lífiðAP hefur eftir Nick Uhrig að Crystal Holcombe og tengdaforeldrar hennar, Karla Holcombe og Bryan Holcombe, hafi öll verið drepin í árásinni. Uhrig er tengdur Holcombe fjölskylduböndum. Crystal var móðir fimm barna og létu þrjú barnanna lífið í gær. Hin börnin tvö særðust í árásinni, meðal annars þriggja ára drengur. Crystal var barnshafandi og gengin um átta mánuði á leið.Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Texas „Hún drakk ekki einu sinni, reykti ekki,“ segir Uhrig um Crystal. „Hún sá bara um börnin, ræktaði geitur og bjó til heimalagaðan ost. Hún var þannig, þú skilur. Þau fara ekki út að dansa eða neitt þannig. Þau eru mjög gamaldags, jarðbundin,“ sagði Uhrig. Uhlig segist sjálfur ekki hafa mætt í messuna í gær þar sem hann hafi verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Hann segir að Bryan Holcombe, tengdafaðir Crystal, hafi reglulega spilað á úkúlele og sungið fyrir fanga í nálægu fangelsi.Dóttir prestsins drepin Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að dóttir prests safnaðarins, hin fjórtán ára Annabelle Pomeroy, hafi einnig látið lífið í árásinni. Presturinn Frank Pomeroy og eiginkona hans, Sherri, voru ekki stödd í bænum þegar árásin var gerð. Presturinn lýsir dóttur sinni sem „mjög fallegu og sérstöku barni“ í samtali við ABC. „Við misstum fjórtán ára gamla dóttur okkar og marga vini,“ segir Sherri Pomeroy í samtali við AP.
Tengdar fréttir Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15
Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41