Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2017 10:14 Crystal Holcombe lét lífið í árásinni í Sutherland Springs í gær. Á myndinni er hún með John, eiginmanni sínum. John lést ekki í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort að hann hafi verið í kirkjunni þegar árásin var gerð eður ei. Facebook 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. Í hópi látinna var Crystal Holcombe, ólétt fimm barna móðir, þrjú börn hennar og tengdaforeldrar. Kelley hóf skothríð fyrir utan kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hélt svo inn þegar sunnudagsmessa stóð þar yfir. Lögregla í Texas hefur staðfest að fórnarlömbin hafi verið á aldrinum fimm til 72 ára og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt að fjölmennar fjölskyldur, ömmur og afar, mæður og feður og lítil börn hafi verið saman komin í kirkjunni þegar árásin var gerð.Þrjú barna Crystal létu lífiðAP hefur eftir Nick Uhrig að Crystal Holcombe og tengdaforeldrar hennar, Karla Holcombe og Bryan Holcombe, hafi öll verið drepin í árásinni. Uhrig er tengdur Holcombe fjölskylduböndum. Crystal var móðir fimm barna og létu þrjú barnanna lífið í gær. Hin börnin tvö særðust í árásinni, meðal annars þriggja ára drengur. Crystal var barnshafandi og gengin um átta mánuði á leið.Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Texas „Hún drakk ekki einu sinni, reykti ekki,“ segir Uhrig um Crystal. „Hún sá bara um börnin, ræktaði geitur og bjó til heimalagaðan ost. Hún var þannig, þú skilur. Þau fara ekki út að dansa eða neitt þannig. Þau eru mjög gamaldags, jarðbundin,“ sagði Uhrig. Uhlig segist sjálfur ekki hafa mætt í messuna í gær þar sem hann hafi verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Hann segir að Bryan Holcombe, tengdafaðir Crystal, hafi reglulega spilað á úkúlele og sungið fyrir fanga í nálægu fangelsi.Dóttir prestsins drepin Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að dóttir prests safnaðarins, hin fjórtán ára Annabelle Pomeroy, hafi einnig látið lífið í árásinni. Presturinn Frank Pomeroy og eiginkona hans, Sherri, voru ekki stödd í bænum þegar árásin var gerð. Presturinn lýsir dóttur sinni sem „mjög fallegu og sérstöku barni“ í samtali við ABC. „Við misstum fjórtán ára gamla dóttur okkar og marga vini,“ segir Sherri Pomeroy í samtali við AP. Tengdar fréttir Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. Í hópi látinna var Crystal Holcombe, ólétt fimm barna móðir, þrjú börn hennar og tengdaforeldrar. Kelley hóf skothríð fyrir utan kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hélt svo inn þegar sunnudagsmessa stóð þar yfir. Lögregla í Texas hefur staðfest að fórnarlömbin hafi verið á aldrinum fimm til 72 ára og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt að fjölmennar fjölskyldur, ömmur og afar, mæður og feður og lítil börn hafi verið saman komin í kirkjunni þegar árásin var gerð.Þrjú barna Crystal létu lífiðAP hefur eftir Nick Uhrig að Crystal Holcombe og tengdaforeldrar hennar, Karla Holcombe og Bryan Holcombe, hafi öll verið drepin í árásinni. Uhrig er tengdur Holcombe fjölskylduböndum. Crystal var móðir fimm barna og létu þrjú barnanna lífið í gær. Hin börnin tvö særðust í árásinni, meðal annars þriggja ára drengur. Crystal var barnshafandi og gengin um átta mánuði á leið.Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Texas „Hún drakk ekki einu sinni, reykti ekki,“ segir Uhrig um Crystal. „Hún sá bara um börnin, ræktaði geitur og bjó til heimalagaðan ost. Hún var þannig, þú skilur. Þau fara ekki út að dansa eða neitt þannig. Þau eru mjög gamaldags, jarðbundin,“ sagði Uhrig. Uhlig segist sjálfur ekki hafa mætt í messuna í gær þar sem hann hafi verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Hann segir að Bryan Holcombe, tengdafaðir Crystal, hafi reglulega spilað á úkúlele og sungið fyrir fanga í nálægu fangelsi.Dóttir prestsins drepin Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að dóttir prests safnaðarins, hin fjórtán ára Annabelle Pomeroy, hafi einnig látið lífið í árásinni. Presturinn Frank Pomeroy og eiginkona hans, Sherri, voru ekki stödd í bænum þegar árásin var gerð. Presturinn lýsir dóttur sinni sem „mjög fallegu og sérstöku barni“ í samtali við ABC. „Við misstum fjórtán ára gamla dóttur okkar og marga vini,“ segir Sherri Pomeroy í samtali við AP.
Tengdar fréttir Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15
Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41