Erlent

Kelley hafði rifist við tengdamóður sína

Samúel Karl Ólason skrifar
Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, hafði rifist við tengdamóður sína skömmu fyrir árásina.
Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, hafði rifist við tengdamóður sína skömmu fyrir árásina. Vísir/AFP
Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, hafði rifist við tengdamóður sína skömmu fyrir árásina. Hann var einnig vopnaður þremur byssum þegar hann réðst til atlögu, þrátt fyrir að hann hefði ekki verið með leyfi til að eiga vopn.

Yfirvöld telja að hann hafi svipt sig lífi í bíl sínum eftir að hann keyrði útaf. Kelley flúði af vettvangi árásarinnar þegar almennur borgari skaut að honum. Borgarinn og annar maður eltu hann svo á bíl.

Samkvæmt frétt BBC mun Kelley hafa hringt í föður sinn eftir að hann keyrði út af og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.

Starfsmaður Almannavarna Texas sagði blaðamönnum í dag að hann deilur hefðu staðið yfir innan fjölskyldu Kelley. Vitað er að tengdamóðir hans, sem Kelley hafði nýverið rifst við sótti kirkjuna sem hann réðst á reglulega.


Tengdar fréttir

Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur

Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær.

Þetta vitum við um árásina í Texas

26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×