Carroll bar vitni fyrir enskum dómstólum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 18:00 Andy Carroll Vísir/Getty Enski framherjinn Andy Carroll bar vitni fyrir dómstóla í Englandi í dag í máli gegn þeim sem sagður er reynt hafa að ræna hann í nóvember á síðasta ári.Carroll var á leið heim af æfingu með félagsliði sínu West Ham þegar honum var ógnað af tveimur mönnum á mótorhjólum og var annar þeirra vopnaður skotvopni. Sjá einnig: Byssu beint að Andy Carroll Hinn 22 ára Jack O'Brien er sakaður um að hafa reynt að ræna úri Carroll, sem metið er á 22 þúsund pund, eða tæpar þrjár milljónir íslenskra króna. O'Brien neitar sök í málinu. Carroll sagðist hafa verið í kyrrstöðu á umferðarljósum þegar maður á mótorhjóli kemur upp að honum og hælir úri hans. Carroll þakkaði fyrir sig og horfði á manninn í um 10 sekúndur, samkvæmt vitnisburði Carroll, þar sem hann hélt hann þekkti ökumanninn og sá ætlaði að tala við sig. Þegar hann svo ætlaði að aka af stað á maðurinn að hafa sagt „gefðu mér úrið þitt,“ samkvæmt vitnisburðinum. Framherjinn sagðist fyrst hafa haldið að þetta væri vinur hans að hrekkja sig, en þegar hann áttaði sig á stöðunni brunaði hann í burtu og keyrði inn á öfugan vegarhelming og rakst þar utan í nokkra aðra bíla. Spiluð var upptaka af símtali Carroll við neyðarlínuna í réttarsalnum. „Það eru tvö mótorhjól, annað fyrir aftan mig og ökumaðurinn er með byssu, ég veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Carroll á upptökunni og bætti svo við að hann væri atvinnumaður í fótbolta og spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Bílflauta heyrðist á upptökunni áður en Carroll blótar í símann og segir: „Ég klessti á helling af bílum, ég veit ekki hvað ég á að gera.“Carroll komst að lokum aftur á æfingasvæði West Ham, en mennirnir á mótorhjólunum veittu honum eftirför. Lífsýni úr O'Brien fundust á jakka og hjálmi sem tengd hafa verið við atvikið. Verjandi O'Brien, Michael Edmonds, sagði sakborninginn hafa notað mótorhjólið, hjálminn og jakkann áður við glæpsamleg athæfi, en hann hafi ekki verið viðriðinn þetta atvik. Réttarhöld í málinu halda enn áfram og er búist við að málsmeðferð taki þrjá daga. Daily Mail greinir frá réttarhöldunum í dag. Enski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Enski framherjinn Andy Carroll bar vitni fyrir dómstóla í Englandi í dag í máli gegn þeim sem sagður er reynt hafa að ræna hann í nóvember á síðasta ári.Carroll var á leið heim af æfingu með félagsliði sínu West Ham þegar honum var ógnað af tveimur mönnum á mótorhjólum og var annar þeirra vopnaður skotvopni. Sjá einnig: Byssu beint að Andy Carroll Hinn 22 ára Jack O'Brien er sakaður um að hafa reynt að ræna úri Carroll, sem metið er á 22 þúsund pund, eða tæpar þrjár milljónir íslenskra króna. O'Brien neitar sök í málinu. Carroll sagðist hafa verið í kyrrstöðu á umferðarljósum þegar maður á mótorhjóli kemur upp að honum og hælir úri hans. Carroll þakkaði fyrir sig og horfði á manninn í um 10 sekúndur, samkvæmt vitnisburði Carroll, þar sem hann hélt hann þekkti ökumanninn og sá ætlaði að tala við sig. Þegar hann svo ætlaði að aka af stað á maðurinn að hafa sagt „gefðu mér úrið þitt,“ samkvæmt vitnisburðinum. Framherjinn sagðist fyrst hafa haldið að þetta væri vinur hans að hrekkja sig, en þegar hann áttaði sig á stöðunni brunaði hann í burtu og keyrði inn á öfugan vegarhelming og rakst þar utan í nokkra aðra bíla. Spiluð var upptaka af símtali Carroll við neyðarlínuna í réttarsalnum. „Það eru tvö mótorhjól, annað fyrir aftan mig og ökumaðurinn er með byssu, ég veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Carroll á upptökunni og bætti svo við að hann væri atvinnumaður í fótbolta og spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Bílflauta heyrðist á upptökunni áður en Carroll blótar í símann og segir: „Ég klessti á helling af bílum, ég veit ekki hvað ég á að gera.“Carroll komst að lokum aftur á æfingasvæði West Ham, en mennirnir á mótorhjólunum veittu honum eftirför. Lífsýni úr O'Brien fundust á jakka og hjálmi sem tengd hafa verið við atvikið. Verjandi O'Brien, Michael Edmonds, sagði sakborninginn hafa notað mótorhjólið, hjálminn og jakkann áður við glæpsamleg athæfi, en hann hafi ekki verið viðriðinn þetta atvik. Réttarhöld í málinu halda enn áfram og er búist við að málsmeðferð taki þrjá daga. Daily Mail greinir frá réttarhöldunum í dag.
Enski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira