Carroll bar vitni fyrir enskum dómstólum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 18:00 Andy Carroll Vísir/Getty Enski framherjinn Andy Carroll bar vitni fyrir dómstóla í Englandi í dag í máli gegn þeim sem sagður er reynt hafa að ræna hann í nóvember á síðasta ári.Carroll var á leið heim af æfingu með félagsliði sínu West Ham þegar honum var ógnað af tveimur mönnum á mótorhjólum og var annar þeirra vopnaður skotvopni. Sjá einnig: Byssu beint að Andy Carroll Hinn 22 ára Jack O'Brien er sakaður um að hafa reynt að ræna úri Carroll, sem metið er á 22 þúsund pund, eða tæpar þrjár milljónir íslenskra króna. O'Brien neitar sök í málinu. Carroll sagðist hafa verið í kyrrstöðu á umferðarljósum þegar maður á mótorhjóli kemur upp að honum og hælir úri hans. Carroll þakkaði fyrir sig og horfði á manninn í um 10 sekúndur, samkvæmt vitnisburði Carroll, þar sem hann hélt hann þekkti ökumanninn og sá ætlaði að tala við sig. Þegar hann svo ætlaði að aka af stað á maðurinn að hafa sagt „gefðu mér úrið þitt,“ samkvæmt vitnisburðinum. Framherjinn sagðist fyrst hafa haldið að þetta væri vinur hans að hrekkja sig, en þegar hann áttaði sig á stöðunni brunaði hann í burtu og keyrði inn á öfugan vegarhelming og rakst þar utan í nokkra aðra bíla. Spiluð var upptaka af símtali Carroll við neyðarlínuna í réttarsalnum. „Það eru tvö mótorhjól, annað fyrir aftan mig og ökumaðurinn er með byssu, ég veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Carroll á upptökunni og bætti svo við að hann væri atvinnumaður í fótbolta og spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Bílflauta heyrðist á upptökunni áður en Carroll blótar í símann og segir: „Ég klessti á helling af bílum, ég veit ekki hvað ég á að gera.“Carroll komst að lokum aftur á æfingasvæði West Ham, en mennirnir á mótorhjólunum veittu honum eftirför. Lífsýni úr O'Brien fundust á jakka og hjálmi sem tengd hafa verið við atvikið. Verjandi O'Brien, Michael Edmonds, sagði sakborninginn hafa notað mótorhjólið, hjálminn og jakkann áður við glæpsamleg athæfi, en hann hafi ekki verið viðriðinn þetta atvik. Réttarhöld í málinu halda enn áfram og er búist við að málsmeðferð taki þrjá daga. Daily Mail greinir frá réttarhöldunum í dag. Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Enski framherjinn Andy Carroll bar vitni fyrir dómstóla í Englandi í dag í máli gegn þeim sem sagður er reynt hafa að ræna hann í nóvember á síðasta ári.Carroll var á leið heim af æfingu með félagsliði sínu West Ham þegar honum var ógnað af tveimur mönnum á mótorhjólum og var annar þeirra vopnaður skotvopni. Sjá einnig: Byssu beint að Andy Carroll Hinn 22 ára Jack O'Brien er sakaður um að hafa reynt að ræna úri Carroll, sem metið er á 22 þúsund pund, eða tæpar þrjár milljónir íslenskra króna. O'Brien neitar sök í málinu. Carroll sagðist hafa verið í kyrrstöðu á umferðarljósum þegar maður á mótorhjóli kemur upp að honum og hælir úri hans. Carroll þakkaði fyrir sig og horfði á manninn í um 10 sekúndur, samkvæmt vitnisburði Carroll, þar sem hann hélt hann þekkti ökumanninn og sá ætlaði að tala við sig. Þegar hann svo ætlaði að aka af stað á maðurinn að hafa sagt „gefðu mér úrið þitt,“ samkvæmt vitnisburðinum. Framherjinn sagðist fyrst hafa haldið að þetta væri vinur hans að hrekkja sig, en þegar hann áttaði sig á stöðunni brunaði hann í burtu og keyrði inn á öfugan vegarhelming og rakst þar utan í nokkra aðra bíla. Spiluð var upptaka af símtali Carroll við neyðarlínuna í réttarsalnum. „Það eru tvö mótorhjól, annað fyrir aftan mig og ökumaðurinn er með byssu, ég veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Carroll á upptökunni og bætti svo við að hann væri atvinnumaður í fótbolta og spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Bílflauta heyrðist á upptökunni áður en Carroll blótar í símann og segir: „Ég klessti á helling af bílum, ég veit ekki hvað ég á að gera.“Carroll komst að lokum aftur á æfingasvæði West Ham, en mennirnir á mótorhjólunum veittu honum eftirför. Lífsýni úr O'Brien fundust á jakka og hjálmi sem tengd hafa verið við atvikið. Verjandi O'Brien, Michael Edmonds, sagði sakborninginn hafa notað mótorhjólið, hjálminn og jakkann áður við glæpsamleg athæfi, en hann hafi ekki verið viðriðinn þetta atvik. Réttarhöld í málinu halda enn áfram og er búist við að málsmeðferð taki þrjá daga. Daily Mail greinir frá réttarhöldunum í dag.
Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira