Stuðningsmenn Arsenal ættu að þekkja vel til hans þar sem hann kom upp í gegnum knattspyrnuakademíu félagsins eftir að hafa komið til Arsenal frá Stuttgart sextán ára gamall
Hin 21 árs gamli Gnabry skrifar undir þriggja ára samning við Bayern en hann hafði áður tilkynnt að hann ætlaði að nýta sér klásúlu í samningi sínum við Werder Bremen og yfirgefa félagið eftir aðeins eitt tímabil.
„Það er mikill heiður fyrir mig að verða leikmaður hjá FC Bayern. Þetta verður mjög spennandi tími og ég hlakka mikið til,“ sagði Serge Gnabry í viðtali við heimasíðu Bayern.
Welcome to #FCBayern, @SergeGnabry! #MiaSanMiapic.twitter.com/s6XbPq9q7B
— FC Bayern English (@FCBayernEN) June 11, 2017
Serge Gnabry fór því frá Arsenal síðasta haust og samdi við Werder Bremen. Hann skorað ellefu mörk í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.
Gnabry varð markakóngur knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016 þar sem Þjóðverjar fengu silfur og skoraði þrennu í fyrsta leik sínum með þýska A-landsliðinu.
„Við erum mjög ánægðir með að enn einn ungu þýskur landsliðsmaður sé á leiðinni til FC Bayern. Hann hefur bætt sig mikið hjá Bremen,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern í viðtali við heimasíðu félagsins.