Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 16:26 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, lætur sér fátt um finnast þó erlendir þjóðarleiðtogar finni að blóðugu stríði hans gegn fíkniefnasölum. Vísir/EPA Lík hundruð fíkniefnasala sem lögreglumenn hafa skotið til bana í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn þeim hafa marvisst verið flutt á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökur á meintum glæpamönnum. Reuters-fréttastofan fullyrðir að rannsókn blaðamanna hennar leiði þetta í ljós. Rannsóknin byggist á greiningu á glæpatölfræði frá fyrstu átta mánuðum fíkniefnastríðs Duterte frá tveimur lögregluumdæmum af fimm í Manila, höfuðborg Filippseyja, og viðtölum við lækna, lögreglumenn og fjölskyldur fórnarlamba. Þannig fluttu lögreglumenn í umdæmunum tveimur 301 grunaðan glæpamann á sjúkrahús. Allir nema tveir voru látnir við komuna á sjúkrahús. Reuters hefur áður greint frá því að 97% þeirra grunuðu glæpamanna sem lögreglumenn skjóta látist. Reuters hefur eftir lögregluforingja sem kemur ekki fram undir nafni að lögreglumenn reiði sig á að læknar á bráðamóttökum séu of uppteknir til að velta fyrir sér hvers vegna þeir sem eru fluttir þangað voru skotnir. Þeir skrái þá aðeins sem látna við komu. Fjórir læknar bera vitni um að mörg fórnarlömbin sem þeir hafa fengið til sín hafi borið merki um að hafa verið skotin í höfuðið eða hjartað af stuttu færi. Það stangast á við frásagnir lögreglu af því að glæpamenn falli í óreiðukenndum skotbardögum.Mun fleiri látast þegar lögreglan hleypir afÁður en fíkniefnastríðið hófst létust um 10% af þeim sem lögreglan skaut um mitt ár í fyrra. Í janúar var hlutfall þeirra sem voru skotnir til bana komið upp í 85%. Duterte hefur látið drepa þúsundir manna frá því að hann tók við embætti forseta 30. júní í fyrra. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Svaraði hann þeirri gagnrýni meðal annars með því að kalla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „hóruson“ í fyrra. Donald Trump, arftaki Obama, hefur aftur á móti lofað Duterte og óskað honum til hamingju með „árangurinn“ í baráttu hans gegn glæpum. Tengdar fréttir Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24 Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10 Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Lík hundruð fíkniefnasala sem lögreglumenn hafa skotið til bana í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn þeim hafa marvisst verið flutt á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökur á meintum glæpamönnum. Reuters-fréttastofan fullyrðir að rannsókn blaðamanna hennar leiði þetta í ljós. Rannsóknin byggist á greiningu á glæpatölfræði frá fyrstu átta mánuðum fíkniefnastríðs Duterte frá tveimur lögregluumdæmum af fimm í Manila, höfuðborg Filippseyja, og viðtölum við lækna, lögreglumenn og fjölskyldur fórnarlamba. Þannig fluttu lögreglumenn í umdæmunum tveimur 301 grunaðan glæpamann á sjúkrahús. Allir nema tveir voru látnir við komuna á sjúkrahús. Reuters hefur áður greint frá því að 97% þeirra grunuðu glæpamanna sem lögreglumenn skjóta látist. Reuters hefur eftir lögregluforingja sem kemur ekki fram undir nafni að lögreglumenn reiði sig á að læknar á bráðamóttökum séu of uppteknir til að velta fyrir sér hvers vegna þeir sem eru fluttir þangað voru skotnir. Þeir skrái þá aðeins sem látna við komu. Fjórir læknar bera vitni um að mörg fórnarlömbin sem þeir hafa fengið til sín hafi borið merki um að hafa verið skotin í höfuðið eða hjartað af stuttu færi. Það stangast á við frásagnir lögreglu af því að glæpamenn falli í óreiðukenndum skotbardögum.Mun fleiri látast þegar lögreglan hleypir afÁður en fíkniefnastríðið hófst létust um 10% af þeim sem lögreglan skaut um mitt ár í fyrra. Í janúar var hlutfall þeirra sem voru skotnir til bana komið upp í 85%. Duterte hefur látið drepa þúsundir manna frá því að hann tók við embætti forseta 30. júní í fyrra. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Svaraði hann þeirri gagnrýni meðal annars með því að kalla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „hóruson“ í fyrra. Donald Trump, arftaki Obama, hefur aftur á móti lofað Duterte og óskað honum til hamingju með „árangurinn“ í baráttu hans gegn glæpum.
Tengdar fréttir Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24 Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10 Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24
Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29
Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00
Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10
Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32