Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 15:18 Manafort hefur lýst yfir sakleysi sínu. Vísir/AFP Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rift samkomulagi við Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Donalds Trump, um að hann fái lausn gegn tryggingu á meðan hann bíður réttarhalda. Ástæðan er sú að Manafort hafi tekið þátt í að skrifa leiðara með rússneskum samstarfsmanni með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna á laun. Manafort var ákærður fyrir samsæri um peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem útsendara ríkisstjórnar Úkraínu auk fleiri brota af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í lok október. Hann gerði samkomulag við saksóknara í síðustu viku um að hann yrði látinn laus úr stofufangelsi gegn tryggingu. Nú hafa saksóknararnir hins vegar dregið stuðning sinn við samkomulagið til baka og fullyrða að rússneskur samstarfsmaður Manafort sé talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hvetja þeir dómarann í málinu til að hafna samkomulaginu.Brýtur gegn dómsúrskurði um að hafa ekki áhrif á kviðdómendurMeð því að taka þátt í að skrifa leiðara á ensku með manninum þar sem haldið var uppi vörnum fyrir störf Manafort fyrir stjórnmálaflokk hliðhollan Rússlandi í Úkraínu telja saksóknararnir að Manafort hafi brotið gegn dómsúrskurði sem bannar málsaðilum að tjá sig um málið opinberlega á hátt sem gæti haft áhrif á kviðdómendur.Reuters-fréttastofan segir að leiðarinn hafi aldrei birst vegna þess að saksóknararnir hafi varað lögmenn Manafort við því. Manafort hafi unnið að leiðaranum á bak við tjöldin svo seint sem 30. nóvember.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti sem saksóknarar haldi því fram að starfsmaður forsetaframboðs Trump hafi haft bein samskipti við einstakling sem tengist rússnesku leyniþjónustunni. Manafort var kosningarstjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Í ákæru Mueller er Manafort meðal annars gefið að sök að hafa stungið fé undan skatti sem hann fékk fyrir störf sín sem erindreki erlendra ríkja. Bæði Manafort og Rick Gates, samstarfsmaður hans til margra ára sem einnig var ákærður, lýstu sig saklausa þegar ákærurnar gegn þeim voru teknar fyrir í haust. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rift samkomulagi við Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Donalds Trump, um að hann fái lausn gegn tryggingu á meðan hann bíður réttarhalda. Ástæðan er sú að Manafort hafi tekið þátt í að skrifa leiðara með rússneskum samstarfsmanni með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna á laun. Manafort var ákærður fyrir samsæri um peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem útsendara ríkisstjórnar Úkraínu auk fleiri brota af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í lok október. Hann gerði samkomulag við saksóknara í síðustu viku um að hann yrði látinn laus úr stofufangelsi gegn tryggingu. Nú hafa saksóknararnir hins vegar dregið stuðning sinn við samkomulagið til baka og fullyrða að rússneskur samstarfsmaður Manafort sé talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hvetja þeir dómarann í málinu til að hafna samkomulaginu.Brýtur gegn dómsúrskurði um að hafa ekki áhrif á kviðdómendurMeð því að taka þátt í að skrifa leiðara á ensku með manninum þar sem haldið var uppi vörnum fyrir störf Manafort fyrir stjórnmálaflokk hliðhollan Rússlandi í Úkraínu telja saksóknararnir að Manafort hafi brotið gegn dómsúrskurði sem bannar málsaðilum að tjá sig um málið opinberlega á hátt sem gæti haft áhrif á kviðdómendur.Reuters-fréttastofan segir að leiðarinn hafi aldrei birst vegna þess að saksóknararnir hafi varað lögmenn Manafort við því. Manafort hafi unnið að leiðaranum á bak við tjöldin svo seint sem 30. nóvember.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti sem saksóknarar haldi því fram að starfsmaður forsetaframboðs Trump hafi haft bein samskipti við einstakling sem tengist rússnesku leyniþjónustunni. Manafort var kosningarstjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Í ákæru Mueller er Manafort meðal annars gefið að sök að hafa stungið fé undan skatti sem hann fékk fyrir störf sín sem erindreki erlendra ríkja. Bæði Manafort og Rick Gates, samstarfsmaður hans til margra ára sem einnig var ákærður, lýstu sig saklausa þegar ákærurnar gegn þeim voru teknar fyrir í haust.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26