Erlent

Manafort segist saklaus af öllum ákærunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Manofort huldi andlitt sitt er hann gaf sig fram við FBI.
Manofort huldi andlitt sitt er hann gaf sig fram við FBI. Vísir/EPA
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washington í dag. New York Times greinir frá.

Manafort og Rick Gates gáfu sig frammi fyrir FBI, Bandarísku alríkislögreglunni fyrr í dag og fóru fyrir alríkisrétt í Washington skömmu síður. Þar lýstu þeir sig báðir saklausa af öllum ákærum.

Er sá fyrrnefndi sakaður um að hafa þvegið meira en átján milljónir dollara til kaupa fasteignir og þjónustu. Gates er sakaður um að flytja þrjár milljónir dollara af aflandsreikningum en saman eru þeir ákærðir fyrir að gefa falska skýrslu.

Ákærurnar eru afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump.

Manafort var kosningastjóri Trump til ágúst 2016. Hann hætti eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum.

Ahygli vekur að í ákærunum er ekki einu orði minnst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna eða neins konar afskipti af kosningum. Fréttaskýrendur ytra telja líklegt að ástæðan fyrir því að Mueller beini spjótum sínum að Manafort nú í upphafi sé að sérstaki rannsakandinn sé að reyna að fá fyrrverandi kosningastjóra Trump til að snúast gegn forsetanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×