Hafa gefið upp alla von um að finna áhöfn kafbátsins á lífi Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 23:30 Á myndinni má sjá kafbátinn ARA San Juan sem leitað hefur verið að. Vísir/EPA Argentínski sjóherinn hefur gefið upp alla von um að geta bjargað áhöfn kafbátsins sem hvarf fyrir tveimur vikum. „Þrátt fyrir mikla viðleitni hefur ekki verið mögulegt að staðsetja kafbátinn,“ hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir talsmanni argentínska sjóhersins, Enrique Balbi. Síðast spurðist til kafbátsins ARA San Juan miðvikudaginn 15. nóvember. Þá tilkynnti áhöfn hans um rafmagnsbilun í hefðbundnum leiðangri nærri syðsta odda Suður-Ameríku. Áhöfninni var skipað að stefna strax á flotastöðina í Mar del Plata. Þangað skilaði kafbáturinn sér hins vegar aldrei. Vonir um að finna einhverja á lífi úr áhöfninni dvínuðu þegar fregnir bárust af sprengingu skömmu áður en kafbáturinn hvarf. Balbi sagði við fjölmiðlamenn í dag að í raun hefði sjóherinn haldið í vonina um að finna einhvern á lífi mun lengur en venju sætir. Leit að kafbátnum á sjávarbotni stendur þó enn yfir. Þegar Balbi ræddi við fjölmiðlamenn síðastliðinn þriðjudag sagði hann vatn hafa komist í loftpípu kafbátsins, en notast er við slíkar pípur til að taka loft inn í kafbáta þegar þeir eru á kafi. Það varð til þess að sjór lak á geymistrog í stefni bátsins sem olli skammhlaupi. Tengdar fréttir Segja kafbátinn hafa staðist allar öryggisprófanir Argentínski sjóherinn vísar því á bug að 34 ára gamli kafbáturinn ARA San Juan sem hvarf 15. nóvember hafi verið í slæmu ástandi. 26. nóvember 2017 10:51 Heita því að komast að því hvað varð um argentínska kafbátinn Níu dagar eru nú liðnir frá því að síðast spurðist til argentínska kafbátsins ARA San Juan með 44 manna áhöfn. 24. nóvember 2017 20:27 Námu hugsanlega boð úr neyðarsendi týnda kafbátsins Víðtæk leit hefur staðið yfir af argentískum kafbát og 44 manna áhöfn síðan á miðvikudag. 19. nóvember 2017 09:00 Tilkynntu vélarbilun í síðustu skilaboðum sínum Skilaboð sem greindust á laugardaginn komu ekki frá kafbáti sem leitað er að undan ströndum Argentínu. 20. nóvember 2017 15:04 Sprenging heyrðist skömmu eftir að kafbáturinn hvarf Kafbáturinn ARA San Juan, hvarf undan ströndum Argentínu á miðvikudaginn en 44 eru í áhöfn bátsins. 23. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Argentínski sjóherinn hefur gefið upp alla von um að geta bjargað áhöfn kafbátsins sem hvarf fyrir tveimur vikum. „Þrátt fyrir mikla viðleitni hefur ekki verið mögulegt að staðsetja kafbátinn,“ hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir talsmanni argentínska sjóhersins, Enrique Balbi. Síðast spurðist til kafbátsins ARA San Juan miðvikudaginn 15. nóvember. Þá tilkynnti áhöfn hans um rafmagnsbilun í hefðbundnum leiðangri nærri syðsta odda Suður-Ameríku. Áhöfninni var skipað að stefna strax á flotastöðina í Mar del Plata. Þangað skilaði kafbáturinn sér hins vegar aldrei. Vonir um að finna einhverja á lífi úr áhöfninni dvínuðu þegar fregnir bárust af sprengingu skömmu áður en kafbáturinn hvarf. Balbi sagði við fjölmiðlamenn í dag að í raun hefði sjóherinn haldið í vonina um að finna einhvern á lífi mun lengur en venju sætir. Leit að kafbátnum á sjávarbotni stendur þó enn yfir. Þegar Balbi ræddi við fjölmiðlamenn síðastliðinn þriðjudag sagði hann vatn hafa komist í loftpípu kafbátsins, en notast er við slíkar pípur til að taka loft inn í kafbáta þegar þeir eru á kafi. Það varð til þess að sjór lak á geymistrog í stefni bátsins sem olli skammhlaupi.
Tengdar fréttir Segja kafbátinn hafa staðist allar öryggisprófanir Argentínski sjóherinn vísar því á bug að 34 ára gamli kafbáturinn ARA San Juan sem hvarf 15. nóvember hafi verið í slæmu ástandi. 26. nóvember 2017 10:51 Heita því að komast að því hvað varð um argentínska kafbátinn Níu dagar eru nú liðnir frá því að síðast spurðist til argentínska kafbátsins ARA San Juan með 44 manna áhöfn. 24. nóvember 2017 20:27 Námu hugsanlega boð úr neyðarsendi týnda kafbátsins Víðtæk leit hefur staðið yfir af argentískum kafbát og 44 manna áhöfn síðan á miðvikudag. 19. nóvember 2017 09:00 Tilkynntu vélarbilun í síðustu skilaboðum sínum Skilaboð sem greindust á laugardaginn komu ekki frá kafbáti sem leitað er að undan ströndum Argentínu. 20. nóvember 2017 15:04 Sprenging heyrðist skömmu eftir að kafbáturinn hvarf Kafbáturinn ARA San Juan, hvarf undan ströndum Argentínu á miðvikudaginn en 44 eru í áhöfn bátsins. 23. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Segja kafbátinn hafa staðist allar öryggisprófanir Argentínski sjóherinn vísar því á bug að 34 ára gamli kafbáturinn ARA San Juan sem hvarf 15. nóvember hafi verið í slæmu ástandi. 26. nóvember 2017 10:51
Heita því að komast að því hvað varð um argentínska kafbátinn Níu dagar eru nú liðnir frá því að síðast spurðist til argentínska kafbátsins ARA San Juan með 44 manna áhöfn. 24. nóvember 2017 20:27
Námu hugsanlega boð úr neyðarsendi týnda kafbátsins Víðtæk leit hefur staðið yfir af argentískum kafbát og 44 manna áhöfn síðan á miðvikudag. 19. nóvember 2017 09:00
Tilkynntu vélarbilun í síðustu skilaboðum sínum Skilaboð sem greindust á laugardaginn komu ekki frá kafbáti sem leitað er að undan ströndum Argentínu. 20. nóvember 2017 15:04
Sprenging heyrðist skömmu eftir að kafbáturinn hvarf Kafbáturinn ARA San Juan, hvarf undan ströndum Argentínu á miðvikudaginn en 44 eru í áhöfn bátsins. 23. nóvember 2017 14:30