Heita því að komast að því hvað varð um argentínska kafbátinn Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2017 20:27 Leit stendur enn yfir að kafbátnum í sunnanverðu Atlantshafi en hún hefur engan árangur borið fram að þessu. Vísir/AFP Forseti Argentínu hefur lofað rannsókn á afdrifum kafbáts sem hvarf fyrir níu dögum og að komist verði að því sanna um afdrif hans. Fjörutíu og fjórir sjóliðar voru um borð í kafbátnum en fjöldi þjóða hefur lagt argentínskum yfirvöldum lið við leitina að honum. Ekkert hefur spurst til kafbátsins ARA San Juan frá 15. nóvember. Þá tilkynnti áhöfn hans um rafmagnsbilun í hefðbundnum leiðangri nærri syðsta odda Suður-Ameríku. Áhöfninni var skipað að stefna strax á flotastöðina í Mar del Plata. Þangað skilaði kafbáturinn sér hins vegar aldrei. Síðan þá hefur leit staðið yfir að kafbátnum og hafa fleiri en tólf ríki aðstoðað við hana, þar á meðal bandaríski sjóherinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vonir um að áhöfnin finnist á lífi dvínuðu hins vegar eftir að vísbendingar komur fram um sprengingu nærri síðustu þekktu staðsetningu kafbátsins. „Þetta krefst alvarlegrar, djúprar rannsóknar sem leiðir í ljós staðreyndir um hvers vegna við eru að upplifa þetta og hvað gerðist. Markmið mitt er sannleikurinn,“ segir Mauricio Macri, forseti Argentínu, sem hefur hvatt landa sína til að leita ekki að sökudólgum þar sem staðreyndir málsins liggja fyrir. Kafbáturinn er 34 ára gamall en Macri fullyrðir að hann hafi nýlega verið gerður upp og að hann hafi verið í „fullkomu ástandi“. Aðstandendur áhafnarinnar telja sig hins vegar illa svikna. Yfirvöld hafi leitt þá á asnaeyrunum. „Þeir hafa leikið sér með okkur! Þeir lugu að okkur!“ segir Itatí Leguizamón, eiginkona eins sjóliðans sem var um borð í bátnum. Tengdar fréttir Rússar aðstoða við leitina Rússar hafa nú slegist í hóp þeirra ríkja sem aðstoða Argentíumenn við að finna kafbátinn sem týndist undan ströndum landsins fyrir viku. 23. nóvember 2017 07:20 Námu hugsanlega boð úr neyðarsendi týnda kafbátsins Víðtæk leit hefur staðið yfir af argentískum kafbát og 44 manna áhöfn síðan á miðvikudag. 19. nóvember 2017 09:00 Tilkynntu vélarbilun í síðustu skilaboðum sínum Skilaboð sem greindust á laugardaginn komu ekki frá kafbáti sem leitað er að undan ströndum Argentínu. 20. nóvember 2017 15:04 Sprenging heyrðist skömmu eftir að kafbáturinn hvarf Kafbáturinn ARA San Juan, hvarf undan ströndum Argentínu á miðvikudaginn en 44 eru í áhöfn bátsins. 23. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Forseti Argentínu hefur lofað rannsókn á afdrifum kafbáts sem hvarf fyrir níu dögum og að komist verði að því sanna um afdrif hans. Fjörutíu og fjórir sjóliðar voru um borð í kafbátnum en fjöldi þjóða hefur lagt argentínskum yfirvöldum lið við leitina að honum. Ekkert hefur spurst til kafbátsins ARA San Juan frá 15. nóvember. Þá tilkynnti áhöfn hans um rafmagnsbilun í hefðbundnum leiðangri nærri syðsta odda Suður-Ameríku. Áhöfninni var skipað að stefna strax á flotastöðina í Mar del Plata. Þangað skilaði kafbáturinn sér hins vegar aldrei. Síðan þá hefur leit staðið yfir að kafbátnum og hafa fleiri en tólf ríki aðstoðað við hana, þar á meðal bandaríski sjóherinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vonir um að áhöfnin finnist á lífi dvínuðu hins vegar eftir að vísbendingar komur fram um sprengingu nærri síðustu þekktu staðsetningu kafbátsins. „Þetta krefst alvarlegrar, djúprar rannsóknar sem leiðir í ljós staðreyndir um hvers vegna við eru að upplifa þetta og hvað gerðist. Markmið mitt er sannleikurinn,“ segir Mauricio Macri, forseti Argentínu, sem hefur hvatt landa sína til að leita ekki að sökudólgum þar sem staðreyndir málsins liggja fyrir. Kafbáturinn er 34 ára gamall en Macri fullyrðir að hann hafi nýlega verið gerður upp og að hann hafi verið í „fullkomu ástandi“. Aðstandendur áhafnarinnar telja sig hins vegar illa svikna. Yfirvöld hafi leitt þá á asnaeyrunum. „Þeir hafa leikið sér með okkur! Þeir lugu að okkur!“ segir Itatí Leguizamón, eiginkona eins sjóliðans sem var um borð í bátnum.
Tengdar fréttir Rússar aðstoða við leitina Rússar hafa nú slegist í hóp þeirra ríkja sem aðstoða Argentíumenn við að finna kafbátinn sem týndist undan ströndum landsins fyrir viku. 23. nóvember 2017 07:20 Námu hugsanlega boð úr neyðarsendi týnda kafbátsins Víðtæk leit hefur staðið yfir af argentískum kafbát og 44 manna áhöfn síðan á miðvikudag. 19. nóvember 2017 09:00 Tilkynntu vélarbilun í síðustu skilaboðum sínum Skilaboð sem greindust á laugardaginn komu ekki frá kafbáti sem leitað er að undan ströndum Argentínu. 20. nóvember 2017 15:04 Sprenging heyrðist skömmu eftir að kafbáturinn hvarf Kafbáturinn ARA San Juan, hvarf undan ströndum Argentínu á miðvikudaginn en 44 eru í áhöfn bátsins. 23. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Rússar aðstoða við leitina Rússar hafa nú slegist í hóp þeirra ríkja sem aðstoða Argentíumenn við að finna kafbátinn sem týndist undan ströndum landsins fyrir viku. 23. nóvember 2017 07:20
Námu hugsanlega boð úr neyðarsendi týnda kafbátsins Víðtæk leit hefur staðið yfir af argentískum kafbát og 44 manna áhöfn síðan á miðvikudag. 19. nóvember 2017 09:00
Tilkynntu vélarbilun í síðustu skilaboðum sínum Skilaboð sem greindust á laugardaginn komu ekki frá kafbáti sem leitað er að undan ströndum Argentínu. 20. nóvember 2017 15:04
Sprenging heyrðist skömmu eftir að kafbáturinn hvarf Kafbáturinn ARA San Juan, hvarf undan ströndum Argentínu á miðvikudaginn en 44 eru í áhöfn bátsins. 23. nóvember 2017 14:30