Erlent

Konunglegt brúðkaup í maí

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það verður mikið um dýrðir á Bretlandi næsta vor.
Það verður mikið um dýrðir á Bretlandi næsta vor. Vísir/Getty
Harry Bretaprins og kanadíska leikkonan Megan Markle munu ganga í hjónaband í maí á næsta ári. Athöfnin mun fara fram í Windsor-kastalanum.

Konungsfjölskyldan mun greiða fyrir brúðkaupið að því er segir í frétt BBC, nákvæm dagsetnint verður gefin út síðar.

Markle, sem er 36 ára gömul og mótmælendatrúar, mun ganga í Englandskirkju fyrir brúðkaupið. Harry og Megan munu sjálf sjá um skipulagningu brúðkaupsins, að miklu leyti. Skoða þau nú hugmyndir að því hvernig hægt verði að fá almenning til þess að taka þátt í hátíðahöldum í kringum brúðkaupið.

Parið tilkynnti um trúlofun sína í gær en þau hafa verið saman í um sextán mánuði.


Tengdar fréttir

Meghan Markle frumsýndi trúlofunarhringinn

Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð en þetta kom fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni í morgun.

Hver er Meghan Markle?

Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband næsta vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×