Lífið

Meghan Markle frumsýndi trúlofunarhringinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Parið geislaði fyrir utan Kensington í dag.
Parið geislaði fyrir utan Kensington í dag. vísir/getty
Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð en þetta kom fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni í morgun.

Þar segir að þau munu ganga í hjónaband næsta vor. Í tilkynningunni segir að skötuhjúin hafi trúlofast í London fyrr í þessum mánuði. Hafi Harry upplýst ömmu sína, Elísabetu drottningu, um málið, sem og öðrum nánum fjölskyldumeðlimum.

Parið lét mynda sig fyrir utan Kensington höll í Lundúnum í hádeginu í dag og fékk þá heimurinn að sjá trúlofunarhring Markle.

Hér að neðan má sjá nýtrúlofaða parið en þónokkur fjöldi fólks og fjölmiðla var samankomin fyrir utan Kensington.

Harry hefur leitað samþykkis foreldra Markle. Harry og Meghan munu búa í Nottingham Cottage í Kensington-höll.

Markle er 36 ára gömul og hefur meðal annars komið fram í þáttunum Suits og Fringe.

Markle var áður gift Trevor Engelson á árunum 2011 til 2013. Þau Harry hafa átt í sambandi frá júní 2016.

Fallegur demantshringur.vísir/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×