Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2017 09:17 Carter Page bar vitni fyrir einni þingnefndanna sem rannsakar afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Vísir/AFP Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum að hann hefði átt fundi með rússneskum embættismönnum í fyrra þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Carter Page hitti rússneska embættismenn þegar hann ferðaðist til Moskvu í júlí í fyrra samkvæmt framburði hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að sögn New York Times. Hann hafi síðan greint að minnsta kosti einum starfsmanni framboðsins frá fundunum í tölvupósti. Fram að þessu hefur Page sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki hitt fulltrúa stjórnvalda í heimsókninni til Rússlands eða talað um að hann hafi aðallega fundað með fræðimönnum. Page hætti störfum fyrir framboðið skömmum eftir heimsóknina og ráðgjafa Trump hafa reynt að þvo hendur sínar af honum. Ferðalag Page til Moskvu er sagt hafa verið ein af ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á mögulegum tengslum framboðsins við Rússa í fyrra. New York Times segir að í heimsókninni hafi Page meðal annars flutt ræðu í háskóla í Moskvu þar sem hann gagnrýndi stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Rússlands á hátt sem þótti enduróma afstöðu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands.Kom við sögu í FBI-rannsókn sem tengdist rússneskum njósnumPage er sagður hafa dregist inn í rannsókn FBI á fólki sem grunað var um að vera rússneskir njósnarar árið 2013 en var ekki sjálfur ákærður. Hann hafði hitt einn þriggja manna sem voru sakaðir um að vera óskráður útsendari erlends ríkis á orkuráðstefnu og rætt við hann um ábatasöm viðskipti. Page sagði að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri njósnari. Í ákærum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, sem birtar voru á mánudag kom fram að annar ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum hefði ítrekað reynt að koma á fundum með rússneskum embættismönnum. Ráðgjafinn, George Papadopoulos, hafði fengið upplýsingar um að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í formi þúsunda tölvupósta. Papadopoulos játaði að hafa logið að fulltrúum FBI um eðli samskipta sinna við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Auk Papadopoulos voru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, ákærðir fyrir peningaþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa ekki gert grein fyrir erindrekstri sínum fyrir erlent ríki í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum að hann hefði átt fundi með rússneskum embættismönnum í fyrra þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Carter Page hitti rússneska embættismenn þegar hann ferðaðist til Moskvu í júlí í fyrra samkvæmt framburði hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að sögn New York Times. Hann hafi síðan greint að minnsta kosti einum starfsmanni framboðsins frá fundunum í tölvupósti. Fram að þessu hefur Page sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki hitt fulltrúa stjórnvalda í heimsókninni til Rússlands eða talað um að hann hafi aðallega fundað með fræðimönnum. Page hætti störfum fyrir framboðið skömmum eftir heimsóknina og ráðgjafa Trump hafa reynt að þvo hendur sínar af honum. Ferðalag Page til Moskvu er sagt hafa verið ein af ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á mögulegum tengslum framboðsins við Rússa í fyrra. New York Times segir að í heimsókninni hafi Page meðal annars flutt ræðu í háskóla í Moskvu þar sem hann gagnrýndi stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Rússlands á hátt sem þótti enduróma afstöðu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands.Kom við sögu í FBI-rannsókn sem tengdist rússneskum njósnumPage er sagður hafa dregist inn í rannsókn FBI á fólki sem grunað var um að vera rússneskir njósnarar árið 2013 en var ekki sjálfur ákærður. Hann hafði hitt einn þriggja manna sem voru sakaðir um að vera óskráður útsendari erlends ríkis á orkuráðstefnu og rætt við hann um ábatasöm viðskipti. Page sagði að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri njósnari. Í ákærum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, sem birtar voru á mánudag kom fram að annar ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum hefði ítrekað reynt að koma á fundum með rússneskum embættismönnum. Ráðgjafinn, George Papadopoulos, hafði fengið upplýsingar um að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í formi þúsunda tölvupósta. Papadopoulos játaði að hafa logið að fulltrúum FBI um eðli samskipta sinna við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Auk Papadopoulos voru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, ákærðir fyrir peningaþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa ekki gert grein fyrir erindrekstri sínum fyrir erlent ríki í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26