„Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að hundruð fleiri hefði dáið í skotárásinni í Texas á sunnudaginn, ef byssulöggjöf Bandaríkjanna væri strangari. Þetta sagði forsetinn í Suður-Kóreu í dag, þegar hann var spurður hvort að hann væri tilbúinn til að íhuga strangari löggjöf varðandi byssukaup í Bandaríkjunum. Trump virtist argur yfir spurningunni og gaf í skyn að hún væri ekki við hæfi svo stuttu eftir árásina og þar sem þau væru stödd í „hjarta Suður-Kóreu“.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir 26 létu lífið og 20 særðust á sunnudaginn þegar Devin Patrick Kelley gekk inn í baptistakirkjunna í Sutherlands Springs í Texas, vopnaður þremur byssum, þar af einum hálfsjálfvirkum riffli, og klæddur í skothelt vesti. Kelley skaut 450 skotum í kirkjunni en honum átti ekki að standa til boða að eiga skotvopn. Bandaríska flughernum hafði láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi.„Ef við gerðum það sem þú ert að stinga upp á, hefði það engin áhrif haft fyrir þremur dögum og kannski hefðum við ekki haft þennan mjög svo hugrakka einstakling sem var með byssu eða riffil í bílnum sínum og skaut á hann og særði hann og gekk frá honum. Ég get bara sagt þetta: Ef hann hefði ekki verið með byssu, í stað þess að vera með 26 látna, værum við með hundruð fleiri sem hefðu dáið. Það er mín skoðun. Það mun ekki hjálpa,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt Washington Post vitnaði Trump skömmu síðar enn einu sinni til borgarinnar Chicago og sagði ranglega að þar væru ströngustu lög varðandi byssueign í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Sömuleiðis má benda á það að þegar Kelley lenti í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford var hann á leið úr kirkjunni eftir árásina og var hann búinn með öll þau 450 skot sem hann tók með sér í riffil sinn. Eins og áður segir var hann þó með tvær byssur til viðbótar og notaði hann aðra þeirra til að svipta sig lífi skömmu seinna, eftir að Willeford hafði sært hann.Yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNews Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að hundruð fleiri hefði dáið í skotárásinni í Texas á sunnudaginn, ef byssulöggjöf Bandaríkjanna væri strangari. Þetta sagði forsetinn í Suður-Kóreu í dag, þegar hann var spurður hvort að hann væri tilbúinn til að íhuga strangari löggjöf varðandi byssukaup í Bandaríkjunum. Trump virtist argur yfir spurningunni og gaf í skyn að hún væri ekki við hæfi svo stuttu eftir árásina og þar sem þau væru stödd í „hjarta Suður-Kóreu“.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir 26 létu lífið og 20 særðust á sunnudaginn þegar Devin Patrick Kelley gekk inn í baptistakirkjunna í Sutherlands Springs í Texas, vopnaður þremur byssum, þar af einum hálfsjálfvirkum riffli, og klæddur í skothelt vesti. Kelley skaut 450 skotum í kirkjunni en honum átti ekki að standa til boða að eiga skotvopn. Bandaríska flughernum hafði láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi.„Ef við gerðum það sem þú ert að stinga upp á, hefði það engin áhrif haft fyrir þremur dögum og kannski hefðum við ekki haft þennan mjög svo hugrakka einstakling sem var með byssu eða riffil í bílnum sínum og skaut á hann og særði hann og gekk frá honum. Ég get bara sagt þetta: Ef hann hefði ekki verið með byssu, í stað þess að vera með 26 látna, værum við með hundruð fleiri sem hefðu dáið. Það er mín skoðun. Það mun ekki hjálpa,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt Washington Post vitnaði Trump skömmu síðar enn einu sinni til borgarinnar Chicago og sagði ranglega að þar væru ströngustu lög varðandi byssueign í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Sömuleiðis má benda á það að þegar Kelley lenti í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford var hann á leið úr kirkjunni eftir árásina og var hann búinn með öll þau 450 skot sem hann tók með sér í riffil sinn. Eins og áður segir var hann þó með tvær byssur til viðbótar og notaði hann aðra þeirra til að svipta sig lífi skömmu seinna, eftir að Willeford hafði sært hann.Yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNews
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45
Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15
Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30