„Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að hundruð fleiri hefði dáið í skotárásinni í Texas á sunnudaginn, ef byssulöggjöf Bandaríkjanna væri strangari. Þetta sagði forsetinn í Suður-Kóreu í dag, þegar hann var spurður hvort að hann væri tilbúinn til að íhuga strangari löggjöf varðandi byssukaup í Bandaríkjunum. Trump virtist argur yfir spurningunni og gaf í skyn að hún væri ekki við hæfi svo stuttu eftir árásina og þar sem þau væru stödd í „hjarta Suður-Kóreu“.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir 26 létu lífið og 20 særðust á sunnudaginn þegar Devin Patrick Kelley gekk inn í baptistakirkjunna í Sutherlands Springs í Texas, vopnaður þremur byssum, þar af einum hálfsjálfvirkum riffli, og klæddur í skothelt vesti. Kelley skaut 450 skotum í kirkjunni en honum átti ekki að standa til boða að eiga skotvopn. Bandaríska flughernum hafði láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi.„Ef við gerðum það sem þú ert að stinga upp á, hefði það engin áhrif haft fyrir þremur dögum og kannski hefðum við ekki haft þennan mjög svo hugrakka einstakling sem var með byssu eða riffil í bílnum sínum og skaut á hann og særði hann og gekk frá honum. Ég get bara sagt þetta: Ef hann hefði ekki verið með byssu, í stað þess að vera með 26 látna, værum við með hundruð fleiri sem hefðu dáið. Það er mín skoðun. Það mun ekki hjálpa,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt Washington Post vitnaði Trump skömmu síðar enn einu sinni til borgarinnar Chicago og sagði ranglega að þar væru ströngustu lög varðandi byssueign í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Sömuleiðis má benda á það að þegar Kelley lenti í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford var hann á leið úr kirkjunni eftir árásina og var hann búinn með öll þau 450 skot sem hann tók með sér í riffil sinn. Eins og áður segir var hann þó með tvær byssur til viðbótar og notaði hann aðra þeirra til að svipta sig lífi skömmu seinna, eftir að Willeford hafði sært hann.Yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNews Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að hundruð fleiri hefði dáið í skotárásinni í Texas á sunnudaginn, ef byssulöggjöf Bandaríkjanna væri strangari. Þetta sagði forsetinn í Suður-Kóreu í dag, þegar hann var spurður hvort að hann væri tilbúinn til að íhuga strangari löggjöf varðandi byssukaup í Bandaríkjunum. Trump virtist argur yfir spurningunni og gaf í skyn að hún væri ekki við hæfi svo stuttu eftir árásina og þar sem þau væru stödd í „hjarta Suður-Kóreu“.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir 26 létu lífið og 20 særðust á sunnudaginn þegar Devin Patrick Kelley gekk inn í baptistakirkjunna í Sutherlands Springs í Texas, vopnaður þremur byssum, þar af einum hálfsjálfvirkum riffli, og klæddur í skothelt vesti. Kelley skaut 450 skotum í kirkjunni en honum átti ekki að standa til boða að eiga skotvopn. Bandaríska flughernum hafði láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi.„Ef við gerðum það sem þú ert að stinga upp á, hefði það engin áhrif haft fyrir þremur dögum og kannski hefðum við ekki haft þennan mjög svo hugrakka einstakling sem var með byssu eða riffil í bílnum sínum og skaut á hann og særði hann og gekk frá honum. Ég get bara sagt þetta: Ef hann hefði ekki verið með byssu, í stað þess að vera með 26 látna, værum við með hundruð fleiri sem hefðu dáið. Það er mín skoðun. Það mun ekki hjálpa,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt Washington Post vitnaði Trump skömmu síðar enn einu sinni til borgarinnar Chicago og sagði ranglega að þar væru ströngustu lög varðandi byssueign í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Sömuleiðis má benda á það að þegar Kelley lenti í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford var hann á leið úr kirkjunni eftir árásina og var hann búinn með öll þau 450 skot sem hann tók með sér í riffil sinn. Eins og áður segir var hann þó með tvær byssur til viðbótar og notaði hann aðra þeirra til að svipta sig lífi skömmu seinna, eftir að Willeford hafði sært hann.Yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNews
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45
Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15
Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30