Leiðtogar ESB standa við Íranssamninginn óháð því sem Trump gerir Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2017 14:33 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, slógu á létta strengi við upphaf leiðtogafundar ESB í Brussel í dag. Vísir/AFP Kjarnorkusamningur stórveldanna við Íran mun áfram njóta stuðnings leiðtoga Evrópusambandsríkja óháð því hvort að Bandaríkin muni segja sig frá honum. Sambandið undirbýr þó að gagnrýna Írani harðar fyrir eldflaugatilraunir sínar. Búist er við því að Evrópuleiðtogarnir lýsi yfir fullum stuðningi við samninginn eftir viðræður þeirra í Brussel í dag samkvæmt drögum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninni á samkomulagið sem náðist á milli Írana annars vegar og Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands, Frakklands, Kína og Þýskalands auk Evrópusambandsins hins vegar. Það fól í sér að Íranar hættu kjarnorkuáætlun sinni gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir vegna hennar.Vilja ekki vera algerlega á öndverðum meiði við BandaríkinÍ síðustu viku lýsti Trump því yfir að hann myndi ekki leggja blessun sína yfir hann áfram. Bandaríkjaforseti þarf að votta samninginn á þriggja mánaða fresti við þingið. Framtíð samningsins er í höndum þingsins sem þarf að ákveða hvort það vilji endurvekja refsiaðgerðirnar þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að Íranir hafi brotið gegn skilmálum samningsins. Evrópuríki hafa reynt að bjarga samkomulaginu en leiðtogar Írans hafa lýst því að það deyi drottni sínum ef Bandaríkin segja skilið við það. Til þess að koma til móts við afstöðu Bandaríkjastjórnar eru Evrópuríkin hins vegar sögð íhuga að herða gagnrýni sína á eldflaugatilraunir Írana sem þau telja að grafi undan stöðugleika í heimshlutanum. „Við viljum verja kjarnorkusamningin og við stöndum við kjarnorkusamninginn og við uppfyllum kjarnorkusamninginn. Við viljum hins vegar heldur ekki vera algerlega á öndverðum meiði við Bandaríkin,“ hefur Reuters eftir embættismanni ESB. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00 Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44 Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36 Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Kjarnorkusamningur stórveldanna við Íran mun áfram njóta stuðnings leiðtoga Evrópusambandsríkja óháð því hvort að Bandaríkin muni segja sig frá honum. Sambandið undirbýr þó að gagnrýna Írani harðar fyrir eldflaugatilraunir sínar. Búist er við því að Evrópuleiðtogarnir lýsi yfir fullum stuðningi við samninginn eftir viðræður þeirra í Brussel í dag samkvæmt drögum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninni á samkomulagið sem náðist á milli Írana annars vegar og Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands, Frakklands, Kína og Þýskalands auk Evrópusambandsins hins vegar. Það fól í sér að Íranar hættu kjarnorkuáætlun sinni gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir vegna hennar.Vilja ekki vera algerlega á öndverðum meiði við BandaríkinÍ síðustu viku lýsti Trump því yfir að hann myndi ekki leggja blessun sína yfir hann áfram. Bandaríkjaforseti þarf að votta samninginn á þriggja mánaða fresti við þingið. Framtíð samningsins er í höndum þingsins sem þarf að ákveða hvort það vilji endurvekja refsiaðgerðirnar þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að Íranir hafi brotið gegn skilmálum samningsins. Evrópuríki hafa reynt að bjarga samkomulaginu en leiðtogar Írans hafa lýst því að það deyi drottni sínum ef Bandaríkin segja skilið við það. Til þess að koma til móts við afstöðu Bandaríkjastjórnar eru Evrópuríkin hins vegar sögð íhuga að herða gagnrýni sína á eldflaugatilraunir Írana sem þau telja að grafi undan stöðugleika í heimshlutanum. „Við viljum verja kjarnorkusamningin og við stöndum við kjarnorkusamninginn og við uppfyllum kjarnorkusamninginn. Við viljum hins vegar heldur ekki vera algerlega á öndverðum meiði við Bandaríkin,“ hefur Reuters eftir embættismanni ESB.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00 Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44 Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36 Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00
Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44
Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36
Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent