Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2017 21:57 Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, ávarpaði Katalóna í kvöld með ríkisstjórn sína trygga á bak við sig. Puigdemont er fremst fyrir miðju á myndinni. Vísir/afp Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, segir að héraðið hafi unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum en íbúar Katalóníu hafa reynt að kjósa um sjálfstæði héraðsins í dag. Lögregluþjónar hafa til að mynda skotið gúmmískotum í fólk við kjörstaði og barið það með kylfum en yfir 800 kjósenda hafa særst í átökunum.Evrópusambandið geti ekki haldið áfram að „horfa í hina áttina“ Puigdemont sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar eftir niðurstöður kosninganna í dag en ávarpi hans var sjónvarpað um gjörvalla Katalóníu í kvöld, að því er fram kemur í frétt BBC. Gríðarlegur fjöldi Katalóna safnaðist saman í miðborg Barselóna, höfuðborgar héraðsins, eftir að kjörstaðir lokuðu. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“ Þá sagði hann Evrópusambandið ekki geta haldið áfram að „horfa í hina áttina.“Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Katalóníutorgi þegar kjörstaðir lokuðu og hlýddu þar meðal annars á ávarp forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy.Vísir/AFPRíkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.Sjá einnig: Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Spænska ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins, segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna. Á blaðamannafundi í kvöld sagði forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu „árás á réttarríkið.“ Hann sagði kosningarnar enn fremur ólöglegar og að flestir Katalóníubúar hefðu ekki kært sig um að taka þátt í þeim. Þá þakkaði hann lögreglu á svæðinu fyrir störf sín og sagði lögregluþjóna hafa beitt „staðfestu og rósemi“ í átökum við kjósendur. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, segir að héraðið hafi unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum en íbúar Katalóníu hafa reynt að kjósa um sjálfstæði héraðsins í dag. Lögregluþjónar hafa til að mynda skotið gúmmískotum í fólk við kjörstaði og barið það með kylfum en yfir 800 kjósenda hafa særst í átökunum.Evrópusambandið geti ekki haldið áfram að „horfa í hina áttina“ Puigdemont sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar eftir niðurstöður kosninganna í dag en ávarpi hans var sjónvarpað um gjörvalla Katalóníu í kvöld, að því er fram kemur í frétt BBC. Gríðarlegur fjöldi Katalóna safnaðist saman í miðborg Barselóna, höfuðborgar héraðsins, eftir að kjörstaðir lokuðu. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“ Þá sagði hann Evrópusambandið ekki geta haldið áfram að „horfa í hina áttina.“Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Katalóníutorgi þegar kjörstaðir lokuðu og hlýddu þar meðal annars á ávarp forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy.Vísir/AFPRíkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.Sjá einnig: Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Spænska ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins, segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna. Á blaðamannafundi í kvöld sagði forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu „árás á réttarríkið.“ Hann sagði kosningarnar enn fremur ólöglegar og að flestir Katalóníubúar hefðu ekki kært sig um að taka þátt í þeim. Þá þakkaði hann lögreglu á svæðinu fyrir störf sín og sagði lögregluþjóna hafa beitt „staðfestu og rósemi“ í átökum við kjósendur.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45