Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2017 16:45 Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu vegna kosninga um sjálfstæði héraðsins. Vísir/afp Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Áður hafði verið greint frá því að 337 mótmælendur væru særðir en ástandið í spænska héraðinu er eldfimt í kjölfar kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. Yfirvöld á Spáni hafa heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og hefur stjórnarskrárréttur Spánar sagt atkvæðagreiðsluna ólöglega. Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu en fjölmennar sveitir lögregluþjóna hafa verið sendar á staðinn.Ada Colau, borgarstjóri Barselóna, á kjörstað í dag.Vísir/AFPAda Colau, borgarstjóri Barselóna, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis að tala særðra úr hópi mótmælenda í Katalóníu væri komin upp í 460. Þá hafði áður verið gefið út að 337 mótmælenda hefðu særst í átökum við lögreglu. „Nú þegar eru yfir 460 manns særðir í Katalóníu. Sem borgarstjóri Barselóna krefst ég þess að tafarlaust lát verði á aðgerðum lögreglu gegn varnarlausum íbúunum,“ sagði í yfirlýsingu Colau.Over 460 people injured in Catalonia already. As Mayor of BCN I demand an immediate end to police charges against the defenceless population https://t.co/412z6Jacap— Ada Colau (@AdaColau) October 1, 2017 Lögreglusveitir á vegum spænsku ríkisstjórnarinnar reyna nú allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að íbúar Katalóníu kjósi í sjálfstæðiskosningunum en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa til að mynda skotið gúmmískotum að mótmælendum og barið þá með kylfum. Þá hafa kjörseðlar og kjörkassar verið gerðir upptækir á kjörstöðum víðsvegar um héraðið.Sjá einnig: Börsungar skoruðu þrjú í þögninniSjálfstæði Katalóníu er mörgum íbúum héraðsins hjartans mál en þessi mynd var tekin á kjörstað í dag.Vísir/AFPÍ tilkynningu frá spænska innanríkisráðuneytinu í dag var greint frá því að 12 lögregluþjónar hefðu særst í átökunum og að þrír hefðu verið handteknir. Þá hefur 92 kjörstöðum verið lokað. Júlia Graell, sem komið hafði á kjörstað til að kjósa, sagði í samtali við BBC að lögregluþjónar hefðu sparkað í fólk, „gamalt og ungt.“ „Í dag hef ég orðið vitni að verstu aðgerðum sem ríkisstjórn getur staðið að gegn sinni eigin þjóð.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05 Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57 Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00 Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Áður hafði verið greint frá því að 337 mótmælendur væru særðir en ástandið í spænska héraðinu er eldfimt í kjölfar kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. Yfirvöld á Spáni hafa heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og hefur stjórnarskrárréttur Spánar sagt atkvæðagreiðsluna ólöglega. Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu en fjölmennar sveitir lögregluþjóna hafa verið sendar á staðinn.Ada Colau, borgarstjóri Barselóna, á kjörstað í dag.Vísir/AFPAda Colau, borgarstjóri Barselóna, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis að tala særðra úr hópi mótmælenda í Katalóníu væri komin upp í 460. Þá hafði áður verið gefið út að 337 mótmælenda hefðu særst í átökum við lögreglu. „Nú þegar eru yfir 460 manns særðir í Katalóníu. Sem borgarstjóri Barselóna krefst ég þess að tafarlaust lát verði á aðgerðum lögreglu gegn varnarlausum íbúunum,“ sagði í yfirlýsingu Colau.Over 460 people injured in Catalonia already. As Mayor of BCN I demand an immediate end to police charges against the defenceless population https://t.co/412z6Jacap— Ada Colau (@AdaColau) October 1, 2017 Lögreglusveitir á vegum spænsku ríkisstjórnarinnar reyna nú allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að íbúar Katalóníu kjósi í sjálfstæðiskosningunum en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa til að mynda skotið gúmmískotum að mótmælendum og barið þá með kylfum. Þá hafa kjörseðlar og kjörkassar verið gerðir upptækir á kjörstöðum víðsvegar um héraðið.Sjá einnig: Börsungar skoruðu þrjú í þögninniSjálfstæði Katalóníu er mörgum íbúum héraðsins hjartans mál en þessi mynd var tekin á kjörstað í dag.Vísir/AFPÍ tilkynningu frá spænska innanríkisráðuneytinu í dag var greint frá því að 12 lögregluþjónar hefðu særst í átökunum og að þrír hefðu verið handteknir. Þá hefur 92 kjörstöðum verið lokað. Júlia Graell, sem komið hafði á kjörstað til að kjósa, sagði í samtali við BBC að lögregluþjónar hefðu sparkað í fólk, „gamalt og ungt.“ „Í dag hef ég orðið vitni að verstu aðgerðum sem ríkisstjórn getur staðið að gegn sinni eigin þjóð.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05 Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57 Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00 Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05
Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57
Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00
Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15