Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 08:33 Óeirðarlögregluþjónar á Spáni brutu sér leið inn á kjörstað í morgun þar sem forseti Katalóníu ætlaði að greiða atkvæði í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði héraðsins. Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Birgitta Jónsdóttir er í Katalóníu að fylgjast með kosningunni. Minnst ein kona var flutt á brott af sjúkraflutningamönnum. Ríkisstjórn Spánar hefur heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og segir lögregluþjóna hafa meðal annars lokað fjölda skóla sem nota átti sem kjörstaði. Íbúar hafa þó fjölmennt á kjörstaði, þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa kallað eftir friðsömum mótmælum við aðgerðum lögreglu. Í borginni Girona, þar sem Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ætlaði að kjósa hófu starfsmenn að syngja þegar lögreglan braut sér leið inn og lokaði kjörstaðnum.Hópar fólks víða um Katalóníu ganga nú um götur borga og bæja og kalla: „Votarem, votarem!“ sem þýðir „Við munum kjósa“ á tungumáli Katalóníu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar er ekki samhugur meðal íbúa héraðsins um hvort að Katalónía eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Hins vegar séu íbúar sammála um það að vilja kjósa. Katalónía er tiltölulega ríkt svæði í norðausturhluta Spánar með eigið tungumál og menningu. Þar búa um 7,5 milljónir manna. Héraðið nýtur mikils frelsis en er ekki sjálfstætt ríki undir stjórnarskrá Spánar. Stjórnvöld hafa sent þúsundir lögregluþjóna til Katalóníu til að loka umræddum skólum og jafnvel leggja hald á kjörseðla og margt fleira. Þá hafa skipanir verið gefnar um að loka vefsvæðum sem tengjast atkvæðagreiðslunni. Hér að neðan má sjá myndbönd sem Birgitta birti á Twitter í morgun. Þar fyrir neðan má sjá beina útsendingu RT. Þar má einnig sjá myndband af lögregluþjónum skjóta gúmmíkúlum að mótmælendum.I am now LIVE at one of the polling stations in Barcelona where police attacks are occurring. #CatalanReferendum https://t.co/qNLL5Pi2Rc— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/VFxnTl0bLX— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 https://t.co/xahsiFiRjI— Adolfo Araiz (@AdolfoAraiz) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/lFe5eYEk93— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 Footage of Spanish police firing rubber bullets during #CatalanReferendumpic.twitter.com/YPE159jJS9— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 More footage of Spanish police beating peaceful people trying to vote.#CatalanReferendum pic.twitter.com/z1fpLfwgtC— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 Police are firing rubber bullets at voters during protests as the independence referendum gets under way #CatalonianReferendum pic.twitter.com/XNEuwwgZ7S— Sky News (@SkyNews) October 1, 2017 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Óeirðarlögregluþjónar á Spáni brutu sér leið inn á kjörstað í morgun þar sem forseti Katalóníu ætlaði að greiða atkvæði í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði héraðsins. Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Birgitta Jónsdóttir er í Katalóníu að fylgjast með kosningunni. Minnst ein kona var flutt á brott af sjúkraflutningamönnum. Ríkisstjórn Spánar hefur heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og segir lögregluþjóna hafa meðal annars lokað fjölda skóla sem nota átti sem kjörstaði. Íbúar hafa þó fjölmennt á kjörstaði, þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa kallað eftir friðsömum mótmælum við aðgerðum lögreglu. Í borginni Girona, þar sem Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ætlaði að kjósa hófu starfsmenn að syngja þegar lögreglan braut sér leið inn og lokaði kjörstaðnum.Hópar fólks víða um Katalóníu ganga nú um götur borga og bæja og kalla: „Votarem, votarem!“ sem þýðir „Við munum kjósa“ á tungumáli Katalóníu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar er ekki samhugur meðal íbúa héraðsins um hvort að Katalónía eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Hins vegar séu íbúar sammála um það að vilja kjósa. Katalónía er tiltölulega ríkt svæði í norðausturhluta Spánar með eigið tungumál og menningu. Þar búa um 7,5 milljónir manna. Héraðið nýtur mikils frelsis en er ekki sjálfstætt ríki undir stjórnarskrá Spánar. Stjórnvöld hafa sent þúsundir lögregluþjóna til Katalóníu til að loka umræddum skólum og jafnvel leggja hald á kjörseðla og margt fleira. Þá hafa skipanir verið gefnar um að loka vefsvæðum sem tengjast atkvæðagreiðslunni. Hér að neðan má sjá myndbönd sem Birgitta birti á Twitter í morgun. Þar fyrir neðan má sjá beina útsendingu RT. Þar má einnig sjá myndband af lögregluþjónum skjóta gúmmíkúlum að mótmælendum.I am now LIVE at one of the polling stations in Barcelona where police attacks are occurring. #CatalanReferendum https://t.co/qNLL5Pi2Rc— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/VFxnTl0bLX— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 https://t.co/xahsiFiRjI— Adolfo Araiz (@AdolfoAraiz) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/lFe5eYEk93— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 Footage of Spanish police firing rubber bullets during #CatalanReferendumpic.twitter.com/YPE159jJS9— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 More footage of Spanish police beating peaceful people trying to vote.#CatalanReferendum pic.twitter.com/z1fpLfwgtC— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 Police are firing rubber bullets at voters during protests as the independence referendum gets under way #CatalonianReferendum pic.twitter.com/XNEuwwgZ7S— Sky News (@SkyNews) October 1, 2017
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira