Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 08:33 Óeirðarlögregluþjónar á Spáni brutu sér leið inn á kjörstað í morgun þar sem forseti Katalóníu ætlaði að greiða atkvæði í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði héraðsins. Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Birgitta Jónsdóttir er í Katalóníu að fylgjast með kosningunni. Minnst ein kona var flutt á brott af sjúkraflutningamönnum. Ríkisstjórn Spánar hefur heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og segir lögregluþjóna hafa meðal annars lokað fjölda skóla sem nota átti sem kjörstaði. Íbúar hafa þó fjölmennt á kjörstaði, þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa kallað eftir friðsömum mótmælum við aðgerðum lögreglu. Í borginni Girona, þar sem Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ætlaði að kjósa hófu starfsmenn að syngja þegar lögreglan braut sér leið inn og lokaði kjörstaðnum.Hópar fólks víða um Katalóníu ganga nú um götur borga og bæja og kalla: „Votarem, votarem!“ sem þýðir „Við munum kjósa“ á tungumáli Katalóníu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar er ekki samhugur meðal íbúa héraðsins um hvort að Katalónía eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Hins vegar séu íbúar sammála um það að vilja kjósa. Katalónía er tiltölulega ríkt svæði í norðausturhluta Spánar með eigið tungumál og menningu. Þar búa um 7,5 milljónir manna. Héraðið nýtur mikils frelsis en er ekki sjálfstætt ríki undir stjórnarskrá Spánar. Stjórnvöld hafa sent þúsundir lögregluþjóna til Katalóníu til að loka umræddum skólum og jafnvel leggja hald á kjörseðla og margt fleira. Þá hafa skipanir verið gefnar um að loka vefsvæðum sem tengjast atkvæðagreiðslunni. Hér að neðan má sjá myndbönd sem Birgitta birti á Twitter í morgun. Þar fyrir neðan má sjá beina útsendingu RT. Þar má einnig sjá myndband af lögregluþjónum skjóta gúmmíkúlum að mótmælendum.I am now LIVE at one of the polling stations in Barcelona where police attacks are occurring. #CatalanReferendum https://t.co/qNLL5Pi2Rc— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/VFxnTl0bLX— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 https://t.co/xahsiFiRjI— Adolfo Araiz (@AdolfoAraiz) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/lFe5eYEk93— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 Footage of Spanish police firing rubber bullets during #CatalanReferendumpic.twitter.com/YPE159jJS9— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 More footage of Spanish police beating peaceful people trying to vote.#CatalanReferendum pic.twitter.com/z1fpLfwgtC— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 Police are firing rubber bullets at voters during protests as the independence referendum gets under way #CatalonianReferendum pic.twitter.com/XNEuwwgZ7S— Sky News (@SkyNews) October 1, 2017 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Óeirðarlögregluþjónar á Spáni brutu sér leið inn á kjörstað í morgun þar sem forseti Katalóníu ætlaði að greiða atkvæði í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði héraðsins. Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Birgitta Jónsdóttir er í Katalóníu að fylgjast með kosningunni. Minnst ein kona var flutt á brott af sjúkraflutningamönnum. Ríkisstjórn Spánar hefur heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og segir lögregluþjóna hafa meðal annars lokað fjölda skóla sem nota átti sem kjörstaði. Íbúar hafa þó fjölmennt á kjörstaði, þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa kallað eftir friðsömum mótmælum við aðgerðum lögreglu. Í borginni Girona, þar sem Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ætlaði að kjósa hófu starfsmenn að syngja þegar lögreglan braut sér leið inn og lokaði kjörstaðnum.Hópar fólks víða um Katalóníu ganga nú um götur borga og bæja og kalla: „Votarem, votarem!“ sem þýðir „Við munum kjósa“ á tungumáli Katalóníu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar er ekki samhugur meðal íbúa héraðsins um hvort að Katalónía eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Hins vegar séu íbúar sammála um það að vilja kjósa. Katalónía er tiltölulega ríkt svæði í norðausturhluta Spánar með eigið tungumál og menningu. Þar búa um 7,5 milljónir manna. Héraðið nýtur mikils frelsis en er ekki sjálfstætt ríki undir stjórnarskrá Spánar. Stjórnvöld hafa sent þúsundir lögregluþjóna til Katalóníu til að loka umræddum skólum og jafnvel leggja hald á kjörseðla og margt fleira. Þá hafa skipanir verið gefnar um að loka vefsvæðum sem tengjast atkvæðagreiðslunni. Hér að neðan má sjá myndbönd sem Birgitta birti á Twitter í morgun. Þar fyrir neðan má sjá beina útsendingu RT. Þar má einnig sjá myndband af lögregluþjónum skjóta gúmmíkúlum að mótmælendum.I am now LIVE at one of the polling stations in Barcelona where police attacks are occurring. #CatalanReferendum https://t.co/qNLL5Pi2Rc— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/VFxnTl0bLX— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 https://t.co/xahsiFiRjI— Adolfo Araiz (@AdolfoAraiz) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/lFe5eYEk93— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 Footage of Spanish police firing rubber bullets during #CatalanReferendumpic.twitter.com/YPE159jJS9— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 More footage of Spanish police beating peaceful people trying to vote.#CatalanReferendum pic.twitter.com/z1fpLfwgtC— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 Police are firing rubber bullets at voters during protests as the independence referendum gets under way #CatalonianReferendum pic.twitter.com/XNEuwwgZ7S— Sky News (@SkyNews) October 1, 2017
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira