Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2017 12:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/GEtty Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, haga sér í embætti eins og hann sé í raunveruleikaþætti og að skeytingarleysi hans gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Trump hefur gagnrýnt þingmanninn á Twitter og Corker segist hafa verulegar áhyggjur af skapgerð forsetans. „Hann ætti að valda áhyggjum hjá öllum sem er annt um þjóðina okkar.“ Deilur þeirra, sem munu líklega gera forsetanum erfiðara að koma málum sínum í gegnum þingið, byrjuðu í gær þegar Trump sagði í tísti að Corker hefði „grátbeðið“ Trump um að styðja framboð sitt í Tennessee og að Trump hafi neitað og sagði forsetinn einnig að þingmaðurinn, sem studdi forsetaframboð Trump frá upphafi, væri huglaus. Því hafi Corker hætt við að bjóða sig fram því hann gæti ekki unnið án stuðnings forsetans.Senator Bob Corker "begged" me to endorse him for re-election in Tennessee. I said "NO" and he dropped out (said he could not win without...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 ..my endorsement). He also wanted to be Secretary of State, I said "NO THANKS." He is also largely responsible for the horrendous Iran Deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 ...Hence, I would fully expect Corker to be a negative voice and stand in the way of our great agenda. Didn't have the guts to run!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Í tístum sínum sagði Trump einnig að Corker, sem er formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, hefði beðið Trump um að tilnefna sig í embætti utanríkisráðherra en því hefði hann neitað. Þá bæri Corker ábyrgð á „hinu hræðilega“ kjarnorkusamkomulagi við Íran.Auk Bandaríkjanna komu Bretland, Frakkland, Kína, Rússland og Þýskaland að samkomulaginu við Íran sem snýr að takmörkunum á kjarnorkuáætlun Írana í stað fyrir afnám viðskiptaþvingana. Trump sagðist þess vegna búast við því að Corker yrði neikvæður gagnvart Trump á næstunni og að hann myndi reyna að standa í vegi fyrir ætlunum forsetans. Corker svaraði forsetanum á Twitter og sagði það „synd að Hvíta húsið væri orðið dagvistun fyrir fullorðna“ og að greinilegt væri að einhver hefði ekki mætt á vakt sína.It's a shame the White House has become an adult day care center. Someone obviously missed their shift this morning.— Senator Bob Corker (@SenBobCorker) October 8, 2017 Trump vildi þó ekki sætta sig við að það yrðu lokaskotin í Twitter-bardaga þeirra og hélt gagnrýni sinni áfram, sem að þessu sinni beindist að vissu leyti einnig að öðrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. „Bob Corker gaf okkur Íran-samkomulagið, og þá er það upptalið. Við þurfum heilbrigðisþjónustu, við þurfum skattalækkanir/endurbætur, við þurfum fólk sem kemur hlutunum í verk,“ sagði Trump á Twitter.Bob Corker gave us the Iran Deal, & that's about it. We need HealthCare, we need Tax Cuts/Reform, we need people that can get the job done!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Í viðtali við New York Times (Paywall) segir Corker það ekki vera rétt að hann hafi beðið Trump um stuðning. Þess í stað hafi Trump beðið Corker um að bjóða sig fram aftur og lofað stuðningi sínum. Corker hafi hins vegar neitað. Þá segist Corker líta á forsetann sem stjórnmálalegan-viðvaning sem haldi að hann sé enn í raunveruleikasjónvarpi. Þá segist hann vita til þess að starfsmenn Hvíta hússins þurfa að leggja mikið á sig til að vernda forsetann fyrir sjálfum sér og halda aftur af honum. Hann sagði Trump hafa margsinnis grafið undan viðræðum utanríkis Bandaríkjanna með vanhugsuðum yfirlýsingum á Twitter. Nýjasta dæmið væri yfirlýsing hans um aðgerðir Rex Tillerson, utanríkisráðherra, varðandi Norður-Kóreu. Tíst Trump hefði skaðað Bandaríkin. Corker sagðist einnig vita til þess að nærri því hver einasti þingmaður Repúblikanaflokksins deildi áhyggjum hans af Trump. „Sko, fyrir utan nokkra aðila, skilur stór meirihluti okkar hvað við þurfum að eiga við. Þeir skilja hviklyndið sem við eigum við og þá miklu vinnu sem nánustu starfsmenn hans þurfa að vinna til að halda honum á veginum,“ sagði Corker. Þingmaðurinn sagði í viðtalinu að þeir Rex Tillerson, Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John F. Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, væru að gera sitt besta til að tala Trump niður og róa hann. Það væri mjög mikilvægt.Þá sagði Corker einnig að hann teldi tíst Trump vera til marks um nokkurs konar getuleysi. „Ég veit ekki af hverju forsetinn tístir hlutum sem eru ósannir. Þið vitið að hann gerir það, allir vita að hann segir ósatt, en hann gerir það bara.“ Corker vildi ekki svara þeirri spurningu hvort hann teldi Trump hæfan til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar sagðist hann telja að Trump áttaði sig ekki á veldi embættisins. „Ég held að hann átti sig ekki á því að þegar forseti Bandaríkjanna talar og segir þá hluti sem Trump segir, hafi það áhrif um allan heiminn. Sérstaklega á þeim svæðum sem hann tjáir sig um. Þannig að, já, ég hef áhyggjur af því.“ Donald Trump Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, haga sér í embætti eins og hann sé í raunveruleikaþætti og að skeytingarleysi hans gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Trump hefur gagnrýnt þingmanninn á Twitter og Corker segist hafa verulegar áhyggjur af skapgerð forsetans. „Hann ætti að valda áhyggjum hjá öllum sem er annt um þjóðina okkar.“ Deilur þeirra, sem munu líklega gera forsetanum erfiðara að koma málum sínum í gegnum þingið, byrjuðu í gær þegar Trump sagði í tísti að Corker hefði „grátbeðið“ Trump um að styðja framboð sitt í Tennessee og að Trump hafi neitað og sagði forsetinn einnig að þingmaðurinn, sem studdi forsetaframboð Trump frá upphafi, væri huglaus. Því hafi Corker hætt við að bjóða sig fram því hann gæti ekki unnið án stuðnings forsetans.Senator Bob Corker "begged" me to endorse him for re-election in Tennessee. I said "NO" and he dropped out (said he could not win without...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 ..my endorsement). He also wanted to be Secretary of State, I said "NO THANKS." He is also largely responsible for the horrendous Iran Deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 ...Hence, I would fully expect Corker to be a negative voice and stand in the way of our great agenda. Didn't have the guts to run!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Í tístum sínum sagði Trump einnig að Corker, sem er formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, hefði beðið Trump um að tilnefna sig í embætti utanríkisráðherra en því hefði hann neitað. Þá bæri Corker ábyrgð á „hinu hræðilega“ kjarnorkusamkomulagi við Íran.Auk Bandaríkjanna komu Bretland, Frakkland, Kína, Rússland og Þýskaland að samkomulaginu við Íran sem snýr að takmörkunum á kjarnorkuáætlun Írana í stað fyrir afnám viðskiptaþvingana. Trump sagðist þess vegna búast við því að Corker yrði neikvæður gagnvart Trump á næstunni og að hann myndi reyna að standa í vegi fyrir ætlunum forsetans. Corker svaraði forsetanum á Twitter og sagði það „synd að Hvíta húsið væri orðið dagvistun fyrir fullorðna“ og að greinilegt væri að einhver hefði ekki mætt á vakt sína.It's a shame the White House has become an adult day care center. Someone obviously missed their shift this morning.— Senator Bob Corker (@SenBobCorker) October 8, 2017 Trump vildi þó ekki sætta sig við að það yrðu lokaskotin í Twitter-bardaga þeirra og hélt gagnrýni sinni áfram, sem að þessu sinni beindist að vissu leyti einnig að öðrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. „Bob Corker gaf okkur Íran-samkomulagið, og þá er það upptalið. Við þurfum heilbrigðisþjónustu, við þurfum skattalækkanir/endurbætur, við þurfum fólk sem kemur hlutunum í verk,“ sagði Trump á Twitter.Bob Corker gave us the Iran Deal, & that's about it. We need HealthCare, we need Tax Cuts/Reform, we need people that can get the job done!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Í viðtali við New York Times (Paywall) segir Corker það ekki vera rétt að hann hafi beðið Trump um stuðning. Þess í stað hafi Trump beðið Corker um að bjóða sig fram aftur og lofað stuðningi sínum. Corker hafi hins vegar neitað. Þá segist Corker líta á forsetann sem stjórnmálalegan-viðvaning sem haldi að hann sé enn í raunveruleikasjónvarpi. Þá segist hann vita til þess að starfsmenn Hvíta hússins þurfa að leggja mikið á sig til að vernda forsetann fyrir sjálfum sér og halda aftur af honum. Hann sagði Trump hafa margsinnis grafið undan viðræðum utanríkis Bandaríkjanna með vanhugsuðum yfirlýsingum á Twitter. Nýjasta dæmið væri yfirlýsing hans um aðgerðir Rex Tillerson, utanríkisráðherra, varðandi Norður-Kóreu. Tíst Trump hefði skaðað Bandaríkin. Corker sagðist einnig vita til þess að nærri því hver einasti þingmaður Repúblikanaflokksins deildi áhyggjum hans af Trump. „Sko, fyrir utan nokkra aðila, skilur stór meirihluti okkar hvað við þurfum að eiga við. Þeir skilja hviklyndið sem við eigum við og þá miklu vinnu sem nánustu starfsmenn hans þurfa að vinna til að halda honum á veginum,“ sagði Corker. Þingmaðurinn sagði í viðtalinu að þeir Rex Tillerson, Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John F. Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, væru að gera sitt besta til að tala Trump niður og róa hann. Það væri mjög mikilvægt.Þá sagði Corker einnig að hann teldi tíst Trump vera til marks um nokkurs konar getuleysi. „Ég veit ekki af hverju forsetinn tístir hlutum sem eru ósannir. Þið vitið að hann gerir það, allir vita að hann segir ósatt, en hann gerir það bara.“ Corker vildi ekki svara þeirri spurningu hvort hann teldi Trump hæfan til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar sagðist hann telja að Trump áttaði sig ekki á veldi embættisins. „Ég held að hann átti sig ekki á því að þegar forseti Bandaríkjanna talar og segir þá hluti sem Trump segir, hafi það áhrif um allan heiminn. Sérstaklega á þeim svæðum sem hann tjáir sig um. Þannig að, já, ég hef áhyggjur af því.“
Donald Trump Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira