Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júlí 2015 10:01 Að loknum samningafundi í Vínarborg. Vísir/AFP Heimsveldin hafa náð samkomulagi um takmarkanir á kjarnorkuáætlun Írana, en samningaviðræður hafa staðið undanfarin ár á milli Írans og sex heimsvelda – Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, segir samkomulagið „sögulegt“ og að með því sé opnaður nýr kafli vonar. Samkomulagið felur í sér að fulltrúum Sameinuðu þjóðanna verði heimilaður víðtækur aðgangur að kjarnorkustöðvum Írana, í skiptum fyrir að viðskiptaþvinganir á hendur Íran verður aflétt. Samningaviðræður Írana og sexveldanna hafa staðið síðan 2006.Viðskiptaþvingunum aflétt Íranskir fjölmiðlar hafa greint frá því að samkomulagið feli í sér að vopnainnflutningsbann verði afnumið en nýjum hindrunum komið á. Þannig munu Íranir geta flutt vopn inn og út úr landinu, þar sem afstaða er tekin til þess í hverju tilviki fyrir sig. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verður aflétt þegar samningurinn tekur gildi. Írönum verður heimilað að auðga áfram úran og þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þannig eigi Íranir ekki að getað þróað kjarnorkuvopn.Tákn um von Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir samkomulagið vera „tákn um von fyrir heiminn allan“. „Þetta er ákörðun sem getur opnað leið að nýjum kafla í alþjóðasamskiptum.“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fordæmt samkomulagið. „Af því sem ég hef heyrt get ég upplýst um að þetta samkomulag eru söguleg mistök í mannkynssögunni,“ segir Netanyahu. „Það er ekkert í því sem kemur í veg fyrir að Íranir geti búið til kjarnavopn heldur þvert á móti er þar að finna mikla eftirgjöf.“ Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ísraels: „Samkomulagið söguleg mistök“ Enn liggur ekki fyrir hvað felst í kjarnorkusamkomulagi milli Íran og sex þjóða en Ísrael fordæmir það engu að síður. 14. júlí 2015 09:25 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Nokkrir alvarlega slasaðir eftir rútuslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Heimsveldin hafa náð samkomulagi um takmarkanir á kjarnorkuáætlun Írana, en samningaviðræður hafa staðið undanfarin ár á milli Írans og sex heimsvelda – Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, segir samkomulagið „sögulegt“ og að með því sé opnaður nýr kafli vonar. Samkomulagið felur í sér að fulltrúum Sameinuðu þjóðanna verði heimilaður víðtækur aðgangur að kjarnorkustöðvum Írana, í skiptum fyrir að viðskiptaþvinganir á hendur Íran verður aflétt. Samningaviðræður Írana og sexveldanna hafa staðið síðan 2006.Viðskiptaþvingunum aflétt Íranskir fjölmiðlar hafa greint frá því að samkomulagið feli í sér að vopnainnflutningsbann verði afnumið en nýjum hindrunum komið á. Þannig munu Íranir geta flutt vopn inn og út úr landinu, þar sem afstaða er tekin til þess í hverju tilviki fyrir sig. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verður aflétt þegar samningurinn tekur gildi. Írönum verður heimilað að auðga áfram úran og þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þannig eigi Íranir ekki að getað þróað kjarnorkuvopn.Tákn um von Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir samkomulagið vera „tákn um von fyrir heiminn allan“. „Þetta er ákörðun sem getur opnað leið að nýjum kafla í alþjóðasamskiptum.“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fordæmt samkomulagið. „Af því sem ég hef heyrt get ég upplýst um að þetta samkomulag eru söguleg mistök í mannkynssögunni,“ segir Netanyahu. „Það er ekkert í því sem kemur í veg fyrir að Íranir geti búið til kjarnavopn heldur þvert á móti er þar að finna mikla eftirgjöf.“
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ísraels: „Samkomulagið söguleg mistök“ Enn liggur ekki fyrir hvað felst í kjarnorkusamkomulagi milli Íran og sex þjóða en Ísrael fordæmir það engu að síður. 14. júlí 2015 09:25 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Nokkrir alvarlega slasaðir eftir rútuslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels: „Samkomulagið söguleg mistök“ Enn liggur ekki fyrir hvað felst í kjarnorkusamkomulagi milli Íran og sex þjóða en Ísrael fordæmir það engu að síður. 14. júlí 2015 09:25