Sky: Af hverju hefur Gylfi farið svona rólega af stað? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2017 14:30 Gylfi á enn eftir að skora eða leggja upp mark fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið rólega af stað með Everton frá því hann var keyptur á metverð frá Swansea City í sumar. Gylfi hefur leikið sjö leiki fyrir Everton og skorað eitt mark. Í dag birtist löng grein á vefsíðu Sky Sports þar sem blaðamaðurinn Nick Wright fer yfir ástæðurnar fyrir rólegri byrjun Gylfa hjá Everton. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði stórkostlegt mark gegn Hajduk Split í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Everton en hefur síðan ekki komið að marki fyrir Bítlaborgarliðið.Gylfi skoraði níu mörk og gaf 13 stoðsendingar með Swansea í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Gylfi lagði upp sex mörk fyrir Spánverjann stóra og stæðilega, Fernando Llorente. Wright bendir á að enginn slíkur framherji sé í röðum Everton. Leikstíll liðsins sé því ansi frábrugðinn leikstíl Swansea á síðasta tímabili. Til marks um það gaf Swansea 22,7 fyrirgjafir að meðaltali í leik í fyrra, eða þriðju flestar í allri deildinni. Á þessu tímabili er Everton aðeins með 16,7 fyrirgjafir í leik. Aðeins tvö lið í ensku úrvalsdeildinni (Arsenal og Watford) hafa gefið færri fyrirgjafir að meðaltali í leik. Þá er Everton eitt fimm liða í ensku úrvalsdeildinni sem hafa ekki enn skorað mark eftir fast leikatriði. Hin eru Southampton, Crystal Palace, Huddersfield og Swansea.Gylfi og Fernando Llorente náðu einkar vel saman hjá Swansea.vísir/gettyEverton seldi Romelu Lukaku til Manchester United í sumar og hefur ekki enn í fyllt skarðið sem Belginn skildi eftir sig. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, reyndi að kaupa Olivier Giroud frá Arsenal og hafði áhuga á Chelsea-manninum Diego Costa. Sandro Ramírez, sem var keyptur frá Malága, hefur lítið sýnt í framlínu Everton. Wright segir að hinn ungi og efnilegi Dominic Calvert-Lewin sé heppilegri kostur fyrir Gylfa, enda stærri og sterkari í loftinu en Sandro. Wright bendir þó á að Gylfi og Calvert-Lewin eigi langt í land áður en þeir geta myndað eitrað tvíeyki. Gylfi átti t.a.m. aðeins þrjár sendingar á Calvert-Lewin í 2-1 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Þá átti Gylfi ekki eina sendingu á Oumar Niasse sem kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörk Everton.Grein Nicks Wright má lesa með því að smella hér. Everton tekur á móti Burnley í Íslendingaslag á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti sigur Everton í september Everton náði í fyrsta deildarsigur sinn síðan á opnunardegi úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið vann Bournemouth 2-1. 23. september 2017 16:00 Everton, Spartak og Hajduk sektuð af UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað Hajduk Split, Everton og Spartak Moskvu fyrir óeirðir stuðningsmanna. 23. september 2017 09:03 Gylfi getur ekki hætt að hlæja að liðsfélaga sínum hjá Everton Mason Holgate, einn af ungu leikmönnunum hjá Everton, talaði af sér á dögunum og hefur verið mikið strítt á æfingasvæði félagsins síðan. 25. september 2017 09:30 Gylfi var næstum því dýrasti leikmaður Everton í bara nokkra daga Everton gerði Gylfa Þór Sigurðsson að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins þegar Everton borgaði Swansea City meira en 40 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn í ágúst. 25. september 2017 08:00 Óþekktur Þjóðverji betri en Gylfi að taka aukaspyrnur í FIFA 18 Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal tíu bestu aukaspyrnusérfræðinganna í vinsælasta fótboltatölvuleik heims. 22. september 2017 13:00 Kominn úr frystikistunni Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton unnu afar kærkominn sigur á Bournemouth um helgina. Hetja Everton var senegalski framherjinn Oumar Niasse sem virtist ekki eiga sér neina framtíð hjá félaginu. 25. september 2017 06:30 Kemur framherjinn sem Gylfa og félaga vantar frá PSG eða Atletico Madrid? Everton er líklegt til að kaupa nýjan framherja í janúarglugganum og samkvæmt fréttum í dag þá gæti sá leikmaður verið Kevin Gameiro hjá Atletico Madrid eða Edinson Cavani hjá PSG. 27. september 2017 08:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið rólega af stað með Everton frá því hann var keyptur á metverð frá Swansea City í sumar. Gylfi hefur leikið sjö leiki fyrir Everton og skorað eitt mark. Í dag birtist löng grein á vefsíðu Sky Sports þar sem blaðamaðurinn Nick Wright fer yfir ástæðurnar fyrir rólegri byrjun Gylfa hjá Everton. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði stórkostlegt mark gegn Hajduk Split í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Everton en hefur síðan ekki komið að marki fyrir Bítlaborgarliðið.Gylfi skoraði níu mörk og gaf 13 stoðsendingar með Swansea í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Gylfi lagði upp sex mörk fyrir Spánverjann stóra og stæðilega, Fernando Llorente. Wright bendir á að enginn slíkur framherji sé í röðum Everton. Leikstíll liðsins sé því ansi frábrugðinn leikstíl Swansea á síðasta tímabili. Til marks um það gaf Swansea 22,7 fyrirgjafir að meðaltali í leik í fyrra, eða þriðju flestar í allri deildinni. Á þessu tímabili er Everton aðeins með 16,7 fyrirgjafir í leik. Aðeins tvö lið í ensku úrvalsdeildinni (Arsenal og Watford) hafa gefið færri fyrirgjafir að meðaltali í leik. Þá er Everton eitt fimm liða í ensku úrvalsdeildinni sem hafa ekki enn skorað mark eftir fast leikatriði. Hin eru Southampton, Crystal Palace, Huddersfield og Swansea.Gylfi og Fernando Llorente náðu einkar vel saman hjá Swansea.vísir/gettyEverton seldi Romelu Lukaku til Manchester United í sumar og hefur ekki enn í fyllt skarðið sem Belginn skildi eftir sig. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, reyndi að kaupa Olivier Giroud frá Arsenal og hafði áhuga á Chelsea-manninum Diego Costa. Sandro Ramírez, sem var keyptur frá Malága, hefur lítið sýnt í framlínu Everton. Wright segir að hinn ungi og efnilegi Dominic Calvert-Lewin sé heppilegri kostur fyrir Gylfa, enda stærri og sterkari í loftinu en Sandro. Wright bendir þó á að Gylfi og Calvert-Lewin eigi langt í land áður en þeir geta myndað eitrað tvíeyki. Gylfi átti t.a.m. aðeins þrjár sendingar á Calvert-Lewin í 2-1 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Þá átti Gylfi ekki eina sendingu á Oumar Niasse sem kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörk Everton.Grein Nicks Wright má lesa með því að smella hér. Everton tekur á móti Burnley í Íslendingaslag á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti sigur Everton í september Everton náði í fyrsta deildarsigur sinn síðan á opnunardegi úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið vann Bournemouth 2-1. 23. september 2017 16:00 Everton, Spartak og Hajduk sektuð af UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað Hajduk Split, Everton og Spartak Moskvu fyrir óeirðir stuðningsmanna. 23. september 2017 09:03 Gylfi getur ekki hætt að hlæja að liðsfélaga sínum hjá Everton Mason Holgate, einn af ungu leikmönnunum hjá Everton, talaði af sér á dögunum og hefur verið mikið strítt á æfingasvæði félagsins síðan. 25. september 2017 09:30 Gylfi var næstum því dýrasti leikmaður Everton í bara nokkra daga Everton gerði Gylfa Þór Sigurðsson að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins þegar Everton borgaði Swansea City meira en 40 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn í ágúst. 25. september 2017 08:00 Óþekktur Þjóðverji betri en Gylfi að taka aukaspyrnur í FIFA 18 Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal tíu bestu aukaspyrnusérfræðinganna í vinsælasta fótboltatölvuleik heims. 22. september 2017 13:00 Kominn úr frystikistunni Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton unnu afar kærkominn sigur á Bournemouth um helgina. Hetja Everton var senegalski framherjinn Oumar Niasse sem virtist ekki eiga sér neina framtíð hjá félaginu. 25. september 2017 06:30 Kemur framherjinn sem Gylfa og félaga vantar frá PSG eða Atletico Madrid? Everton er líklegt til að kaupa nýjan framherja í janúarglugganum og samkvæmt fréttum í dag þá gæti sá leikmaður verið Kevin Gameiro hjá Atletico Madrid eða Edinson Cavani hjá PSG. 27. september 2017 08:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Fyrsti sigur Everton í september Everton náði í fyrsta deildarsigur sinn síðan á opnunardegi úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið vann Bournemouth 2-1. 23. september 2017 16:00
Everton, Spartak og Hajduk sektuð af UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað Hajduk Split, Everton og Spartak Moskvu fyrir óeirðir stuðningsmanna. 23. september 2017 09:03
Gylfi getur ekki hætt að hlæja að liðsfélaga sínum hjá Everton Mason Holgate, einn af ungu leikmönnunum hjá Everton, talaði af sér á dögunum og hefur verið mikið strítt á æfingasvæði félagsins síðan. 25. september 2017 09:30
Gylfi var næstum því dýrasti leikmaður Everton í bara nokkra daga Everton gerði Gylfa Þór Sigurðsson að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins þegar Everton borgaði Swansea City meira en 40 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn í ágúst. 25. september 2017 08:00
Óþekktur Þjóðverji betri en Gylfi að taka aukaspyrnur í FIFA 18 Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal tíu bestu aukaspyrnusérfræðinganna í vinsælasta fótboltatölvuleik heims. 22. september 2017 13:00
Kominn úr frystikistunni Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton unnu afar kærkominn sigur á Bournemouth um helgina. Hetja Everton var senegalski framherjinn Oumar Niasse sem virtist ekki eiga sér neina framtíð hjá félaginu. 25. september 2017 06:30
Kemur framherjinn sem Gylfa og félaga vantar frá PSG eða Atletico Madrid? Everton er líklegt til að kaupa nýjan framherja í janúarglugganum og samkvæmt fréttum í dag þá gæti sá leikmaður verið Kevin Gameiro hjá Atletico Madrid eða Edinson Cavani hjá PSG. 27. september 2017 08:30