Kominn úr frystikistunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 06:30 Óvænta hetjan Oumar Niasse fagnar sigurmarki sínu gegn Bournemouth. Senegalinn skoraði bæði mörk Everton í leiknum. vísir/getty Eftir fjóra deildarleiki án sigurs og þrjá deildarleiki án marks án marks náði Everton í þrjú gríðarlega mikilvæg stig gegn Bournemouth á Goodison Park á laugardag. Hetja Everton kom úr óvæntri átt, í raun úr frystikistunni. Oumar Niasse kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney í upphafi seinni hálfleiks og á 77. mínútu jafnaði hann metin í 1-1 eftir sendingu frá öðrum varamanni, Tom Davies. Fimm mínútum síðar skoraði Niasse sigurmark Everton með skalla af stuttu færi. Ótrúleg innkoma hjá Senegalanum og þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo leiki er hann annar af tveimur markahæstu leikmönnum Everton á tímabilinu. Það er kaldhæðni örlaganna að Niasse sé að bjarga andliti Ronalds Koeman sem vildi fyrir ekki svo löngu ekkert með hann hafa. „Staðan er allt önnur eftir sigurinn. Það eru lykilaugnablik á tímabili og þetta er stór sigur sem gefur öllum byr undir báða vængi. Ég vil hrósa leikmönnunum, Niasse og Davies. Þeir gerðu vel eftir erfiðan tíma,“ sagði Koeman eftir leikinn. Hollendingurinn virkaði hálf skömmustulegur í viðtölum eftir leikinn og var ekki tilbúinn að kvitta undir að Niasse væri kominn til að vera í leikmannahópi Everton. Bítlaborgarliðið keypti Niasse frá Lokomotiv Moskvu á 13,5 milljónir punda í byrjun síðasta árs. Senegalinn spilaði aðeins fimm leiki á fyrsta tímabilinu og staða hans þrengdist enn frekar þegar Koeman tók við. Eftir að hafa spilað einn hálfleik á undirbúningstímabilinu tjáði Koeman Niasse að hann hefði ekki not fyrir hann. Niasse fékk ekki treyjunúmer, var skipað að æfa með varaliðinu og var ekki einu sinni aðgang að skáp í búningsklefa þess. Niasse fór á láni til Hull City um mitt síðasta tímabil og gerði ágæta hluti. Sem kunnugt er byrjaði Everton þetta tímabil skelfilega og virtist fyrirmunað að skora. Koeman keypti fullt af leikmönnum í sumar en fyllti ekki skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig. Koeman var orðinn það örvæntingarfullur að hann kyngdi stoltinu og hóaði í Niasse sem þakkaði traustið með tveimur mörkum í 3-0 sigri á Sunderland í deildabikarnum á miðvikudaginn. Í stöðunni 0-1 í leiknum gegn Bournemouth veðjaði Koeman aftur á Niasse sem dró Everton-liðið að landi. Það skyldi aldrei vera að maðurinn sem var jaðarsettur og niðurlægður af Koeman bjargi starfi hans og keyri tímabilið hjá Everton í gang. Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Eftir fjóra deildarleiki án sigurs og þrjá deildarleiki án marks án marks náði Everton í þrjú gríðarlega mikilvæg stig gegn Bournemouth á Goodison Park á laugardag. Hetja Everton kom úr óvæntri átt, í raun úr frystikistunni. Oumar Niasse kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney í upphafi seinni hálfleiks og á 77. mínútu jafnaði hann metin í 1-1 eftir sendingu frá öðrum varamanni, Tom Davies. Fimm mínútum síðar skoraði Niasse sigurmark Everton með skalla af stuttu færi. Ótrúleg innkoma hjá Senegalanum og þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo leiki er hann annar af tveimur markahæstu leikmönnum Everton á tímabilinu. Það er kaldhæðni örlaganna að Niasse sé að bjarga andliti Ronalds Koeman sem vildi fyrir ekki svo löngu ekkert með hann hafa. „Staðan er allt önnur eftir sigurinn. Það eru lykilaugnablik á tímabili og þetta er stór sigur sem gefur öllum byr undir báða vængi. Ég vil hrósa leikmönnunum, Niasse og Davies. Þeir gerðu vel eftir erfiðan tíma,“ sagði Koeman eftir leikinn. Hollendingurinn virkaði hálf skömmustulegur í viðtölum eftir leikinn og var ekki tilbúinn að kvitta undir að Niasse væri kominn til að vera í leikmannahópi Everton. Bítlaborgarliðið keypti Niasse frá Lokomotiv Moskvu á 13,5 milljónir punda í byrjun síðasta árs. Senegalinn spilaði aðeins fimm leiki á fyrsta tímabilinu og staða hans þrengdist enn frekar þegar Koeman tók við. Eftir að hafa spilað einn hálfleik á undirbúningstímabilinu tjáði Koeman Niasse að hann hefði ekki not fyrir hann. Niasse fékk ekki treyjunúmer, var skipað að æfa með varaliðinu og var ekki einu sinni aðgang að skáp í búningsklefa þess. Niasse fór á láni til Hull City um mitt síðasta tímabil og gerði ágæta hluti. Sem kunnugt er byrjaði Everton þetta tímabil skelfilega og virtist fyrirmunað að skora. Koeman keypti fullt af leikmönnum í sumar en fyllti ekki skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig. Koeman var orðinn það örvæntingarfullur að hann kyngdi stoltinu og hóaði í Niasse sem þakkaði traustið með tveimur mörkum í 3-0 sigri á Sunderland í deildabikarnum á miðvikudaginn. Í stöðunni 0-1 í leiknum gegn Bournemouth veðjaði Koeman aftur á Niasse sem dró Everton-liðið að landi. Það skyldi aldrei vera að maðurinn sem var jaðarsettur og niðurlægður af Koeman bjargi starfi hans og keyri tímabilið hjá Everton í gang.
Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira