Erlent

Stofna styrktarsjóð fyrir fréttakonur í minningu Kim Wall

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall.
Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA

Aðstandendur sænsku fréttakonunnar Kim Wall hyggjast koma á fót styrktarsjóði í minningu hennar. Sjóðurinn mun styrkja störf fréttakvenna sem halda hugsjónum Wall á lofti.

Wall hvarf eftir að hafa farið um borð í kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen, í þeim tilgangi að skrifa um hann frétt. Sundurlimað lík hennar fannst nokkrum dögum síðar við strendur Amager í Kaupmannahöfn en Madsen er grunaður um að vera valdur að dauða Wall. Hann neitar enn sök.

„Styrkurinn mun fjármagna störf fréttakonu sem beitir sér fyrir fréttaflutningi af minnihlutahópum og því sem Kim kallaði iðulega „undiröldur uppreisnarinnar“,“ segir í umfjöllun um styrkinn á minningarsíðu um Kim Wall. Þá segir einnig að styrktarsjóðurinn sé stofnaður til að heiðra arfleið Wall.

„Kim vildi sjá fleiri konur úti í veröldinni, að ögra lífinu, og við viljum hjálpa til við að aðlaga heiminn að sýn hennar.“

Sjá einnig: Einstakar myndir vinanna af Kim Wall

Wall varð einingus þrítug en hún var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010.

Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking.

Að styrktarsjóðnum standa, að því er segir á minningarsíðunni, fjölskylda og vinir Wall. Þar á meðal eru foreldrar hennar, Ingrid og Joachim, bróðir hennar Tom og vinkonur hennar Mansi Choksi og May Jeong.

Þá er áhugasömum um styrki til sjóðsins bent á netfangið kimwallgrant@gmail.com en er að neðan má sjá Facebook-færslu vinkonunnar Mansi Choksi um sjóðinn og minningarsíðuna.


Tengdar fréttir

Sundurlimaða líkið af Kim Wall

Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall.

Einstakar myndir vinanna af Kim Wall

Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi.

Ánægð með að líkið hafi fundist

Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.