Erlent

Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið

Atli Ísleifsson skrifar
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er nú í gæsluvarðhaldi.
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er nú í gæsluvarðhaldi. Vísir/AFP

Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen greindi lögreglu í Kaupmannahöfn mun fyrr frá því að sænska blaðakonan Kim Wall væri látin en áður hefur komið fram.

Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Hafði lögregla eftir Madsen að Wall hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í kafbátnum.

Ekstra Bladet greinir í dag frá því að Madsen hafi greint frá láti Wall mun fyrr – fyrir fyrstu formlegu yfirheysluna. Þetta kemur fram í réttargögnum við Østre Landsret sem blaðið hefur komist yfir. Hafi aðstandendum Wall ekki verið upplýst um orð Madsen áður en yfirheyrslur hófust.

Madsen er nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Snemma að morgni 11. ágúst var tilkynnt um að Wall væri saknað, en partur af líki Wall fannst svo suður af Amager 21. ágúst. Var búið að saga höfuð, hendur og fætur af búknum sem fannst í sjónum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.