Gylfi hjálpar strax Everton að komast yfir Liverpool á þessum lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 20:45 Ian Rush, Gylfi Þór Sigurðsson og Tony Cottee. Vísir/Samsett/Getty Everton mun borga Swansea meira en 40 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson og hann verður því orðinn dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi. Gylfi verður þó ekki aðeins dýrasti knattspyrnumaður Everton því hann verður einnig dýrasti knattspyrnumaður Bítlaborgarinnar frá upphafi. Liverpool Echo hefur þetta eftir hlaðvarpsmanninum Tony „Scotty“ Scott. Dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar fyrir kaupin á Gylfa var Christian Benteke sem Liverpool keypti frá Aston Villa á 41,85 milljónir punda. Everton mun á endanum borga meira en það fyrir íslenska landsliðsmanninn samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta verður því í fyrsta sinn frá árinu 1988 sem dýrasti leikmaður Everton kostar meira en dýrasti knattspyrnumaður nágrannanna í Liverpool. Liverpool hefur verið ofar allt frá því að félagið borgaði ítalska félaginu Juventus 2,7 milljónir punda fyrir Ian Rush í ágúst 1988. Dýrasti leikmaður Everton var þá Tony Cottee sem félagið hafi keypt á 2,2 milljónir punda frá West Ham United í byrjun ágúst 1988. Þegar Everton keypti Cottee var hann dýrasti leikmaður Bretlandseyja. Það tók Liverpool aðeins tvær vikur að bæta það met og dýrasti leikmaður í sögu Liverpool hefur síðan þá alltaf kostað meira en dýrasti leikmaður Everton eða þar til núna. Gylfi var því fljótur að hjálpa Everton að komast yfir Liverpool á þeim lista. Enski boltinn Tengdar fréttir „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Gylfi stóðst læknisskoðun hjá Everton Ronald Koeman, stjóri Everton, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Gylfi Þór hefði staðist læknisskoðun hjá félaginu í morgun. 16. ágúst 2017 13:15 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Uppeldisbætur koma sér vel fyrir íslensku félögin hans Gylfa Þórs Sigurðssonar. 16. ágúst 2017 10:15 Gylfi hlaðinn lofi af blaðamanni Guardian Segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé bæði peninganna og biðarinnar virði fyrir Everton. 16. ágúst 2017 16:15 Tottenham hagnast á sölu Gylfa Fá tíu prósenta hlut af söluverði Gylfa Þórs til Everton. 16. ágúst 2017 11:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool Sjá meira
Everton mun borga Swansea meira en 40 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson og hann verður því orðinn dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi. Gylfi verður þó ekki aðeins dýrasti knattspyrnumaður Everton því hann verður einnig dýrasti knattspyrnumaður Bítlaborgarinnar frá upphafi. Liverpool Echo hefur þetta eftir hlaðvarpsmanninum Tony „Scotty“ Scott. Dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar fyrir kaupin á Gylfa var Christian Benteke sem Liverpool keypti frá Aston Villa á 41,85 milljónir punda. Everton mun á endanum borga meira en það fyrir íslenska landsliðsmanninn samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta verður því í fyrsta sinn frá árinu 1988 sem dýrasti leikmaður Everton kostar meira en dýrasti knattspyrnumaður nágrannanna í Liverpool. Liverpool hefur verið ofar allt frá því að félagið borgaði ítalska félaginu Juventus 2,7 milljónir punda fyrir Ian Rush í ágúst 1988. Dýrasti leikmaður Everton var þá Tony Cottee sem félagið hafi keypt á 2,2 milljónir punda frá West Ham United í byrjun ágúst 1988. Þegar Everton keypti Cottee var hann dýrasti leikmaður Bretlandseyja. Það tók Liverpool aðeins tvær vikur að bæta það met og dýrasti leikmaður í sögu Liverpool hefur síðan þá alltaf kostað meira en dýrasti leikmaður Everton eða þar til núna. Gylfi var því fljótur að hjálpa Everton að komast yfir Liverpool á þeim lista.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Gylfi stóðst læknisskoðun hjá Everton Ronald Koeman, stjóri Everton, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Gylfi Þór hefði staðist læknisskoðun hjá félaginu í morgun. 16. ágúst 2017 13:15 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Uppeldisbætur koma sér vel fyrir íslensku félögin hans Gylfa Þórs Sigurðssonar. 16. ágúst 2017 10:15 Gylfi hlaðinn lofi af blaðamanni Guardian Segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé bæði peninganna og biðarinnar virði fyrir Everton. 16. ágúst 2017 16:15 Tottenham hagnast á sölu Gylfa Fá tíu prósenta hlut af söluverði Gylfa Þórs til Everton. 16. ágúst 2017 11:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool Sjá meira
„Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17
Gylfi stóðst læknisskoðun hjá Everton Ronald Koeman, stjóri Everton, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Gylfi Þór hefði staðist læknisskoðun hjá félaginu í morgun. 16. ágúst 2017 13:15
Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00
Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Uppeldisbætur koma sér vel fyrir íslensku félögin hans Gylfa Þórs Sigurðssonar. 16. ágúst 2017 10:15
Gylfi hlaðinn lofi af blaðamanni Guardian Segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé bæði peninganna og biðarinnar virði fyrir Everton. 16. ágúst 2017 16:15
Tottenham hagnast á sölu Gylfa Fá tíu prósenta hlut af söluverði Gylfa Þórs til Everton. 16. ágúst 2017 11:15