Enski boltinn

„Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi kom með beinum hætti að 22 mörkum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Gylfi kom með beinum hætti að 22 mörkum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. vísir/getty
Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins.

Eins og fram kom á Vísi í gær hefur Swansea samþykkt 45 milljóna punda tilboð Everton í Gylfa. Íslenski landsliðsmaðuirinn gengst undir læknisskoðun hjá Everton í dag.

„Að missa þennan sköpunarkraft, það er ekki til svona leikmaður hjá Swansea. Hversu mikið kostar að fylla skarð svona leikmanns?“ sagði Walsh á BBC.

„Að mínu mati er ekki hægt að fylla skarð Gylfa,“ bætti Walsh við.

Hann segir að Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, verði að bregðast hratt við og ná í nokkra leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.

„Það er mikil vinna framundan. Paul Clement hlýtur að vera með 2-3 leikmenn tilbúna. Þeir eiga pening núna en þeir verða að nota hann skynsamlega,“ sagði Walsh.


Tengdar fréttir

Spilar í bláu allan ársins hring

Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.