Enski boltinn

Gylfi stóðst læknisskoðun hjá Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er á förum til Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson er á förum til Everton. vísir/getty
Ronald Koeman, stjóri Everton, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Gylfi Þór hefði staðist læknisskoðun hjá félaginu í morgun.

„Ég er búinn að sjá hann í bláu en veit ekki hvort öll pappírsvinnan sé búin,“ sagði Koeman en bætti við að hann vonaðist til þess að skrifað verði undir samninginn við Gylfa í dag.

Everton er að greiða Swansea 40 milljónir punda fyrir Gylfa. Svo gæti farið að við hin fáum líka að sjá Gylfa í bláu síðar í dag.

Gylfi mun ekki spila með liðinu í Evrópudeildinni annað kvöld en hann gæti komið við sögu á mánudag er Everton spilar við Man. City.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.