Erlent

Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar

Samúel Karl Ólason skrifar
Filippus konungur í London í dag.
Filippus konungur í London í dag. Vísir/EPA
Konungur Spánar, sem nú er staddur í Bretlandi, segist vongóður um að ásættanlegt samkomulag náist um Gíbraltarskaga. Deilur standa yfir á milli Spánar og Bretlands vegna skagans, en þingmenn höfðu hótað því að ganga út úr þingsal ef Filippus myndi segja Gíbraltar eign Spánverja.

Filippus sagði Bretland og Spán eiga langa sameiginlega sögu og að ríkin hefðu margsinnis staðið hlið við hlið sem vinir og bandamenn fyrir hag beggja ríkja. Þau hefðu einnig deilt og jafnvel verið óvinir.

Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. Þeir stjórna sínum málum, að utanríkis- og varnarmálum undanskildum, sjálfir. Árið 2002 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Gíbraltar um fullveldi þeirra. Þar var spurt hvort að Bretar ættu að deila stjórn Gíbraltar með Spánverjum. Niðurstaðan var sú að 99 prósent þeirra, 30 þúsund íbúa sem þar búa, sem kusu sögðu nei. Hins vegar kaus meirihluti þeirra að vera áfram í ESB í fyrra.

Miklar deilur hafa verið um skagann á undanförnum árum og mun Evrópusambandið styðja Spánverja í þeim deilum. Það kom fram í samningsdrögum ESB varðandi úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði að Bretar myndu ekki láta Gíbraltar eftir.

Spennan hefur jafnvel verið svo þung að fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins sagði Breta tilbúna í stríð


Tengdar fréttir

Samræður um Gíbraltar en ekki stríð

Nýjar deilur um Gíbraltar spruttu upp þegar Evrópusambandið birti drög að samningaviðmiðum sínum fyrir væntanlegar viðræður við Breta um útgöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×