Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 19:34 Gíbraltar klettur er fyrir sunnan Spán og hefur tilheyrt Bretlandi síðan 1713. Vísir/Getty Theresa May væri reiðubúin undir stríðsátök til verndar Gíbraltar, rétt eins og Margaret Thatcher var eitt sinn vegna Falklandseyja. Þessu heldur Michael Howard fram en hann er fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummælin koma í kjölfar þeirra upplýsinga sem má finna í samningsdrögum Evrópusambandsins fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja tilkall Spánverja til Gíbraltar-skaga. Um er að ræða aldagamla deilu milli ríkjanna tveggja.Sjá einnig: ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar„Fyrir 35 árum síðan í þessari viku, sendi annar kvenkyns forsætisráðherra, herlið þvert yfir hnöttinn, til þess að vernda þjóð breska heimsveldisins fyrir öðru spænskumælandi landi. Ég hef fulla trú á Theresu May til að gera slíkt hið sama.“ Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd af bresku stjórnarandstöðunni og segir leiðtogi frjálslyndra demókrata, Tim Farron, að það sé fáránlegt að leiðtogar Íhaldsflokksins séu minna en viku eftir að hafa virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans, farnir að tala um að heyja stríð gegn öðrum Evrópuþjóðum. Í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu kemur fram að Theresa May hafi þegar haft samband við Fabian Picardo, æðsta ráðherra Gíbraltar og tjáð honum að Bretland myndi standa í einu og öllu með lýðræðislegum óskum íbúa Gíbraltar, sem kusu árið 2002 að halda áfram að vera þegnar breska ríkisins. Í viðræðum Guardian við diplómata Evrópusambandsins, kemur fram að þeir telja að Evrópusambandið muni ekki mildast í stuðningi sínum við Spánverja í deilunni. Spánn sé nú meðlimur Evrópusambandsins, Bretland ekki. Það hafi hins vegar komið á óvart að Theresa May hafi ekki minnst einu orði á stöðu Gíbraltar í bréfi sínu sem hún sendi Evrópusambandinu, þar sem hún lét vita af útgöngu landsins með formlegum hætti.„En jafnvel ef Theresu May þykir staða Gíbraltar og landamæri skagans við Spán ekki mikilvæg, er ESB ekki sama sinnis.“ Brexit Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Theresa May væri reiðubúin undir stríðsátök til verndar Gíbraltar, rétt eins og Margaret Thatcher var eitt sinn vegna Falklandseyja. Þessu heldur Michael Howard fram en hann er fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummælin koma í kjölfar þeirra upplýsinga sem má finna í samningsdrögum Evrópusambandsins fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja tilkall Spánverja til Gíbraltar-skaga. Um er að ræða aldagamla deilu milli ríkjanna tveggja.Sjá einnig: ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar„Fyrir 35 árum síðan í þessari viku, sendi annar kvenkyns forsætisráðherra, herlið þvert yfir hnöttinn, til þess að vernda þjóð breska heimsveldisins fyrir öðru spænskumælandi landi. Ég hef fulla trú á Theresu May til að gera slíkt hið sama.“ Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd af bresku stjórnarandstöðunni og segir leiðtogi frjálslyndra demókrata, Tim Farron, að það sé fáránlegt að leiðtogar Íhaldsflokksins séu minna en viku eftir að hafa virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans, farnir að tala um að heyja stríð gegn öðrum Evrópuþjóðum. Í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu kemur fram að Theresa May hafi þegar haft samband við Fabian Picardo, æðsta ráðherra Gíbraltar og tjáð honum að Bretland myndi standa í einu og öllu með lýðræðislegum óskum íbúa Gíbraltar, sem kusu árið 2002 að halda áfram að vera þegnar breska ríkisins. Í viðræðum Guardian við diplómata Evrópusambandsins, kemur fram að þeir telja að Evrópusambandið muni ekki mildast í stuðningi sínum við Spánverja í deilunni. Spánn sé nú meðlimur Evrópusambandsins, Bretland ekki. Það hafi hins vegar komið á óvart að Theresa May hafi ekki minnst einu orði á stöðu Gíbraltar í bréfi sínu sem hún sendi Evrópusambandinu, þar sem hún lét vita af útgöngu landsins með formlegum hætti.„En jafnvel ef Theresu May þykir staða Gíbraltar og landamæri skagans við Spán ekki mikilvæg, er ESB ekki sama sinnis.“
Brexit Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira