ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 19:05 Gíbraltar er fyrir sunnan Spán en Bretar hafa ráðið þar ríkjum síðan árið 1713. Vísir/EPA Evrópusambandið hyggst leggja framtíð Gibraltar að veði í komandi Brexit samningaviðræðum við Bretland og þar með styðja tilkall Spánar til yfirráða yfir skaganum, í því sem er aldargömul deila á milli Spánar og Bretlands um skagann, sem er staðsettur sunnan Spánar. Þetta kemur fram í stefnudrögum ESB að komandi samningaviðræðum við Breta úr útgöngu þeirra úr sambandinu. Guardian greinir frá. Spænska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því með fullnægjandi hætti innan sambandsins, að sambandið muni beita sér fyrir því í komandi samningaviðræðum að Bretar nái samningum við Spánverja um framtíð Gíbraltar, ellegar hætta á að íbúar skagans muni lenda fyrir utan sameiginlegt efnahagssvæði Evrópusambandsins. „Sambandið mun standa með meðlimaríkjum og það er núna Spánn,“ hefur verið haft eftir embættismanni sambandsins. Spánverjar hafa gert tilkall til skagans nánast alla tíð, síðan Bretar náðu yfirráðum þar árið 1713. 96 prósent íbúa Gíbraltar kusu með áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu. Í stefnudrögum Evrópusambandsins vegna komandi samningaviðræðna kemur meðal annars fram að samskipti Evrópusambandsins og Bretlands eftir útgöngu Breta, verði ekki rædd fyrr en að lokinni útgöngu. Samningsdrögin gera Spánverjum því kleyft að leggjast gegn því að Gíbraltar-skaginn verði hafður með ef að Bretar og Evrópusambandið gera með sér samkomulag um aðgang Breta að evrópska efnahagssvæðinu. Segir að „engir samningar á milli Evrópusambandsins og Bretlands eigi við um Gíbraltar, án þess að sá samningur hafi verið samþykktur af Spáni og Bretlandi.“ Því má segja að Spánverjar hafi fengið í hendurnar neitunarvald þegar kemur að öllum samningum Bretlands við Evrópusambandið. Breskir ráðamenn hafa tjáð sig um þessa grein í samningsdrögum sambandsins og hefur utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tjáð sig á Twitter síðu sinni um málið og sagt að Bretar muni standa við bakið á íbúum Gíbraltar. Ráðamenn frá Gíbraltar hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með samningsdrögin og segir Fabian Picardo, einn æðsti ráðherra Gíbraltar að það sé óhæft að „fólk Gíbraltar sé notað með þessum hætti af Spánverjum til þess að koma höggi á Breta.“ „Fullveldi okkar er ekki til umræðu. Við ætlum ekki að vera peð í Brexit málinu eða fórnarlömb þessa máls.“Good to speak to #Gibraltar Chief Minister @FabianPicardo. As ever, the UK remains implacable & rock-like in our support for Gibraltar— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 31, 2017 Gíbraltar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja framtíð Gibraltar að veði í komandi Brexit samningaviðræðum við Bretland og þar með styðja tilkall Spánar til yfirráða yfir skaganum, í því sem er aldargömul deila á milli Spánar og Bretlands um skagann, sem er staðsettur sunnan Spánar. Þetta kemur fram í stefnudrögum ESB að komandi samningaviðræðum við Breta úr útgöngu þeirra úr sambandinu. Guardian greinir frá. Spænska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því með fullnægjandi hætti innan sambandsins, að sambandið muni beita sér fyrir því í komandi samningaviðræðum að Bretar nái samningum við Spánverja um framtíð Gíbraltar, ellegar hætta á að íbúar skagans muni lenda fyrir utan sameiginlegt efnahagssvæði Evrópusambandsins. „Sambandið mun standa með meðlimaríkjum og það er núna Spánn,“ hefur verið haft eftir embættismanni sambandsins. Spánverjar hafa gert tilkall til skagans nánast alla tíð, síðan Bretar náðu yfirráðum þar árið 1713. 96 prósent íbúa Gíbraltar kusu með áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu. Í stefnudrögum Evrópusambandsins vegna komandi samningaviðræðna kemur meðal annars fram að samskipti Evrópusambandsins og Bretlands eftir útgöngu Breta, verði ekki rædd fyrr en að lokinni útgöngu. Samningsdrögin gera Spánverjum því kleyft að leggjast gegn því að Gíbraltar-skaginn verði hafður með ef að Bretar og Evrópusambandið gera með sér samkomulag um aðgang Breta að evrópska efnahagssvæðinu. Segir að „engir samningar á milli Evrópusambandsins og Bretlands eigi við um Gíbraltar, án þess að sá samningur hafi verið samþykktur af Spáni og Bretlandi.“ Því má segja að Spánverjar hafi fengið í hendurnar neitunarvald þegar kemur að öllum samningum Bretlands við Evrópusambandið. Breskir ráðamenn hafa tjáð sig um þessa grein í samningsdrögum sambandsins og hefur utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tjáð sig á Twitter síðu sinni um málið og sagt að Bretar muni standa við bakið á íbúum Gíbraltar. Ráðamenn frá Gíbraltar hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með samningsdrögin og segir Fabian Picardo, einn æðsti ráðherra Gíbraltar að það sé óhæft að „fólk Gíbraltar sé notað með þessum hætti af Spánverjum til þess að koma höggi á Breta.“ „Fullveldi okkar er ekki til umræðu. Við ætlum ekki að vera peð í Brexit málinu eða fórnarlömb þessa máls.“Good to speak to #Gibraltar Chief Minister @FabianPicardo. As ever, the UK remains implacable & rock-like in our support for Gibraltar— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 31, 2017
Gíbraltar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira