Erlent

Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gíbraltar er landssvæði fyrir sunnan Spán og tilheyrir Bretlandi.
Gíbraltar er landssvæði fyrir sunnan Spán og tilheyrir Bretlandi. Vísir/EPA
Breski herflotinn skipaði spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar, en skipið sigldi þar inn fyrir í dag, án þess að láta breska flotann vita. Guardian greinir frá.

Umrætt atvik myndi allajafna ekki þykja fréttnæmt og sigla spænsk herskip raunar oft inn um lögsögu Gíbraltar en deilur um Gíbraltar-skagann hafa að undanförnu komist í kastljósið eftir að Evrópusambandið tilkynnti að það muni styðja tilkall Spánverja til svæðisins, en þeir hafa gert tilkall til svæðisins frá því að Bretar náðu skaganum undir sig árið 1713.

Þannig hafa orð verið látin falla um að forsætisráðherra Breta, Theresa May, gæti jafnvel verið tilbúin til þess að beita hervaldi til varnar skagans en forsætisráðherrann dró sjálf úr þeim orðum og sagði að umrædd deila yrði einungis leyst með orðum.

Spánverjar hafa aldrei samþykkt með opinberum hætti lögsögu Gíbraltar og kemur það reglulega fyrir að spænsk skip sigli inn fyrir lögsöguna. Þannig hafa ráðamenn í Gíbraltar oft mótmælt ferðalögum spænskra skipa og hafa spænsk lögregluskip meðal annars siglt inn í landhelgina.


Tengdar fréttir

Samræður um Gíbraltar en ekki stríð

Nýjar deilur um Gíbraltar spruttu upp þegar Evrópusambandið birti drög að samningaviðmiðum sínum fyrir væntanlegar viðræður við Breta um útgöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×